Ferðaþjónusta á krossgötum Ari Trausti Guðmundsson skrifar 21. október 2013 06:00 Þegar milljónasti ársgesturinn nálgast í ferðaþjónustunni gerist margt í einu. Þolmörkum er náð á sumum stöðum, umræður um gjaldtöku og höfðatölu (kvóta) magnast og allt í einu hafa fjárfestar augastað á nýjum þjónustu- og gistifyrirtækjum en um áratuga skeið hefur mest af ferðaþjónustunni verið í höndum smárra fyrirtækja, fyrir utan flug og bíla. Þetta kallar á hraðari og vandaða, heildræna stefnumörkun og miklu öflugari stuðning ríkisvaldsins við ferðaþjónustuna. Má þar nefna skipulagsmál, úrbætur á opinberum eignum og landsvæðum og stórbætta stoðþjónustu við ferðamennsku sem atvinnugrein. Meðal brýnna úrlausnarefna er hlutverk leiðsögumanna og launakjör þeirra en ég efa að til sé mikið verr borguð vinna samkvæmt opinberum taxta en leiðsögn á vegum flestra innlendra þjónustufyrirtækja í greininni. Þar verða allir hlutaðeigandi að taka sig saman og auka gæði og styrkja hlutverk leiðsegjenda. Um leið er augljóst að landvarsla og eftirlit með víðtækari heimildum til inngripa en nú er þarf líka að koma til. Fleira vantar. Til þess að minnka akstur og rangar áherslur í umhverfismálum á að láta af þeirri hugmynd að þjónusta við hálendið skuli fyrst og fremst vera í jaðri þess. Það þveröfuga þarf til; fáeinar vel búnar þjónustu- og gistimiðstöðvar með útskálum og fjölþættu leiðakerfi fyrir ökutæki, hesta og gangandi út frá þeim. Nú eru uppi hugmyndir um ýmiss konar nýja afþreyingu, svo sem spíttbraut niður Kambana, fram af Hellisheiði, og kláfferju upp á Esju. Ekki felli ég dóma yfir slíku. Sennilega hafa margir áhuga á að renna sér niður fasta braut í hlíðum hérlendis líkt og víða annars staðar. Og sennilega hafa þeir þrír aðilar sem ég man eftir með stólalyftu- eða kláfhugmyndir, t.d. við Eyjafjörð og inn af Geysi, haft góðar vonir sem ekkert varð úr. Esjan er veðurfarslega erfið og strengjafarartæki eru með fremur lágt stöðvunarmark í vindi (oft miðað við fimm gömul vindstig). Ég hef alltaf undrast af hverju stólalyftur t.d. í Bláfjöllum og á Akureyri hafa ekki verið í notkun á sumrin, t.d. fyrir þá sem vilja njóta útsýnis með þessu móti eða horfa á norðurljós þegar haustar. Hef sjálfur eitt sinn komist með Breta að enda lyftunnar í Bláfjöllum um sumar (fyrir liðlegheit starfsmanna sem unnu að viðgerðum). Fólkið var dolfallið yfir útsýni um Faxaflóa og suðurströndina. Svonefnd Vestnorden-sölustefna hefur verið haldin árlega til skiptis í höfuðborgum á vestnorræna svæðinu síðan 1986. Ég tel tíma vera kominn til að hafa sölustefnuna annað hvert ár en halda vestnorræna ráðstefnu með opnara sniði á móti. Þar kæmu saman aðilar í ferðaþjónustu, ýmsir sérfræðingar, fulltrúar ríkisstofnana, ráðuneyta og þinga, fólk úr sveitarstjórnum og fulltrúar hagsmunasamtaka. Þannig næðist að virkja margan manninn út fyrir ramma hefðbundinnar sölustefnu og heimatilbúinna funda í hverju hinna þriggja landa og efla samskipti og samstarf. Íslenskt frumkvæði þarf til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar milljónasti ársgesturinn nálgast í ferðaþjónustunni gerist margt í einu. Þolmörkum er náð á sumum stöðum, umræður um gjaldtöku og höfðatölu (kvóta) magnast og allt í einu hafa fjárfestar augastað á nýjum þjónustu- og gistifyrirtækjum en um áratuga skeið hefur mest af ferðaþjónustunni verið í höndum smárra fyrirtækja, fyrir utan flug og bíla. Þetta kallar á hraðari og vandaða, heildræna stefnumörkun og miklu öflugari stuðning ríkisvaldsins við ferðaþjónustuna. Má þar nefna skipulagsmál, úrbætur á opinberum eignum og landsvæðum og stórbætta stoðþjónustu við ferðamennsku sem atvinnugrein. Meðal brýnna úrlausnarefna er hlutverk leiðsögumanna og launakjör þeirra en ég efa að til sé mikið verr borguð vinna samkvæmt opinberum taxta en leiðsögn á vegum flestra innlendra þjónustufyrirtækja í greininni. Þar verða allir hlutaðeigandi að taka sig saman og auka gæði og styrkja hlutverk leiðsegjenda. Um leið er augljóst að landvarsla og eftirlit með víðtækari heimildum til inngripa en nú er þarf líka að koma til. Fleira vantar. Til þess að minnka akstur og rangar áherslur í umhverfismálum á að láta af þeirri hugmynd að þjónusta við hálendið skuli fyrst og fremst vera í jaðri þess. Það þveröfuga þarf til; fáeinar vel búnar þjónustu- og gistimiðstöðvar með útskálum og fjölþættu leiðakerfi fyrir ökutæki, hesta og gangandi út frá þeim. Nú eru uppi hugmyndir um ýmiss konar nýja afþreyingu, svo sem spíttbraut niður Kambana, fram af Hellisheiði, og kláfferju upp á Esju. Ekki felli ég dóma yfir slíku. Sennilega hafa margir áhuga á að renna sér niður fasta braut í hlíðum hérlendis líkt og víða annars staðar. Og sennilega hafa þeir þrír aðilar sem ég man eftir með stólalyftu- eða kláfhugmyndir, t.d. við Eyjafjörð og inn af Geysi, haft góðar vonir sem ekkert varð úr. Esjan er veðurfarslega erfið og strengjafarartæki eru með fremur lágt stöðvunarmark í vindi (oft miðað við fimm gömul vindstig). Ég hef alltaf undrast af hverju stólalyftur t.d. í Bláfjöllum og á Akureyri hafa ekki verið í notkun á sumrin, t.d. fyrir þá sem vilja njóta útsýnis með þessu móti eða horfa á norðurljós þegar haustar. Hef sjálfur eitt sinn komist með Breta að enda lyftunnar í Bláfjöllum um sumar (fyrir liðlegheit starfsmanna sem unnu að viðgerðum). Fólkið var dolfallið yfir útsýni um Faxaflóa og suðurströndina. Svonefnd Vestnorden-sölustefna hefur verið haldin árlega til skiptis í höfuðborgum á vestnorræna svæðinu síðan 1986. Ég tel tíma vera kominn til að hafa sölustefnuna annað hvert ár en halda vestnorræna ráðstefnu með opnara sniði á móti. Þar kæmu saman aðilar í ferðaþjónustu, ýmsir sérfræðingar, fulltrúar ríkisstofnana, ráðuneyta og þinga, fólk úr sveitarstjórnum og fulltrúar hagsmunasamtaka. Þannig næðist að virkja margan manninn út fyrir ramma hefðbundinnar sölustefnu og heimatilbúinna funda í hverju hinna þriggja landa og efla samskipti og samstarf. Íslenskt frumkvæði þarf til.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun