Innlent

Ellatún verður nýtt grafarstæði

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Garðurinn Stækkaður Kirkjugarðurinn í Hafnarfirði er að verða fullgrafinn. Garðurinn verður stækkaður til norðurs og verður norðan Kaldársvegar.
Garðurinn Stækkaður Kirkjugarðurinn í Hafnarfirði er að verða fullgrafinn. Garðurinn verður stækkaður til norðurs og verður norðan Kaldársvegar.
Það eru tvö til tvö og hálft ár þangað til kirkjugarðurinn í Hafnarfirði verður fullgrafinn. Viðræður eru hafnar milli Kirkjugarða Hafnarfjarðar og bæjarstjórnar um stækkun garðsins.

„Garðurinn verður stækkaður til norðurs og verður á svokölluðu Ellatúni,“ segir Arnór Sigurðsson kirkjugarðsvörður og segir að Kaldársvegur komi til með að aðskilja eldri og yngri hluta garðsins. Á Ellatúni verður duftkerjum markað ákveðið svæði. Arnór segir að eins og er sé nóg pláss fyrir duftker í kirkjugarðinum en það verði fljótt að fyllast ef bálförum fjölgi jafnmikið í Hafnarfirði og í Reykjavík. Þar eru bálfarir um helmingur allra útfara en í Hafnarfirði eru þær um fimmtungur.

Arnór segir að bærinn leggi til land undir kirkjugarðinn í fullri grafardýpt en kirkjugarðarnir komi til með að sjá um yfirborðsframkvæmdir.



„Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir en það er ljóst að kostnaður við stækkun garðsins hleypur á hundruðum milljóna króna,“ segir Arnór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×