Innlent

Deilt um lögmæti verðtrygginga

Haraldur Guðmundsson skrifar
Einar Páll Tamimi
Einar Páll Tamimi
Hæstiréttur Íslands kvað í fyrradag upp þann dóm að prófmáli vegna verðtryggingar yrði vísað til EFTA-dómstólsins.

Prófmálið varðar deilu einstaklings og Íslandsbanka um verðtryggð lán sem tekin voru vegna fasteignakaupa á árunum 2005 og 2007. Ágreiningurinn snýst um það hvort löglega sé staðið að verðtryggingu slíkra lána.

Einar Páll Tamimi lögmaður rekur prófmálið gegn Íslandsbanka og hann segir það ekki snúast um hvort almenn vísitölutenging lána sé ólögleg heldur hvort lántakendum sé ljóst við töku verðtryggðra lána í hverju verðtryggingin felst.

„Það er einungis vísað í vísitöluna. Það er ekki tilgreint með neinum hætti hvernig sú vísitala er samansett, hvernig hún geti þróast og breyst, og að samsetningu undirliggjandi þátta í vísitölunni sé breytt með reglulegu millibili. Flestum atriðum sem máli skipta varðandi þessa vísitölu er einfaldlega sleppt í samningunum. Það er einungis vísað til vísitölunnar með nafni,“ segir Einar.

Hann segir að vegna þessa séu allar forsendubreytingar lántakandanum huldar og því geti hann ekki gert sér grein fyrir því hvernig skuldbindingar hans geti aukist á lánstímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×