Flögg og eyjur hverfa af Hofsvallagötu Valur Grettisson skrifar 10. október 2013 06:15 Starfsmenn borgarinnar athafna sig á Hofsvallagötunni. Fréttablaðið/Vilhelm „Mín skoðun er sú að það hefði verið best að viðurkenna mistök og engin skömm að því,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í gær breytingar á Hofsvallagötu. Sjálfstæðismenn sátu hjá. Umdeild flögg og eyjur verða fjarlægð verði málið samþykkt í borgarstjórn en hart hefur verið tekist á um götuna eftir umdeildar breytingar. Fundur var haldinn með óánægðum íbúum í hverfinu í lok ágúst. Þar kom fram hörð gagnrýni á hendur borgarfulltrúum vegna samráðsleysis. Júlíus Vífill segir að með samþykktinni í ráðinu í gær felist viðurkenning á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum. Hann gagnrýnir hins vegar að þetta sé í fyrsta skiptið sem málið rati fyrir umhverfis- og skipulagsráð. „Það er eiginlega bara mjög furðulegt að ekki hafi verið kallað fyrr til fundar um málið,“ segir Júlíus Vífill. Spurður hvort hann sé sáttur við breytingarnar segir Júlíus Vífill að hann hefði viljað ganga lengra.Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi.Þrátt fyrir að flöggin og eyjurnar verði fjarlægð verða áfram hjólastígar báðum megin á götunni auk þess sem enn verður aðeins ein akrein. Júlíus Vífill gagnrýnir að ekki skuli vera tvær akreinar við gatnamót Hringbrautar. „Og ég hefði viljað fá útskot fyrir strætó, þannig hann stoppi ekki alla umferð þegar farþegum er hleypt út. Það skapar oft óþarfa hættu,“ segir Júlíus Vífill. Kristinn Fannar Pálsson, verkfræðingur og íbúi í hverfinu, er einn þeirra sem mættu á íbúafundinn og gagnrýndu framkvæmdirnar harðlega; meðal annars í viðtali á visir.is. „Við erum mjög ósátt við hjólastígana nærri ljósunum,“ segir Kristinn Fannar og útskýrir að það hafi verið vilji íbúa að hjólastígurinn færðist upp á stétt nærri ljósunum þannig það væri hægt að nýta tvær akreinar, við gatnamót Hringbrautar. Að öðru leyti kveðst Kristinn sáttur við breytingarnar. „Við erum að sjálfsögðu ánægð með að það sé hlustað á okkur,“ segir Kristinn sem vonast til þess að nú verði lagst í að laga götuna „almennilega“ og í sátt og samlyndi við íbúa hverfisins. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
„Mín skoðun er sú að það hefði verið best að viðurkenna mistök og engin skömm að því,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í gær breytingar á Hofsvallagötu. Sjálfstæðismenn sátu hjá. Umdeild flögg og eyjur verða fjarlægð verði málið samþykkt í borgarstjórn en hart hefur verið tekist á um götuna eftir umdeildar breytingar. Fundur var haldinn með óánægðum íbúum í hverfinu í lok ágúst. Þar kom fram hörð gagnrýni á hendur borgarfulltrúum vegna samráðsleysis. Júlíus Vífill segir að með samþykktinni í ráðinu í gær felist viðurkenning á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum. Hann gagnrýnir hins vegar að þetta sé í fyrsta skiptið sem málið rati fyrir umhverfis- og skipulagsráð. „Það er eiginlega bara mjög furðulegt að ekki hafi verið kallað fyrr til fundar um málið,“ segir Júlíus Vífill. Spurður hvort hann sé sáttur við breytingarnar segir Júlíus Vífill að hann hefði viljað ganga lengra.Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi.Þrátt fyrir að flöggin og eyjurnar verði fjarlægð verða áfram hjólastígar báðum megin á götunni auk þess sem enn verður aðeins ein akrein. Júlíus Vífill gagnrýnir að ekki skuli vera tvær akreinar við gatnamót Hringbrautar. „Og ég hefði viljað fá útskot fyrir strætó, þannig hann stoppi ekki alla umferð þegar farþegum er hleypt út. Það skapar oft óþarfa hættu,“ segir Júlíus Vífill. Kristinn Fannar Pálsson, verkfræðingur og íbúi í hverfinu, er einn þeirra sem mættu á íbúafundinn og gagnrýndu framkvæmdirnar harðlega; meðal annars í viðtali á visir.is. „Við erum mjög ósátt við hjólastígana nærri ljósunum,“ segir Kristinn Fannar og útskýrir að það hafi verið vilji íbúa að hjólastígurinn færðist upp á stétt nærri ljósunum þannig það væri hægt að nýta tvær akreinar, við gatnamót Hringbrautar. Að öðru leyti kveðst Kristinn sáttur við breytingarnar. „Við erum að sjálfsögðu ánægð með að það sé hlustað á okkur,“ segir Kristinn sem vonast til þess að nú verði lagst í að laga götuna „almennilega“ og í sátt og samlyndi við íbúa hverfisins.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira