Sífellt fleiri konur gefa úr sér egg Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2013 07:00 Þórður Óskarsson læknir er annar eigenda Art Medica. „Biðin eftir gjafaeggi hefur verið í kringum ár en hefur minnkað undanfarna mánuði. Það gengur einfaldlega betur að fá íslenskar konur til að gefa egg,“ segir Þórður Óskarsson, læknir og annar eigenda Art Medica. „Þær frétta að mörg pör bíði eftir eggi og vilja einfaldlega hjálpa til.“ Í dag eru 20-25 pör á biðlista eftir gjafaeggi og þurfa að bíða í þrjá til fimm mánuði. Allir sem fara í meðferð hjá Art Medica fá gjafaegg frá konum sem fara í meðferð þar. Ekki er hægt að fá erlend gjafaegg.Fá 75 til 100 þúsund króna þóknun „Það eru ekki til erlendir eggjabankar eins og sæðisbankar. Það er miklu meiri fyrirhöfn að ná í eggin og flóknara að geyma þau,“ segir Þórður. Konur sem gefa egg hjá Art Medica fá greitt svokallað óþægindagjald, 75-100 þúsund krónur. „Þetta er heilmikið fyrirtæki. Konurnar þurfa að mæta í viðtal, fara í blóðprufur, ræktanir, sprauta sig og mæta í skoðanir. Þær eru að minnsta kosti frá vinnu einn dag þegar kemur að eggheimtu. Það er sjálfsagt að borga fyrir þessa fyrirhöfn og auðvitað óviðunandi að þær hafi beinan kostnað af þessari gjöf,“ segir Þórður. Það getur skipt sköpum fyrir pör að fá gjafaegg og að þurfa ekki að bíða of lengi eftir því. Pör geta dottið út af biðlistanum vegna aldursmarka, heilsufars eða heilbrigði konunnar. „Flestir sem eru á þessum biðlista eru líka búnir að bíða lengi eftir barni. Hver dagur skiptir máli,“ segir Þórður.Stærsta gjöfin sem systirin gat fengið „Það kom í ljós þegar systir mín var sextán ára að hún væri ekki með egg og gæti aldrei eignast börn nema að fá gjafaegg. Ég sagði strax við hana þá að ég myndi hjálpa henni. Eins og þegar einhver er veikur í fjölskyldunni, þá vill maður auðvitað hjálpa ef maður getur það,“ segir kona á þrítugsaldri sem gaf yngri systur sinni egg fyrir fáeinum árum. „Við undirbjuggum okkur vel andlega en svo kom mér eiginlega á óvart hvað þetta var eðlilegt. Önnur systkini mín eiga börn og manni þykir sérstaklega vænt um frændsystkini sín. Litla dóttir systur minnar er bara litla frænka mín sem mér þykir ofurvænt um," segir konan sem kveður meðferðina hafa tekið á sig: „Ég var svolítið tilfinningasöm, ekki út af hormónum heldur af því að ég var mögulega að gefa stærstu gjöf sem ég gat gefið systur minni og manni hennar. Mér fannst þetta aldrei fórn og ég hugsa að ég myndi gera þetta aftur.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
„Biðin eftir gjafaeggi hefur verið í kringum ár en hefur minnkað undanfarna mánuði. Það gengur einfaldlega betur að fá íslenskar konur til að gefa egg,“ segir Þórður Óskarsson, læknir og annar eigenda Art Medica. „Þær frétta að mörg pör bíði eftir eggi og vilja einfaldlega hjálpa til.“ Í dag eru 20-25 pör á biðlista eftir gjafaeggi og þurfa að bíða í þrjá til fimm mánuði. Allir sem fara í meðferð hjá Art Medica fá gjafaegg frá konum sem fara í meðferð þar. Ekki er hægt að fá erlend gjafaegg.Fá 75 til 100 þúsund króna þóknun „Það eru ekki til erlendir eggjabankar eins og sæðisbankar. Það er miklu meiri fyrirhöfn að ná í eggin og flóknara að geyma þau,“ segir Þórður. Konur sem gefa egg hjá Art Medica fá greitt svokallað óþægindagjald, 75-100 þúsund krónur. „Þetta er heilmikið fyrirtæki. Konurnar þurfa að mæta í viðtal, fara í blóðprufur, ræktanir, sprauta sig og mæta í skoðanir. Þær eru að minnsta kosti frá vinnu einn dag þegar kemur að eggheimtu. Það er sjálfsagt að borga fyrir þessa fyrirhöfn og auðvitað óviðunandi að þær hafi beinan kostnað af þessari gjöf,“ segir Þórður. Það getur skipt sköpum fyrir pör að fá gjafaegg og að þurfa ekki að bíða of lengi eftir því. Pör geta dottið út af biðlistanum vegna aldursmarka, heilsufars eða heilbrigði konunnar. „Flestir sem eru á þessum biðlista eru líka búnir að bíða lengi eftir barni. Hver dagur skiptir máli,“ segir Þórður.Stærsta gjöfin sem systirin gat fengið „Það kom í ljós þegar systir mín var sextán ára að hún væri ekki með egg og gæti aldrei eignast börn nema að fá gjafaegg. Ég sagði strax við hana þá að ég myndi hjálpa henni. Eins og þegar einhver er veikur í fjölskyldunni, þá vill maður auðvitað hjálpa ef maður getur það,“ segir kona á þrítugsaldri sem gaf yngri systur sinni egg fyrir fáeinum árum. „Við undirbjuggum okkur vel andlega en svo kom mér eiginlega á óvart hvað þetta var eðlilegt. Önnur systkini mín eiga börn og manni þykir sérstaklega vænt um frændsystkini sín. Litla dóttir systur minnar er bara litla frænka mín sem mér þykir ofurvænt um," segir konan sem kveður meðferðina hafa tekið á sig: „Ég var svolítið tilfinningasöm, ekki út af hormónum heldur af því að ég var mögulega að gefa stærstu gjöf sem ég gat gefið systur minni og manni hennar. Mér fannst þetta aldrei fórn og ég hugsa að ég myndi gera þetta aftur.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira