Innlent

Vilja áfram samstarf í Stafdal

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Skíðafélagið í Stafdal sagði upp rekstrarsamningi. Myndin er úr Bláfjöllum.
Skíðafélagið í Stafdal sagði upp rekstrarsamningi. Myndin er úr Bláfjöllum. Fréttablaðið/Anton
Skíðafélagið í Stafdal hefur sent Fljótsdalshéraði uppsögn á samningi um rekstur skíðasvæðisins í Stafdal.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur sagt að í uppsagnarbréfinu komi fram allmargar rangfærslur um fyrri samskipti aðila og ákvæði gildandi samnings. Samningurinn hafi verið efndur að fullu af hálfu Fljótsdalshéraðs.

Sagðist bæjarráðið vilja gera nýjan samning um rekstur skíðasvæðisins. Nú hefur menningar- og íþróttanefnd falið formanni sínum að vinna að málinu með fulltrúum Seyðisfjarðarkaupstaðar og SKÍS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×