Styrktist sjálf með því að hjálpa öðrum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 9. október 2013 23:00 Helga Hallbjörnsdóttir, formaður Handarinnar, segir samtökin reyna að gera öðrum lífið bærilegra. Fréttablaðið/Arnþór „Ég er sjálf með geðhvörf og veit hvernig þeim líður sem þjást af kvíða, þunglyndi eða örlyndi. Mér fannst þetta verðugt starf og ákvað að bjóða samtökunum aðstoð mína.“ Þetta segir Helga Hallbjörnsdóttir, formaður mannúðar- og mannræktarsamtakanna Handarinnar. „Við styðjum þá sem til okkar leita og þurfa aðstoð við að feta skref til nýs lífs eftir ýmis áföll. Við förum einnig í heimsóknir til fólks, einkum aldraðra, og á sjúkrahús. Margir glíma við einsemd eða félagsfælni og við reynum að gera þeim lífið bærilegra. Yngri skjólstæðingar koma heim til okkar. Í sumum tilfellum leitar fólk sjálft til okkar en í öðrum er okkur bent á að viðkomandi þarfnist hjálpar eða félagsskapar,“ segir Helga. Samtökin Höndin voru stofnuð árið 2005, að því er Helga greinir frá. „Eyjólfur Magnússon Scheving, kennari og atferlisfræðingur, stofnaði Höndina ásamt nokkrum vinum sínum. Hann hafði verið á Reykjalundi og sá þar mann sem komst varla skrefið. Þessi maður þráði að komast í vinnu en taldi það vonlítið vegna heilsufars síns. Eyjólfur, sem er mikill mannvinur, gat útvegað honum starf. Þetta var upphafið að stofnun samtakanna þar sem nú eru á annað hundrað félagar.“ Helga segir aðeins einn starfsmann vera á launum hjá samtökunum. Aðrir séu sjálfboðaliðar. „Þetta er fjármagnað með styrkjum frá einstaklingum, ríki og borg en það hefur verið erfitt að fá styrki núna vegna niðurskurðar. Þetta er eiginlega á heljarþröm. Áður héldum við reglulega málþing um ýmis málefni en nú getum við bara haldið jólafund. Þá verða fyrirlestrar haldnir og boðið upp á piparkökur.“ Höndin heldur einu sinni í viku sjálfstyrkingarfundi í Áskirkju. „Þeir eru ekki bara fyrir þá sem líður illa af einhverjum ástæðum heldur einnig fyrir þá sem vilja bara styrkja sitt eigið sjálf, láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum í vanda. Það er ekki nauðsynlegt að tjá sig á fundunum heldur velur hver og einn hvort hann vill taka þátt í umræðum eða ekki. Það þarf ekki að greiða fyrir þátttöku. Eina skilyrðið er að menn haldi trúnað.“ Sjálf kveðst Helga hafa styrkst af starfinu fyrir Höndina, sem fékk samfélagsverðlaun Fréttablaðsins árið 2009. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Ég er sjálf með geðhvörf og veit hvernig þeim líður sem þjást af kvíða, þunglyndi eða örlyndi. Mér fannst þetta verðugt starf og ákvað að bjóða samtökunum aðstoð mína.“ Þetta segir Helga Hallbjörnsdóttir, formaður mannúðar- og mannræktarsamtakanna Handarinnar. „Við styðjum þá sem til okkar leita og þurfa aðstoð við að feta skref til nýs lífs eftir ýmis áföll. Við förum einnig í heimsóknir til fólks, einkum aldraðra, og á sjúkrahús. Margir glíma við einsemd eða félagsfælni og við reynum að gera þeim lífið bærilegra. Yngri skjólstæðingar koma heim til okkar. Í sumum tilfellum leitar fólk sjálft til okkar en í öðrum er okkur bent á að viðkomandi þarfnist hjálpar eða félagsskapar,“ segir Helga. Samtökin Höndin voru stofnuð árið 2005, að því er Helga greinir frá. „Eyjólfur Magnússon Scheving, kennari og atferlisfræðingur, stofnaði Höndina ásamt nokkrum vinum sínum. Hann hafði verið á Reykjalundi og sá þar mann sem komst varla skrefið. Þessi maður þráði að komast í vinnu en taldi það vonlítið vegna heilsufars síns. Eyjólfur, sem er mikill mannvinur, gat útvegað honum starf. Þetta var upphafið að stofnun samtakanna þar sem nú eru á annað hundrað félagar.“ Helga segir aðeins einn starfsmann vera á launum hjá samtökunum. Aðrir séu sjálfboðaliðar. „Þetta er fjármagnað með styrkjum frá einstaklingum, ríki og borg en það hefur verið erfitt að fá styrki núna vegna niðurskurðar. Þetta er eiginlega á heljarþröm. Áður héldum við reglulega málþing um ýmis málefni en nú getum við bara haldið jólafund. Þá verða fyrirlestrar haldnir og boðið upp á piparkökur.“ Höndin heldur einu sinni í viku sjálfstyrkingarfundi í Áskirkju. „Þeir eru ekki bara fyrir þá sem líður illa af einhverjum ástæðum heldur einnig fyrir þá sem vilja bara styrkja sitt eigið sjálf, láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum í vanda. Það er ekki nauðsynlegt að tjá sig á fundunum heldur velur hver og einn hvort hann vill taka þátt í umræðum eða ekki. Það þarf ekki að greiða fyrir þátttöku. Eina skilyrðið er að menn haldi trúnað.“ Sjálf kveðst Helga hafa styrkst af starfinu fyrir Höndina, sem fékk samfélagsverðlaun Fréttablaðsins árið 2009.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira