Styrktist sjálf með því að hjálpa öðrum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 9. október 2013 23:00 Helga Hallbjörnsdóttir, formaður Handarinnar, segir samtökin reyna að gera öðrum lífið bærilegra. Fréttablaðið/Arnþór „Ég er sjálf með geðhvörf og veit hvernig þeim líður sem þjást af kvíða, þunglyndi eða örlyndi. Mér fannst þetta verðugt starf og ákvað að bjóða samtökunum aðstoð mína.“ Þetta segir Helga Hallbjörnsdóttir, formaður mannúðar- og mannræktarsamtakanna Handarinnar. „Við styðjum þá sem til okkar leita og þurfa aðstoð við að feta skref til nýs lífs eftir ýmis áföll. Við förum einnig í heimsóknir til fólks, einkum aldraðra, og á sjúkrahús. Margir glíma við einsemd eða félagsfælni og við reynum að gera þeim lífið bærilegra. Yngri skjólstæðingar koma heim til okkar. Í sumum tilfellum leitar fólk sjálft til okkar en í öðrum er okkur bent á að viðkomandi þarfnist hjálpar eða félagsskapar,“ segir Helga. Samtökin Höndin voru stofnuð árið 2005, að því er Helga greinir frá. „Eyjólfur Magnússon Scheving, kennari og atferlisfræðingur, stofnaði Höndina ásamt nokkrum vinum sínum. Hann hafði verið á Reykjalundi og sá þar mann sem komst varla skrefið. Þessi maður þráði að komast í vinnu en taldi það vonlítið vegna heilsufars síns. Eyjólfur, sem er mikill mannvinur, gat útvegað honum starf. Þetta var upphafið að stofnun samtakanna þar sem nú eru á annað hundrað félagar.“ Helga segir aðeins einn starfsmann vera á launum hjá samtökunum. Aðrir séu sjálfboðaliðar. „Þetta er fjármagnað með styrkjum frá einstaklingum, ríki og borg en það hefur verið erfitt að fá styrki núna vegna niðurskurðar. Þetta er eiginlega á heljarþröm. Áður héldum við reglulega málþing um ýmis málefni en nú getum við bara haldið jólafund. Þá verða fyrirlestrar haldnir og boðið upp á piparkökur.“ Höndin heldur einu sinni í viku sjálfstyrkingarfundi í Áskirkju. „Þeir eru ekki bara fyrir þá sem líður illa af einhverjum ástæðum heldur einnig fyrir þá sem vilja bara styrkja sitt eigið sjálf, láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum í vanda. Það er ekki nauðsynlegt að tjá sig á fundunum heldur velur hver og einn hvort hann vill taka þátt í umræðum eða ekki. Það þarf ekki að greiða fyrir þátttöku. Eina skilyrðið er að menn haldi trúnað.“ Sjálf kveðst Helga hafa styrkst af starfinu fyrir Höndina, sem fékk samfélagsverðlaun Fréttablaðsins árið 2009. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
„Ég er sjálf með geðhvörf og veit hvernig þeim líður sem þjást af kvíða, þunglyndi eða örlyndi. Mér fannst þetta verðugt starf og ákvað að bjóða samtökunum aðstoð mína.“ Þetta segir Helga Hallbjörnsdóttir, formaður mannúðar- og mannræktarsamtakanna Handarinnar. „Við styðjum þá sem til okkar leita og þurfa aðstoð við að feta skref til nýs lífs eftir ýmis áföll. Við förum einnig í heimsóknir til fólks, einkum aldraðra, og á sjúkrahús. Margir glíma við einsemd eða félagsfælni og við reynum að gera þeim lífið bærilegra. Yngri skjólstæðingar koma heim til okkar. Í sumum tilfellum leitar fólk sjálft til okkar en í öðrum er okkur bent á að viðkomandi þarfnist hjálpar eða félagsskapar,“ segir Helga. Samtökin Höndin voru stofnuð árið 2005, að því er Helga greinir frá. „Eyjólfur Magnússon Scheving, kennari og atferlisfræðingur, stofnaði Höndina ásamt nokkrum vinum sínum. Hann hafði verið á Reykjalundi og sá þar mann sem komst varla skrefið. Þessi maður þráði að komast í vinnu en taldi það vonlítið vegna heilsufars síns. Eyjólfur, sem er mikill mannvinur, gat útvegað honum starf. Þetta var upphafið að stofnun samtakanna þar sem nú eru á annað hundrað félagar.“ Helga segir aðeins einn starfsmann vera á launum hjá samtökunum. Aðrir séu sjálfboðaliðar. „Þetta er fjármagnað með styrkjum frá einstaklingum, ríki og borg en það hefur verið erfitt að fá styrki núna vegna niðurskurðar. Þetta er eiginlega á heljarþröm. Áður héldum við reglulega málþing um ýmis málefni en nú getum við bara haldið jólafund. Þá verða fyrirlestrar haldnir og boðið upp á piparkökur.“ Höndin heldur einu sinni í viku sjálfstyrkingarfundi í Áskirkju. „Þeir eru ekki bara fyrir þá sem líður illa af einhverjum ástæðum heldur einnig fyrir þá sem vilja bara styrkja sitt eigið sjálf, láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum í vanda. Það er ekki nauðsynlegt að tjá sig á fundunum heldur velur hver og einn hvort hann vill taka þátt í umræðum eða ekki. Það þarf ekki að greiða fyrir þátttöku. Eina skilyrðið er að menn haldi trúnað.“ Sjálf kveðst Helga hafa styrkst af starfinu fyrir Höndina, sem fékk samfélagsverðlaun Fréttablaðsins árið 2009.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira