Erfðabreyttar lífverur – hættulegar eða hættulausar? Vísindamenn skrifar 5. október 2013 06:00 Á mánudag er haldið málþing á vegum Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur sem ber yfirskriftina „Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær?“. Aðstandendur málþingsins hafa ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við nýtingu erfðabreyttra (EB) lífvera í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Enn og aftur fá þeir velþekkta afneitara erfðatækninnar til liðs við sig til að breiða út hræðsluáróðurinn. Því er rétt að halda eftirfarandi staðreyndum málsins til haga.Áhrif EB-matvæla á heilsu fólks Þrátt fyrir áratuga reynslu af ræktun EB-nytjaplantna í landbúnaði hafa engar vísbendingar komið fram sem benda til þess að þær séu skaðlegar heilsu fólks umfram hefðbundin matvæli. Undir þetta taka alþjóðastofnanir, t.d. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Evrópusambandið, auk fjölmarga vísindamanna. Í kjölfar rannsókna síðustu 25 árin er vísindasamfélagið á þeirri skoðun að erfðatæknin sé örugg. Ein virtasta vísindaakademía heims „American Association for the Advancement of Science“ ályktaði t.d. nýlega að matur sem innihéldi afurðir úr erfðabreyttu korni væri ekki hættulegri til neyslu en matvæli ræktuð á hefðbundinn hátt. Þær örfáu ritrýndu greinar sem andstæðingar EB-lífvera benda endurtekið á máli sínu til stuðnings standast ekki nánari skoðun.Áhrif á hag bænda Milljónir bænda um allan heim nýta EB-nytjaplöntur með góðum árangri. Í dag eru EB-nytjaplöntur ræktaðar á yfir 170 milljón hektara í 28 löndum og hefur ræktunin aukist 100-falt síðan 1996. Og nú eru EB-plöntur í fyrsta sinn ræktaðar á stærra landsvæði í þróunarlöndunum en á Vesturlöndum. Yfir 80% af heimsframleiðslu á bómull og sojabaunum eru í dag erfðabreytt. Nýleg athugun sýnir að ræktun á EB-bómull eykur uppskeru bænda á Indlandi um 24%, ágóða um 50% og lífskjör um 18%. Ávinningurinn er augljós. Hvernig má annars skýra þá gríðarlegu aukningu sem sést um allan heim á nýtingu þessarar tækni? Andstæðingar EB-nytjaplantna grípa gjarnan til þess ráðs að skýra vaxandi ræktun hjá bændum með samsæriskenningum um yfirgang stórfyrirtækja en niðurstöðurnar tala sínu máli.Áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika Gjarnan er vikið að neikvæðum áhrifum EB-nytjaplantna á líffræðilegan fjölbreytileika og hvernig nýting þeirra í landbúnaði er að útrýma yrkjum sem fylgt hafa manninum í árþúsundir. Gallinn er sá að hér er verið að hengja bakara fyrir smið. Minnkandi erfðafjölbreytileiki í landbúnaði er mun eldra vandamál og frægasta dæmið um neikvæð áhrif einræktar í landbúnaði er án efa hungursneyðin á Írlandi um miðja 19. öld þegar þarlend kartöflurækt hrundi í kjölfar sveppasjúkdóms löngu fyrir tíma erfðabreytinga.Áhrif á náttúru – ofurillgresi og -pöddur Þeim hugmyndum er jafnan haldið fram að EB-ræktun hafi neikvæð áhrif á náttúruna. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að áhrif af ræktun EB-plantna eru jákvæð samanborið við hefðbundna ræktun. Ræktun plantna sem þola sjúkdóma og meindýr fylgir minni notkun eiturefna. Illgresiseyðirinn Glyphosate, sem notaður er samfara ræktun „RoundUp Ready“ plantna, er mun minna eitraður en flest sambærileg efni sem standa bændum til boða. Með ræktun EB-plantna hefur markvisst verið dregið úr jarðvinnslu sem hefur margvísleg jákvæð áhrif á umhverfið: minni jarðvegseyðingu og vatnsrof (þar af leiðandi meiri möguleika á kolefnisbindingu) og minni véla- og eldsneytisnotkun. Svo kallað „ofurillgresi“ (illgresi þolið gegn illgresiseyði) er oft notað sem dæmi um neikvæð áhrif en rétt er að benda á að slík áhrif komu fram löngu fyrir tíma EB-lífvera í landbúnaði. Hér er því ekki reynt að greina milli áhrifa nútíma landbúnaðar þar sem nýtt eru ýmiss konar varnarefni og nýtingar EB-nytjaplantna. Til að skilja mikla og oft á tíðum vel skipulagða andstöðu gegn erfðatækni í landbúnaði er mikilvægt að hafa í huga að þar hafa margir hagsmuna að gæta aðrir en líftækni- og fræfyrirtæki, t.d. lífrænir framleiðendur, seljendur og vottunaraðilar sem hagnast á hræðslu neytenda við erfðabreyttar afurðir í matvörum, fyrirtæki á sviði DNA-greininga sem hafa tekjur af því að greina erfðabreytt efni í matvælum og „náttúruverndarsamtök“. Þrátt fyrir að vísindamenn, sem verja nýtingu þessarar tækni á opinberum vettvangi þurfi oft að þola svikabrigsl og aðdróttanir um leynda hagsmuni, er ekki alltaf allt sem sýnist í baráttunni gegn erfðatækni í landbúnaði. Dr. Áslaug Helgadóttir prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands Dr. Eiríkur Steingrímsson prófessor Háskóla Íslands Dr. Erna Magnúsdóttir sérfræðingur Háskóla Íslands Dr. Jón Hallsteinn Hallsson dósent Landbúnaðarháskóla Íslands Magnús Karl Magnússon MD, prófessor Háskóla Íslands Dr. Oddur Vilhelmsson prófessor Háskólanum á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á mánudag er haldið málþing á vegum Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur sem ber yfirskriftina „Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær?“. Aðstandendur málþingsins hafa ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við nýtingu erfðabreyttra (EB) lífvera í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Enn og aftur fá þeir velþekkta afneitara erfðatækninnar til liðs við sig til að breiða út hræðsluáróðurinn. Því er rétt að halda eftirfarandi staðreyndum málsins til haga.Áhrif EB-matvæla á heilsu fólks Þrátt fyrir áratuga reynslu af ræktun EB-nytjaplantna í landbúnaði hafa engar vísbendingar komið fram sem benda til þess að þær séu skaðlegar heilsu fólks umfram hefðbundin matvæli. Undir þetta taka alþjóðastofnanir, t.d. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Evrópusambandið, auk fjölmarga vísindamanna. Í kjölfar rannsókna síðustu 25 árin er vísindasamfélagið á þeirri skoðun að erfðatæknin sé örugg. Ein virtasta vísindaakademía heims „American Association for the Advancement of Science“ ályktaði t.d. nýlega að matur sem innihéldi afurðir úr erfðabreyttu korni væri ekki hættulegri til neyslu en matvæli ræktuð á hefðbundinn hátt. Þær örfáu ritrýndu greinar sem andstæðingar EB-lífvera benda endurtekið á máli sínu til stuðnings standast ekki nánari skoðun.Áhrif á hag bænda Milljónir bænda um allan heim nýta EB-nytjaplöntur með góðum árangri. Í dag eru EB-nytjaplöntur ræktaðar á yfir 170 milljón hektara í 28 löndum og hefur ræktunin aukist 100-falt síðan 1996. Og nú eru EB-plöntur í fyrsta sinn ræktaðar á stærra landsvæði í þróunarlöndunum en á Vesturlöndum. Yfir 80% af heimsframleiðslu á bómull og sojabaunum eru í dag erfðabreytt. Nýleg athugun sýnir að ræktun á EB-bómull eykur uppskeru bænda á Indlandi um 24%, ágóða um 50% og lífskjör um 18%. Ávinningurinn er augljós. Hvernig má annars skýra þá gríðarlegu aukningu sem sést um allan heim á nýtingu þessarar tækni? Andstæðingar EB-nytjaplantna grípa gjarnan til þess ráðs að skýra vaxandi ræktun hjá bændum með samsæriskenningum um yfirgang stórfyrirtækja en niðurstöðurnar tala sínu máli.Áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika Gjarnan er vikið að neikvæðum áhrifum EB-nytjaplantna á líffræðilegan fjölbreytileika og hvernig nýting þeirra í landbúnaði er að útrýma yrkjum sem fylgt hafa manninum í árþúsundir. Gallinn er sá að hér er verið að hengja bakara fyrir smið. Minnkandi erfðafjölbreytileiki í landbúnaði er mun eldra vandamál og frægasta dæmið um neikvæð áhrif einræktar í landbúnaði er án efa hungursneyðin á Írlandi um miðja 19. öld þegar þarlend kartöflurækt hrundi í kjölfar sveppasjúkdóms löngu fyrir tíma erfðabreytinga.Áhrif á náttúru – ofurillgresi og -pöddur Þeim hugmyndum er jafnan haldið fram að EB-ræktun hafi neikvæð áhrif á náttúruna. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að áhrif af ræktun EB-plantna eru jákvæð samanborið við hefðbundna ræktun. Ræktun plantna sem þola sjúkdóma og meindýr fylgir minni notkun eiturefna. Illgresiseyðirinn Glyphosate, sem notaður er samfara ræktun „RoundUp Ready“ plantna, er mun minna eitraður en flest sambærileg efni sem standa bændum til boða. Með ræktun EB-plantna hefur markvisst verið dregið úr jarðvinnslu sem hefur margvísleg jákvæð áhrif á umhverfið: minni jarðvegseyðingu og vatnsrof (þar af leiðandi meiri möguleika á kolefnisbindingu) og minni véla- og eldsneytisnotkun. Svo kallað „ofurillgresi“ (illgresi þolið gegn illgresiseyði) er oft notað sem dæmi um neikvæð áhrif en rétt er að benda á að slík áhrif komu fram löngu fyrir tíma EB-lífvera í landbúnaði. Hér er því ekki reynt að greina milli áhrifa nútíma landbúnaðar þar sem nýtt eru ýmiss konar varnarefni og nýtingar EB-nytjaplantna. Til að skilja mikla og oft á tíðum vel skipulagða andstöðu gegn erfðatækni í landbúnaði er mikilvægt að hafa í huga að þar hafa margir hagsmuna að gæta aðrir en líftækni- og fræfyrirtæki, t.d. lífrænir framleiðendur, seljendur og vottunaraðilar sem hagnast á hræðslu neytenda við erfðabreyttar afurðir í matvörum, fyrirtæki á sviði DNA-greininga sem hafa tekjur af því að greina erfðabreytt efni í matvælum og „náttúruverndarsamtök“. Þrátt fyrir að vísindamenn, sem verja nýtingu þessarar tækni á opinberum vettvangi þurfi oft að þola svikabrigsl og aðdróttanir um leynda hagsmuni, er ekki alltaf allt sem sýnist í baráttunni gegn erfðatækni í landbúnaði. Dr. Áslaug Helgadóttir prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands Dr. Eiríkur Steingrímsson prófessor Háskóla Íslands Dr. Erna Magnúsdóttir sérfræðingur Háskóla Íslands Dr. Jón Hallsteinn Hallsson dósent Landbúnaðarháskóla Íslands Magnús Karl Magnússon MD, prófessor Háskóla Íslands Dr. Oddur Vilhelmsson prófessor Háskólanum á Akureyri
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun