Vatnsmýrin er votlendi og óhentugt byggingarland Jón Hjaltalín Magnússon skrifar 4. október 2013 06:00 Vatnsmýrin er mýri eða votlendi og því óhentugt byggingarland því víða eru um 10-20 metrar niður á fast, sem þýðir annaðhvort langar og dýrar súlur eða djúpa grunna niður á fast undir hugsanlegar byggingar, sem er mjög kostnaðarsamt og ekki heppilegt vegna jarðskjálfta. Því er það einfalt reikningsdæmi að verð íbúða í fjölbýlishúsum á slíku byggingarsvæði verður mjög dýrt vegna aukabyggingakostnaðar fyrir utan kostnað við lóðir á þessum umdeilda stað. Hugsanlegar íbúðir í Vatnsmýrinni verða því varla fyrir kennara og hvað þá nema við háskólana í nágrenninu eða lækna og sjúkraliða. Já, fyrir hverja? Mýri er landsvæði þar sem grunnvatnsstaða er há og jafnvel í yfirborði jarðvegsins. Forfeður okkar gáfu landsvæðum nöfn við hæfi og ljóst er að Vatnsmýrin var mjög mikið votlendi fyrst orðinu vatn var skeytt framan við mýrina! Sjálf mýrin er núna að miklu leyti horfin undir Reykjavíkurflugvöllinn og aðra byggð, en þó er enn töluvert eftir af henni. Fjöldi fugla verpir þar, og er varplandið friðað á þeim tímum ársins sem varp stendur yfir eins og við Norræna húsið. Vatnið í Tjörninni er að miklu leyti úr Vatnsmýrinni. Dr. Sturla Friðriksson benti á í ágætri grein í Morgunblaðinu nýlega að hætta væri á að frekari byggð í Vatnsmýrinni mundi þurrka upp Tjörnina okkar.Besti valkosturinn Framsýnir borgarfulltrúar Reykjavíkur voru þegar árið 1937 farnir að skipuleggja að byggja flugvöll í Vatnsmýrinni sem var heppilegt sléttlendi og mýrin talin ónothæf sem byggingarland. Í september 1937 var opinberlega birtur uppdráttur Gústafs E. Pálssonar verkfræðings, og síðar borgarverkfræðings Reykjavíkur, af „Flughöfn í Vatnsmýrinni í Reykjavík“. Í janúar 1939 samdi Gústaf svo ítarlega skýrslu fyrir bæjaryfirvöld þar sem gerður var samanburður á sjö valkostum í staðsetningu flugvallar fyrir Reykjavík. Niðurstaða þeirrar úttektar Gústafs var sú að mælt var með flugvelli í Vatnsmýrinni, sem talin var vera „eins ákjósanleg undir innanlandsflugvöll og frekast má vera“. Í mars 1940 mælti skipulagsnefnd Reykjavíkur með gerð flugvallar í Vatnsmýrinni sem bæjarráð samþykkti. Það var því auðsótt fyrir breska herinn að fá leyfi 1940 til að byggja flugvöll á þessu sléttlendi í Vatnsmýrinni með tilheyrandi kostnaði, sem meðal annars fólst í að keyra þúsundir vörubílshlassa af rauðamöl sem uppfyllingu fyrir flugbrautirnar fyrir orustuflugvélar, sprengi- og flutningavélar þess tíma sem ekki eru svo þungar miðað við byggingar, hvað þá háhýsi.Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Hugmyndir margra aðila, jafnvel kjörinna borgarfulltrúa, um Vatnsmýrina sem hentugt byggingarland eru algjörlega gegn almennri skynsemi! Framsýnir forfeður okkar í Reykjavík svo og kjörnir þingmenn þess tíma töldu svæðið í Vatnsmýrinni hins vegar heppilegt fyrir flugvöll eins og áður er getið. Ég er sammála öllum þeim Íslendingum sem vilja að flugvöllurinn verði áfram og í friði í Vatnsmýrinni í Reykjavík, höfuðborg allra Íslendinga. Þar gegnir hann mikilvægu hlutverki sem varanlegur innanlands- og varaflugflugvöllur millilandaflugs. Auk þess á landi sem að miklu leyti er í eigu ríkissjóðs, og því eign allra Íslendinga! Ég styð því heils hugar undirskrift www.lending.is um að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað!Aðalskipulag höfuðborgarsvæðisins Varðandi svo kölluð aðalskipulög sveitarfélaga þá væri ánægjulegt ef öll sex sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mundu sameinast um eitt aðalskipulag fyrir framtíðina með heppilegum byggingarsvæðum alls höfuðborgarsvæðisins fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi svo og samgönguleiðir. Á sameiginlegu svæði þeirra allra eru án efa mörg hentugri byggingarsvæði en Vatnsmýrin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Vatnsmýrin er mýri eða votlendi og því óhentugt byggingarland því víða eru um 10-20 metrar niður á fast, sem þýðir annaðhvort langar og dýrar súlur eða djúpa grunna niður á fast undir hugsanlegar byggingar, sem er mjög kostnaðarsamt og ekki heppilegt vegna jarðskjálfta. Því er það einfalt reikningsdæmi að verð íbúða í fjölbýlishúsum á slíku byggingarsvæði verður mjög dýrt vegna aukabyggingakostnaðar fyrir utan kostnað við lóðir á þessum umdeilda stað. Hugsanlegar íbúðir í Vatnsmýrinni verða því varla fyrir kennara og hvað þá nema við háskólana í nágrenninu eða lækna og sjúkraliða. Já, fyrir hverja? Mýri er landsvæði þar sem grunnvatnsstaða er há og jafnvel í yfirborði jarðvegsins. Forfeður okkar gáfu landsvæðum nöfn við hæfi og ljóst er að Vatnsmýrin var mjög mikið votlendi fyrst orðinu vatn var skeytt framan við mýrina! Sjálf mýrin er núna að miklu leyti horfin undir Reykjavíkurflugvöllinn og aðra byggð, en þó er enn töluvert eftir af henni. Fjöldi fugla verpir þar, og er varplandið friðað á þeim tímum ársins sem varp stendur yfir eins og við Norræna húsið. Vatnið í Tjörninni er að miklu leyti úr Vatnsmýrinni. Dr. Sturla Friðriksson benti á í ágætri grein í Morgunblaðinu nýlega að hætta væri á að frekari byggð í Vatnsmýrinni mundi þurrka upp Tjörnina okkar.Besti valkosturinn Framsýnir borgarfulltrúar Reykjavíkur voru þegar árið 1937 farnir að skipuleggja að byggja flugvöll í Vatnsmýrinni sem var heppilegt sléttlendi og mýrin talin ónothæf sem byggingarland. Í september 1937 var opinberlega birtur uppdráttur Gústafs E. Pálssonar verkfræðings, og síðar borgarverkfræðings Reykjavíkur, af „Flughöfn í Vatnsmýrinni í Reykjavík“. Í janúar 1939 samdi Gústaf svo ítarlega skýrslu fyrir bæjaryfirvöld þar sem gerður var samanburður á sjö valkostum í staðsetningu flugvallar fyrir Reykjavík. Niðurstaða þeirrar úttektar Gústafs var sú að mælt var með flugvelli í Vatnsmýrinni, sem talin var vera „eins ákjósanleg undir innanlandsflugvöll og frekast má vera“. Í mars 1940 mælti skipulagsnefnd Reykjavíkur með gerð flugvallar í Vatnsmýrinni sem bæjarráð samþykkti. Það var því auðsótt fyrir breska herinn að fá leyfi 1940 til að byggja flugvöll á þessu sléttlendi í Vatnsmýrinni með tilheyrandi kostnaði, sem meðal annars fólst í að keyra þúsundir vörubílshlassa af rauðamöl sem uppfyllingu fyrir flugbrautirnar fyrir orustuflugvélar, sprengi- og flutningavélar þess tíma sem ekki eru svo þungar miðað við byggingar, hvað þá háhýsi.Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Hugmyndir margra aðila, jafnvel kjörinna borgarfulltrúa, um Vatnsmýrina sem hentugt byggingarland eru algjörlega gegn almennri skynsemi! Framsýnir forfeður okkar í Reykjavík svo og kjörnir þingmenn þess tíma töldu svæðið í Vatnsmýrinni hins vegar heppilegt fyrir flugvöll eins og áður er getið. Ég er sammála öllum þeim Íslendingum sem vilja að flugvöllurinn verði áfram og í friði í Vatnsmýrinni í Reykjavík, höfuðborg allra Íslendinga. Þar gegnir hann mikilvægu hlutverki sem varanlegur innanlands- og varaflugflugvöllur millilandaflugs. Auk þess á landi sem að miklu leyti er í eigu ríkissjóðs, og því eign allra Íslendinga! Ég styð því heils hugar undirskrift www.lending.is um að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað!Aðalskipulag höfuðborgarsvæðisins Varðandi svo kölluð aðalskipulög sveitarfélaga þá væri ánægjulegt ef öll sex sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mundu sameinast um eitt aðalskipulag fyrir framtíðina með heppilegum byggingarsvæðum alls höfuðborgarsvæðisins fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi svo og samgönguleiðir. Á sameiginlegu svæði þeirra allra eru án efa mörg hentugri byggingarsvæði en Vatnsmýrin!
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar