800 manna tónleikasalur á Brynjureit Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. október 2013 07:00 Einari Erni Benediktssyni líst vel á hugmyndir Friðjóns Friðjónssonar og hans manna í félaginu Þingvangi um byggingu á Brynjureit. Fréttablaðið/GVA Félagið Þingvangur, sem keypti Hljómalindarreit og Brynjureit í sumar, hefur í hyggju að byggja á Brynjureitnum svokallað Félagsheimili Reykjavíkurborgar. Byggingin yrði fjösóttur samkomustaður, með veitingahúsi, skrifstofum og 800 manna tónleikasal sem hægt væri að minnka í hentugri stærð ef svo bæri við. Að auki vill Þingvangur byggja litlar íbúðir, 30-40 fermetra að stærð, fyrir ofan. Þó yrði að koma til breyting á byggingarreglugerð til þess að þetta gæti orðið að veruleika. Eins og reglugerðin er núna má aðeins byggja íbúðir í undir 50 fermetra stærð fyrir námsmenn. „Þetta er algjörlega á hugmyndastigi,“ sagði Friðjón Friðjónsson, talsmaður Þingvangs, þegar Fréttablaðið náði af honum tali. „Ef þetta á að verða að veruleika þá verður borgin að koma með í verkefnið. Einhver starfsemi gæti orðið þarna, til dæmis frá Hinu húsinu.“ Friðjón segir tónleikasal sem þann sem talað er um í tillögunum nákvæmlega það sem vantar í miðbæinn. „Þetta er stærðin sem vantar fyrir tónleikahald.“ Þingvangur kynnti hugmyndirnar á fundi með pólitískri yfirstjórn skipulagsmála í síðustu viku. Viðbrögðin voru mjög jákvæð að sögn Friðjóns. Þingvangur sýnir verkefnið í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur á sýningu um uppbyggingu í Reykjavík. Félagið gerir ráð fyrir að uppbyggingu á Brynjureitnum verði lokið síðla árs 2015. „Þetta er það sem við myndum vilja gera til að gera borgina skemmtilegri og flottari.“ Einar Örn Benediktsson tekur undir þessi orð. „Ég held það sé mjög fín þörf fyrir tónleikastað eða rokkstað. Nasa hefur lokað, Faktorí hefur lokað og þessi staður getur verið 200-800 manna staður þannig að þetta er hið besta mál," segir Einar Örn. Uppfært: Ranghermt var í fyrri útgáfu þessarar fréttar að um Hljómalindarreitinn væri að ræða. Það hefur verið leiðrétt. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Félagið Þingvangur, sem keypti Hljómalindarreit og Brynjureit í sumar, hefur í hyggju að byggja á Brynjureitnum svokallað Félagsheimili Reykjavíkurborgar. Byggingin yrði fjösóttur samkomustaður, með veitingahúsi, skrifstofum og 800 manna tónleikasal sem hægt væri að minnka í hentugri stærð ef svo bæri við. Að auki vill Þingvangur byggja litlar íbúðir, 30-40 fermetra að stærð, fyrir ofan. Þó yrði að koma til breyting á byggingarreglugerð til þess að þetta gæti orðið að veruleika. Eins og reglugerðin er núna má aðeins byggja íbúðir í undir 50 fermetra stærð fyrir námsmenn. „Þetta er algjörlega á hugmyndastigi,“ sagði Friðjón Friðjónsson, talsmaður Þingvangs, þegar Fréttablaðið náði af honum tali. „Ef þetta á að verða að veruleika þá verður borgin að koma með í verkefnið. Einhver starfsemi gæti orðið þarna, til dæmis frá Hinu húsinu.“ Friðjón segir tónleikasal sem þann sem talað er um í tillögunum nákvæmlega það sem vantar í miðbæinn. „Þetta er stærðin sem vantar fyrir tónleikahald.“ Þingvangur kynnti hugmyndirnar á fundi með pólitískri yfirstjórn skipulagsmála í síðustu viku. Viðbrögðin voru mjög jákvæð að sögn Friðjóns. Þingvangur sýnir verkefnið í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur á sýningu um uppbyggingu í Reykjavík. Félagið gerir ráð fyrir að uppbyggingu á Brynjureitnum verði lokið síðla árs 2015. „Þetta er það sem við myndum vilja gera til að gera borgina skemmtilegri og flottari.“ Einar Örn Benediktsson tekur undir þessi orð. „Ég held það sé mjög fín þörf fyrir tónleikastað eða rokkstað. Nasa hefur lokað, Faktorí hefur lokað og þessi staður getur verið 200-800 manna staður þannig að þetta er hið besta mál," segir Einar Örn. Uppfært: Ranghermt var í fyrri útgáfu þessarar fréttar að um Hljómalindarreitinn væri að ræða. Það hefur verið leiðrétt.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira