Fjárlagafrumvarp óvissu og vonbrigða Steingrímur J. Sigfússon skrifar 2. október 2013 08:18 Fram komið fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar veldur vonbrigðum og vekur áhyggjur. Markmiði um jöfnuð í ríkisfjármálum er að vísu náð að nafninu til með millifærslu frá Seðlabanka til ríkissjóðs upp á um 10 milljarða króna. Einnig kemur það ríkisstjórninni til bjargar að 9,4 milljarðar króna munu innheimtast af auðlegðarskatti á árinu 2014, en þá því miður í síðasta sinn. Horfurnar fyrir árin þar á eftir eru dapurlegar. Ríkissjóður verður rekinn á núlli næstu þrjú ár og reyndar versnar afkoman samkvæmt framreikningi í fylgihefti fjárlagafrumvarpsins aftur milli áranna 2015 og 2016. Mestu valda um þær tekjur sem ríkisstjórnin hefur ýmist þegar afsalað ríkissjóði, sbr. stórlækkun á sérstöku veiðigjaldi og brottfall laga um 14% virðisaukaskatt á hótelgistingu sl. vor, eða hyggst afsala ríkissjóði með því að framlengja ekki auðlegðarskatt um áramótin, orkuskatt þegar þar að kemur o.s.frv. Með þessu virðist ríkisstjórnin sjálf hafa höggvið a.m.k. 20 milljarða skarð árlega í ríkisfjármálaáætlun til meðallangs tíma. Enginn vilji virðist til staðar til að afla þá tekna annars staðar á móti, með því eina fráviki sem er bankaskattur á þrotabú fjármálafyrirtækja. Þá er bara tvennt eftir, niðurskurður sem þessu nemur eða meiri hallarekstur ríkissjóðs.Hefur þessi ríkisstjórn efnahagsstefnu? Góðu fréttirnar eru þó þær að fjárlagafrumvarpið og fylgigögn þess sýna að ábyrg ríkisstjórn sem hefði til þess pólitískt þor að verja tekjur ríkisins gæti komið okkur aftur á sporið og inn á svipaða ríkisfjármálaáætlun og fyrri stjórn vann eftir. Út á það gengu ráðleggingar erlendra sérfræðistofnana sl. vor, bæði AGS og OECD. Í stað þess að hlusta var talað með niðrandi hætti um erlendar skammstafanir. Ef áðurnefndum 20 milljörðum króna hefði verið haldið inni í tekjugrunninum og ráðstafanir upp á 5-10 milljarða í viðbót bæst þar við hefði fyllilega mátt halda áætlun. Við hefðum tryggt raunverulegan jöfnuð í rekstri ríkisins og lítilsháttar afgang strax á næsta ári án bókhaldsæfinga. Við hefðum getað haldið áfram að fjárfesta í uppbyggingu innviða með fjárfestingaáætlun og leggja meira til brýnustu forgangsverkefna á sviði velferðarmála eins og þegar var hafið t.d. með stórauknu tækjakaupafé Landspítalans. Útreiðin á þessum málaflokkum í fjárlagafrumvarpinu nýja er ekki falleg. Sérstök fjárveiting til tækjakaupa á LSH og SA er þurrkuð út, viðbótarniðurskurði þar á að mæta með sjúklingasköttum, þ.e. legugjöldum, stuðningi við skapandi greinar og sóknaráætlanir landshlutanna er stútað og rannsóknafé stórskert. Ríkisfjármálaáætlunin sem með fylgir veldur verulegum vonbrigðum og er í reynd ávísun á stöðnun í ríkisfjármálum næstu þrjú árin. Hvernig ætli greiningar- og matsaðilar komi til með að lesa í hana? Næg er nú óvissan samt sem hin fáheyrðu kosningaloforð skópu og matsfyrirtæki hafa þegar gert að óvissuþætti þegar kemur að Íslandi.Hefur þessi ríkisstjórn atvinnustefnu? Fjárlagafrumvarp birtir stefnu ríkisstjórna á margan hátt og ekki aðeins í ríkisfjármálum. Spyrja má t.d. hvað frumvarpið segir okkur um áherslur þessarar ríkisstjórnar í atvinnu- og nýsköpunarmálum? Fjárfestingaáætlun sem byggði á því að efla nýsköpun, rannsóknir og þróun og stuðla að aukinni fjölbreytni er grátt leikin. Hvað nú með skapandi greinar? Hvað með uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar og eflingu þjóðgarða? Hvað með grænar áherslur í atvinnumálum? Meira að segja endurgreiðsla rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá sprotafyrirtækjum er skert. Er það bara gamla stóriðjustefnan, gamli dólgakapítalisminn sem á að bjarga okkur?Í hvað fór tíminn? Sem kunnugt er eyddu formenn stjórnarflokkanna svo miklum tíma í vöffluát í vor að þeir urðu að biðja um þrjár vikur í viðbót til að koma fram fjárlagafrumvarpi. Á það var fallist en maður spyr sig; í hvað fór tíminn? Niðurstaðan er merkilega flöt, sbr. að mestu flatan niðurskurð á allan rekstur óháð því hvort um kjarnastarfsemi á sviði velferðarmála er að ræða eða annað. Nú færist vinnan inn fyrir veggi Alþingis og þar mætti með góðum vilja komast aftur á rétta braut. Auðvitað er þetta áfram erfitt og annað gat aldrei verið í spilunum. Tími hreystimennskunnar og kraftaverkanna er liðinn. Hann tilheyrði popúlistunum fyrir kosningar. En, ef allir sameinast og við sem ekki tókum þátt í yfirboðunum bjóðum fram samstarf í stað þess að erfa lýðskrumið, þá geta góðir hlutir gerst. Það er enn hægt að breyta kúrsinum og undirbyggja trausta áætlun sem færir okkur áfram í átt að sjálfbærum ríkisbúskap þannig að hvoru tveggja sé í sjónmáli; við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og velferðar og farið að borga niður skuldir ríkisins frá og með árunum 2014-2015. Vilji og ábyrgð er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Fram komið fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar veldur vonbrigðum og vekur áhyggjur. Markmiði um jöfnuð í ríkisfjármálum er að vísu náð að nafninu til með millifærslu frá Seðlabanka til ríkissjóðs upp á um 10 milljarða króna. Einnig kemur það ríkisstjórninni til bjargar að 9,4 milljarðar króna munu innheimtast af auðlegðarskatti á árinu 2014, en þá því miður í síðasta sinn. Horfurnar fyrir árin þar á eftir eru dapurlegar. Ríkissjóður verður rekinn á núlli næstu þrjú ár og reyndar versnar afkoman samkvæmt framreikningi í fylgihefti fjárlagafrumvarpsins aftur milli áranna 2015 og 2016. Mestu valda um þær tekjur sem ríkisstjórnin hefur ýmist þegar afsalað ríkissjóði, sbr. stórlækkun á sérstöku veiðigjaldi og brottfall laga um 14% virðisaukaskatt á hótelgistingu sl. vor, eða hyggst afsala ríkissjóði með því að framlengja ekki auðlegðarskatt um áramótin, orkuskatt þegar þar að kemur o.s.frv. Með þessu virðist ríkisstjórnin sjálf hafa höggvið a.m.k. 20 milljarða skarð árlega í ríkisfjármálaáætlun til meðallangs tíma. Enginn vilji virðist til staðar til að afla þá tekna annars staðar á móti, með því eina fráviki sem er bankaskattur á þrotabú fjármálafyrirtækja. Þá er bara tvennt eftir, niðurskurður sem þessu nemur eða meiri hallarekstur ríkissjóðs.Hefur þessi ríkisstjórn efnahagsstefnu? Góðu fréttirnar eru þó þær að fjárlagafrumvarpið og fylgigögn þess sýna að ábyrg ríkisstjórn sem hefði til þess pólitískt þor að verja tekjur ríkisins gæti komið okkur aftur á sporið og inn á svipaða ríkisfjármálaáætlun og fyrri stjórn vann eftir. Út á það gengu ráðleggingar erlendra sérfræðistofnana sl. vor, bæði AGS og OECD. Í stað þess að hlusta var talað með niðrandi hætti um erlendar skammstafanir. Ef áðurnefndum 20 milljörðum króna hefði verið haldið inni í tekjugrunninum og ráðstafanir upp á 5-10 milljarða í viðbót bæst þar við hefði fyllilega mátt halda áætlun. Við hefðum tryggt raunverulegan jöfnuð í rekstri ríkisins og lítilsháttar afgang strax á næsta ári án bókhaldsæfinga. Við hefðum getað haldið áfram að fjárfesta í uppbyggingu innviða með fjárfestingaáætlun og leggja meira til brýnustu forgangsverkefna á sviði velferðarmála eins og þegar var hafið t.d. með stórauknu tækjakaupafé Landspítalans. Útreiðin á þessum málaflokkum í fjárlagafrumvarpinu nýja er ekki falleg. Sérstök fjárveiting til tækjakaupa á LSH og SA er þurrkuð út, viðbótarniðurskurði þar á að mæta með sjúklingasköttum, þ.e. legugjöldum, stuðningi við skapandi greinar og sóknaráætlanir landshlutanna er stútað og rannsóknafé stórskert. Ríkisfjármálaáætlunin sem með fylgir veldur verulegum vonbrigðum og er í reynd ávísun á stöðnun í ríkisfjármálum næstu þrjú árin. Hvernig ætli greiningar- og matsaðilar komi til með að lesa í hana? Næg er nú óvissan samt sem hin fáheyrðu kosningaloforð skópu og matsfyrirtæki hafa þegar gert að óvissuþætti þegar kemur að Íslandi.Hefur þessi ríkisstjórn atvinnustefnu? Fjárlagafrumvarp birtir stefnu ríkisstjórna á margan hátt og ekki aðeins í ríkisfjármálum. Spyrja má t.d. hvað frumvarpið segir okkur um áherslur þessarar ríkisstjórnar í atvinnu- og nýsköpunarmálum? Fjárfestingaáætlun sem byggði á því að efla nýsköpun, rannsóknir og þróun og stuðla að aukinni fjölbreytni er grátt leikin. Hvað nú með skapandi greinar? Hvað með uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar og eflingu þjóðgarða? Hvað með grænar áherslur í atvinnumálum? Meira að segja endurgreiðsla rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá sprotafyrirtækjum er skert. Er það bara gamla stóriðjustefnan, gamli dólgakapítalisminn sem á að bjarga okkur?Í hvað fór tíminn? Sem kunnugt er eyddu formenn stjórnarflokkanna svo miklum tíma í vöffluát í vor að þeir urðu að biðja um þrjár vikur í viðbót til að koma fram fjárlagafrumvarpi. Á það var fallist en maður spyr sig; í hvað fór tíminn? Niðurstaðan er merkilega flöt, sbr. að mestu flatan niðurskurð á allan rekstur óháð því hvort um kjarnastarfsemi á sviði velferðarmála er að ræða eða annað. Nú færist vinnan inn fyrir veggi Alþingis og þar mætti með góðum vilja komast aftur á rétta braut. Auðvitað er þetta áfram erfitt og annað gat aldrei verið í spilunum. Tími hreystimennskunnar og kraftaverkanna er liðinn. Hann tilheyrði popúlistunum fyrir kosningar. En, ef allir sameinast og við sem ekki tókum þátt í yfirboðunum bjóðum fram samstarf í stað þess að erfa lýðskrumið, þá geta góðir hlutir gerst. Það er enn hægt að breyta kúrsinum og undirbyggja trausta áætlun sem færir okkur áfram í átt að sjálfbærum ríkisbúskap þannig að hvoru tveggja sé í sjónmáli; við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og velferðar og farið að borga niður skuldir ríkisins frá og með árunum 2014-2015. Vilji og ábyrgð er allt sem þarf.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun