Innlent

Bjóða upp endurkomu Tvíhöfða

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
„Heilbrigðisráðherra nældi fyrstu slaufuna í fulltrúa nemenda úr heilbrigðisvísindum frá HÍ, HR og HA,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins. „Þau eru framtíðin.“ Fréttablaðið/daníel
„Heilbrigðisráðherra nældi fyrstu slaufuna í fulltrúa nemenda úr heilbrigðisvísindum frá HÍ, HR og HA,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins. „Þau eru framtíðin.“ Fréttablaðið/daníel
Fyrsta Bleika slaufan, tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum, var afhent í gær í bleika herberginu í Hörpu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra afhenti slaufuna sem í ár er hönnuð og smíðuð af ORR. En slaufan er ekki það eina sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir í október.

„Þetta er í fjórtánda sinn sem herferðin er sett í gang,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins.

„Okkur langaði að hafa nýjan vinkil á herferðinni í ár. Fagna lífinu og þeim sigrum sem hafa náðst.“

Því er nú staðið fyrir bleiku uppboði í bleika herberginu inni á vefsíðu átaksins. Fyrst verður endurkoma Tvíhöfðatvíeykisins, Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartanssonar, boðin upp þann 2. október og í kjölfarið hinir ýmsu hlutir og málefni. „Þetta er hvert öðru skemmtilegra,“ segir Sandra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×