Vitundarvakning um krabbamein í kvenlíffærum Fæðinga- og kvensjúkadómalæknar skrifar 27. september 2013 06:00 Næstkomandi sunnudag, 29. september 2013, fer fram svo kallað Globeathon sem er alþjóðlegt átak yfir 80 landa sem hafa sameinast um að efla vitund, þekkingu og rannsóknir tengdar krabbameinum í kvenlíffærum. Um er að ræða göngu/hlaup sem fer fram um alla jörðina á sama degi. Íslendingar taka þátt í þessu átaki og hefst gangan/hlaupið kl. 13.00 fyrir utan Kvennadeild Landspítalans. Af þessu tilefni viljum við vekja athygli á krabbameinum í kvenlíffærum á Íslandi. Hér greinast um sextíu konur ár hvert og árið 2011 voru tæplega 1.000 konur á lífi með krabbamein í kvenlíffærum. Leghálskrabbamein eru í dag um 2,4% allra krabbameina hjá konum á Íslandi og er meðalaldur við greiningu 45 ár. Vegna skipulagðrar leghálskrabbameinsleitar hefur nýgengi sjúkdómsins lækkað á Vesturlöndum. Leghálskrabbameinsleit hefst við 20 ára aldur og er konan svo boðuð í hópleit með reglulegu millibili. Tekið er frumustrok frá leghálsi og gefur það möguleika á að greina forstigsbreytingar, áður en krabbamein hefur náð að þróast. Leghálskrabbamein orsakast af vissum tegundum HPV-veiru sem smitast við kynmök. Þróað hefur verið bóluefni gegn HPV-veirum 16 og 18 en þessar veirur valda um 70% allra leghálskrabbameina. Stúlkur eru bólusettar hérlendis við 12 ára aldur.Reglubundin skoðun Leghálskrabbamein eru oftast einkennalaus en algengustu einkennin eru blæðingar og verkir við samfarir. Á Vesturlöndum greinast flest meinin við leghálskrabbameinsleit og eru þá á byrjunarstigi og batahorfur góðar. Konur sem greinast með langt genginn sjúkdóm hafa yfirleitt ekki mætt reglulega í krabbameinsleit. Ólíkt öðrum tegundum krabbameina má koma í veg fyrir flest leghálskrabbamein, með reglubundinni skoðun og þátttöku í hópleitinni. Krabbamein í leggöngum og ytri kynfærum kvenna eru mjög sjaldgæf og eru innan við 1% greindra krabbameina hjá konum á Íslandi. Þessi krabbamein eru hægt vaxandi og einkenni byrja oft sem kláði á kynfærunum, roði, litabreytingar eða sár. Horfur eru yfirleitt góðar ef krabbameinið er staðbundið. Krabbamein í legbol eru tæp 4% allra krabbameina sem greinast hjá íslenskum konum. Krabbamein í legbol eiga oftast upptök sín í slímhúðinni innan í leginu. Aukið magn estrogens veldur ofvexti á slímhúðinni í leginu, sem getur leitt til krabbameins. Helstu áhættuþættir eru offita, inntaka estrogen-hormóna án mótframlags progesterons, ungur aldur við fyrstu blæðingar og seinkomin tíðahvörf. Helstu einkenni legbolskrabbameins eru yfirleitt óeðlilegar blæðingar og blæðingar eftir tíðahvörf. Horfur sjúklinga sem greinast með legbolskrabbamein eru yfirleitt góðar því að það greinist oftast á frumstigum þar sem krabbameinið hefur ekki náð að dreifa sér út fyrir legið. Eggjastokkakrabbamein eru um 2,3% allra illkynja æxla hjá konum hérlendis. Þessi mein eru algengust hjá konum eftir fimmtugt. Orsakir eggjastokkakrabbameins eru í flestum tilvikum óþekktar, en þekktir eru þættir sem auka eða minnka líkur á að fá sjúkdóminn. Í fáum tilfellum er sjúkdómurinn arfgengur. Einkenni eggjastokkakrabbameins eru lítil í upphafi og flestar konur greinast ekki fyrr en æxlið hefur náð að dreifa sér. Horfur eru mismunandi eftir því hve útbreiddur sjúkdómurinn er.Ábyrgð á eigin heilsu Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein á lífsleiðinni. Krabbamein í kvenlíffærum eru tæp 10% af öllum krabbameinum kvenna hér á landi. Það er mikilvægt að taka ábyrgð á eigin heilsu, vera vakandi fyrir einkennum og mæta reglulega í krabbameinsleit. Með Globeathon-göngunni viljum við hvetja til aukinnar vitundar, styðja konurnar okkar sem eru að berjast við sjúkdóminn, konurnar sem hafa læknast og standa uppi sem sigurvegarar, fjölskyldurnar sem standa við bakið á þeim, fólkið sem tekur þátt í baráttunni með rannsóknum, hjúkrun og lækningu. Við óskum eftir þínum stuðningi og hvatningu. Skráning er á hlaup.is. Við göngum til að ráða niðurlögum krabbameins í kvenlíffærum! Upplýsingar um krabbamein á Íslandi eru fengnar úr krabbameinsskrá, www.krabbameinsskra.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Næstkomandi sunnudag, 29. september 2013, fer fram svo kallað Globeathon sem er alþjóðlegt átak yfir 80 landa sem hafa sameinast um að efla vitund, þekkingu og rannsóknir tengdar krabbameinum í kvenlíffærum. Um er að ræða göngu/hlaup sem fer fram um alla jörðina á sama degi. Íslendingar taka þátt í þessu átaki og hefst gangan/hlaupið kl. 13.00 fyrir utan Kvennadeild Landspítalans. Af þessu tilefni viljum við vekja athygli á krabbameinum í kvenlíffærum á Íslandi. Hér greinast um sextíu konur ár hvert og árið 2011 voru tæplega 1.000 konur á lífi með krabbamein í kvenlíffærum. Leghálskrabbamein eru í dag um 2,4% allra krabbameina hjá konum á Íslandi og er meðalaldur við greiningu 45 ár. Vegna skipulagðrar leghálskrabbameinsleitar hefur nýgengi sjúkdómsins lækkað á Vesturlöndum. Leghálskrabbameinsleit hefst við 20 ára aldur og er konan svo boðuð í hópleit með reglulegu millibili. Tekið er frumustrok frá leghálsi og gefur það möguleika á að greina forstigsbreytingar, áður en krabbamein hefur náð að þróast. Leghálskrabbamein orsakast af vissum tegundum HPV-veiru sem smitast við kynmök. Þróað hefur verið bóluefni gegn HPV-veirum 16 og 18 en þessar veirur valda um 70% allra leghálskrabbameina. Stúlkur eru bólusettar hérlendis við 12 ára aldur.Reglubundin skoðun Leghálskrabbamein eru oftast einkennalaus en algengustu einkennin eru blæðingar og verkir við samfarir. Á Vesturlöndum greinast flest meinin við leghálskrabbameinsleit og eru þá á byrjunarstigi og batahorfur góðar. Konur sem greinast með langt genginn sjúkdóm hafa yfirleitt ekki mætt reglulega í krabbameinsleit. Ólíkt öðrum tegundum krabbameina má koma í veg fyrir flest leghálskrabbamein, með reglubundinni skoðun og þátttöku í hópleitinni. Krabbamein í leggöngum og ytri kynfærum kvenna eru mjög sjaldgæf og eru innan við 1% greindra krabbameina hjá konum á Íslandi. Þessi krabbamein eru hægt vaxandi og einkenni byrja oft sem kláði á kynfærunum, roði, litabreytingar eða sár. Horfur eru yfirleitt góðar ef krabbameinið er staðbundið. Krabbamein í legbol eru tæp 4% allra krabbameina sem greinast hjá íslenskum konum. Krabbamein í legbol eiga oftast upptök sín í slímhúðinni innan í leginu. Aukið magn estrogens veldur ofvexti á slímhúðinni í leginu, sem getur leitt til krabbameins. Helstu áhættuþættir eru offita, inntaka estrogen-hormóna án mótframlags progesterons, ungur aldur við fyrstu blæðingar og seinkomin tíðahvörf. Helstu einkenni legbolskrabbameins eru yfirleitt óeðlilegar blæðingar og blæðingar eftir tíðahvörf. Horfur sjúklinga sem greinast með legbolskrabbamein eru yfirleitt góðar því að það greinist oftast á frumstigum þar sem krabbameinið hefur ekki náð að dreifa sér út fyrir legið. Eggjastokkakrabbamein eru um 2,3% allra illkynja æxla hjá konum hérlendis. Þessi mein eru algengust hjá konum eftir fimmtugt. Orsakir eggjastokkakrabbameins eru í flestum tilvikum óþekktar, en þekktir eru þættir sem auka eða minnka líkur á að fá sjúkdóminn. Í fáum tilfellum er sjúkdómurinn arfgengur. Einkenni eggjastokkakrabbameins eru lítil í upphafi og flestar konur greinast ekki fyrr en æxlið hefur náð að dreifa sér. Horfur eru mismunandi eftir því hve útbreiddur sjúkdómurinn er.Ábyrgð á eigin heilsu Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein á lífsleiðinni. Krabbamein í kvenlíffærum eru tæp 10% af öllum krabbameinum kvenna hér á landi. Það er mikilvægt að taka ábyrgð á eigin heilsu, vera vakandi fyrir einkennum og mæta reglulega í krabbameinsleit. Með Globeathon-göngunni viljum við hvetja til aukinnar vitundar, styðja konurnar okkar sem eru að berjast við sjúkdóminn, konurnar sem hafa læknast og standa uppi sem sigurvegarar, fjölskyldurnar sem standa við bakið á þeim, fólkið sem tekur þátt í baráttunni með rannsóknum, hjúkrun og lækningu. Við óskum eftir þínum stuðningi og hvatningu. Skráning er á hlaup.is. Við göngum til að ráða niðurlögum krabbameins í kvenlíffærum! Upplýsingar um krabbamein á Íslandi eru fengnar úr krabbameinsskrá, www.krabbameinsskra.is
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun