Sækja lækna frá útlöndum Svavar Hávarðsson skrifar 27. september 2013 07:00 Vegna viðvarandi læknaskorts á Landspítalanum verður leitað til erlendra lækna til að fylla í skarðið. Um 200 lækna vantar til starfa hérlendis. Fréttablaðið/Vilhelm Landspítalinn mun á næstunni auglýsa eftir læknum á erlendum vettvangi. Til að uppræta landlægan læknaskort þarf á annað hundrað lækna til starfa. „Við ætlum að taka upp þráðinn fljótlega og athuga hvað við getum gert, ekki síst í þeim sérgreinum þar sem vantar lækna. Það verður gert innan Evrópska efnahagssvæðisins og víðar, en það er töluvert atvinnuleysi í röðum lækna í Evrópu enda ríkir alþjóðleg samkeppni um þetta vinnuafl,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Í vor auglýsti Landspítalinn eftir krabbameinslæknum en það skilaði takmörkuðum árangri, segir Björn. Hann bætir við að hefð sé fyrir því á Norðurlöndunum að ráða erlenda lækna til starfa. Nefnir hann gríska og pólska lækna sem dæmi. „Það er verið að skoða þetta á ákveðnum sviðum þar sem tilfinnanlegasti skorturinn er, sem er alls ekki alls staðar. Eins og staðan er núna hefur það ekki verið tekið saman nákvæmlega hvað vantar marga lækna í heildina en það vantar tíu til tólf deildarlækna og það vantar lækna í ákveðnum sérgreinum, eins og komið hefur fram.“ Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að þessi þróun komi sér ekki á óvart og þegar sé góð reynsla af því að ráða erlenda lækna til starfa á Íslandi. Geir segir ekkert í regluverkinu útiloka að læknar með fullgild leyfi sæki hingað til vinnu. Það sé hins vegar viðkomandi heilbrigðisstofnunar að velja hvaða störf henta fyrir þennan hóp lækna, en tungumálaörðugleikar komi helst upp í hugann hvað varðar vandkvæði við að ráða erlenda lækna hingað. Spurður hvort lausnin við læknaskorti hérlendis sé að sækja vinnuaflið erlendis frá segist Geir sjá það fyrir sér að samsetning lækna sem hér starfa muni breytast á komandi árum. „Þetta er lausn sem heilbrigðisstofnanirnar hljóta að skoða. Það eru allir aðrir að gera þetta í löndunum í kringum okkur og það er ekkert lögmál að einungis íslenskir læknar starfi hér á landi.“Vantar allt að 200 lækna til starfa Úttekt Læknafélags Íslands í byrjun árs sýnir að starfandi læknar á Íslandi eru ríflega 1.060 talsins. Að því er næst verður komist þarf alls um 200 lækna til viðbótar til starfa. Á það bæði við um heimilis- og sérfræðilækna. Þá glíma flestar eða allar heilbrigðisstofnanir hérlendis við þennan vanda. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Landspítalinn mun á næstunni auglýsa eftir læknum á erlendum vettvangi. Til að uppræta landlægan læknaskort þarf á annað hundrað lækna til starfa. „Við ætlum að taka upp þráðinn fljótlega og athuga hvað við getum gert, ekki síst í þeim sérgreinum þar sem vantar lækna. Það verður gert innan Evrópska efnahagssvæðisins og víðar, en það er töluvert atvinnuleysi í röðum lækna í Evrópu enda ríkir alþjóðleg samkeppni um þetta vinnuafl,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Í vor auglýsti Landspítalinn eftir krabbameinslæknum en það skilaði takmörkuðum árangri, segir Björn. Hann bætir við að hefð sé fyrir því á Norðurlöndunum að ráða erlenda lækna til starfa. Nefnir hann gríska og pólska lækna sem dæmi. „Það er verið að skoða þetta á ákveðnum sviðum þar sem tilfinnanlegasti skorturinn er, sem er alls ekki alls staðar. Eins og staðan er núna hefur það ekki verið tekið saman nákvæmlega hvað vantar marga lækna í heildina en það vantar tíu til tólf deildarlækna og það vantar lækna í ákveðnum sérgreinum, eins og komið hefur fram.“ Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að þessi þróun komi sér ekki á óvart og þegar sé góð reynsla af því að ráða erlenda lækna til starfa á Íslandi. Geir segir ekkert í regluverkinu útiloka að læknar með fullgild leyfi sæki hingað til vinnu. Það sé hins vegar viðkomandi heilbrigðisstofnunar að velja hvaða störf henta fyrir þennan hóp lækna, en tungumálaörðugleikar komi helst upp í hugann hvað varðar vandkvæði við að ráða erlenda lækna hingað. Spurður hvort lausnin við læknaskorti hérlendis sé að sækja vinnuaflið erlendis frá segist Geir sjá það fyrir sér að samsetning lækna sem hér starfa muni breytast á komandi árum. „Þetta er lausn sem heilbrigðisstofnanirnar hljóta að skoða. Það eru allir aðrir að gera þetta í löndunum í kringum okkur og það er ekkert lögmál að einungis íslenskir læknar starfi hér á landi.“Vantar allt að 200 lækna til starfa Úttekt Læknafélags Íslands í byrjun árs sýnir að starfandi læknar á Íslandi eru ríflega 1.060 talsins. Að því er næst verður komist þarf alls um 200 lækna til viðbótar til starfa. Á það bæði við um heimilis- og sérfræðilækna. Þá glíma flestar eða allar heilbrigðisstofnanir hérlendis við þennan vanda.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira