Vöndum okkur í umræðunni um einelti Ragnar Þorsteinsson skrifar 26. september 2013 06:00 Undanfarin kvöld hefur Stöð 2 fjallað um ofbeldi og harðræði í íslenskum grunnskólum. Umfjöllunin hefur verið óvægin og órökstuddar fullyrðingar settar fram. Þá hafa meintir atburðir verið sviðsettir og börn notuð sem leikarar.Rétt skal vera rétt Mér brá við að heyra hugsjónamanninn Stefán Karl Stefánsson, stofnanda og formann Regnbogabarna, halda því blákalt fram að vanræksla og ofbeldi í íslensku skólakerfi sé svo algeng að brotið sé á börnum á hverjum degi, bannað sé að ræða ofbeldið og ef upp kemst sé það þaggað niður. Þetta eru þung orð. Stefán heldur því einnig fram að engar tölur séu til um kvartanir nemenda eða forráðamanna gagnvart skólum og að viðbrögð í slíkum málum virðist tilviljanakennd. Á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eru öll ágreiningsmál foreldra og skóla sem þangað berast skráð og unnið með þau samkvæmt skýru verklagi í samstarfi við sérfræðiþjónustu skóla og barnaverndar. Mikill metnaður og alúð er lögð í að leysa mál í sátt og engum málum er vísað frá eða stungið undir stól. Það er því ábyrgðarhluti þegar einstaklingar sem eru málsmetandi í jafn alvarlegum málum og ofbeldi gegn börnum koma fram með svo órökstuddar fullyrðingar. Slíkur málflutningur er ekki til þess fallinn að uppeldissamfélag barna og ungmenna taki saman höndum og vinni gegn því meini sem einelti er. Hann er fremur til þess fallinn að grafa undan trausti milli foreldra og skóla, búa til sökudólga og særa stolt og fagmennsku þeirra sem helgað hafa sig því mikilvæga starfi að kenna börnum og ungmennum.Óháð rannsókn mun fara fram Upphaf umfjöllunar Stöðvar 2 um ofbeldi í grunnskólum má rekja til sorglegs máls sem upp kom í Vesturbæjarskóla í Reykjavík þar sem tiltekinn kennari er ásakaður um ofbeldi og harðræði gagnvart einstökum nemendum. Svo alvarlegar ásakanir er hvorki hægt að umbera né hunsa og hefur verið óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að þær verði kannaðar á grundvelli barnaverndarlaga. Í upphafi skólaárs óskaði skólastjóri eftir því að óháð rannsókn færi fram á meintu ofbeldi kennarans og að jafnframt yrði skoðuð sú fullyrðing sem sett hefur verið fram af hálfu foreldris við skólann, að skólastjóri hefði ekki aðhafst neitt í málinu í eitt og hálft ár. Á grundvelli þessa hefur verið ákveðið að fá óháða aðila til að rannsaka þetta mál. Á meðan rannsókn stendur yfir mun umræddur kennari vera í leyfi frá störfum.Baráttan heldur áfram Í Vesturbæjarskóla er unnið gott faglegt starf. Kannanir skóla- og frístundasviðs frá því í byrjun árs sýna að 97% foreldra telja kennara skólans vera hæfa og metnaðarfulla og 94% foreldra telja að skólinn mennti nemendur vel. Námsárangur þeirra er mjög góður. Einelti mælist marktækt minna í skólanum en að meðaltali í reykvískum grunnskólum og hefur minnkað til muna frá mælingu fyrir þremur árum. Í skólanum mælist hæsta hlutfall ánægðra foreldra í grunnskólum Reykjavíkur með úrvinnslu eineltismála. Níu af tíu foreldrum barna sem orðið höfðu fyrir einelti árið 2013 voru ánægð með úrvinnslu skólans í málinu. Það er okkur skólafólki hvatning að staðfest er ár eftir ár í foreldrakönnunum, í Skólapúlsinum og í Olweusaráætluninni að sífellt dregur úr einelti í grunnskólum borgarinnar. Baráttan heldur áfram. Til viðbótar við aðrar eineltisáætlanir skólanna hefur skóla- og frístundasvið innleitt verkefnið Vinsamlegt samfélag þar sem hugmyndafræði og vinnubrögð menntastefnu Evrópuráðsins um skóla án ofbeldis eru höfð að leiðarljósi. Meginmarkmið þess er að leiða betur saman alla sem starfa með börnum og ungmennum í borginni, hvort í skóla- eða frístundastarfi. Engin mál eru jafn viðkvæm og flókin og erfið eineltismál. Oft upplifa starfsfólk, foreldrar og börn sig vanmáttug. Þá reynir á alla í skólasamfélaginu að vinna faglega og málefnalega að úrlausn, börnunum til heilla. Gífuryrði og órökstuddar yfirlýsingar hjálpa ekki til, þær beinlínis vinna gegn hagsmunum þolenda. Það er von mín að okkur beri gæfa til að taka höndum saman gegn þeim vágesti sem einelti er og standa saman um velferð barna og ungmenna. Þannig náum við bestum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin kvöld hefur Stöð 2 fjallað um ofbeldi og harðræði í íslenskum grunnskólum. Umfjöllunin hefur verið óvægin og órökstuddar fullyrðingar settar fram. Þá hafa meintir atburðir verið sviðsettir og börn notuð sem leikarar.Rétt skal vera rétt Mér brá við að heyra hugsjónamanninn Stefán Karl Stefánsson, stofnanda og formann Regnbogabarna, halda því blákalt fram að vanræksla og ofbeldi í íslensku skólakerfi sé svo algeng að brotið sé á börnum á hverjum degi, bannað sé að ræða ofbeldið og ef upp kemst sé það þaggað niður. Þetta eru þung orð. Stefán heldur því einnig fram að engar tölur séu til um kvartanir nemenda eða forráðamanna gagnvart skólum og að viðbrögð í slíkum málum virðist tilviljanakennd. Á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eru öll ágreiningsmál foreldra og skóla sem þangað berast skráð og unnið með þau samkvæmt skýru verklagi í samstarfi við sérfræðiþjónustu skóla og barnaverndar. Mikill metnaður og alúð er lögð í að leysa mál í sátt og engum málum er vísað frá eða stungið undir stól. Það er því ábyrgðarhluti þegar einstaklingar sem eru málsmetandi í jafn alvarlegum málum og ofbeldi gegn börnum koma fram með svo órökstuddar fullyrðingar. Slíkur málflutningur er ekki til þess fallinn að uppeldissamfélag barna og ungmenna taki saman höndum og vinni gegn því meini sem einelti er. Hann er fremur til þess fallinn að grafa undan trausti milli foreldra og skóla, búa til sökudólga og særa stolt og fagmennsku þeirra sem helgað hafa sig því mikilvæga starfi að kenna börnum og ungmennum.Óháð rannsókn mun fara fram Upphaf umfjöllunar Stöðvar 2 um ofbeldi í grunnskólum má rekja til sorglegs máls sem upp kom í Vesturbæjarskóla í Reykjavík þar sem tiltekinn kennari er ásakaður um ofbeldi og harðræði gagnvart einstökum nemendum. Svo alvarlegar ásakanir er hvorki hægt að umbera né hunsa og hefur verið óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að þær verði kannaðar á grundvelli barnaverndarlaga. Í upphafi skólaárs óskaði skólastjóri eftir því að óháð rannsókn færi fram á meintu ofbeldi kennarans og að jafnframt yrði skoðuð sú fullyrðing sem sett hefur verið fram af hálfu foreldris við skólann, að skólastjóri hefði ekki aðhafst neitt í málinu í eitt og hálft ár. Á grundvelli þessa hefur verið ákveðið að fá óháða aðila til að rannsaka þetta mál. Á meðan rannsókn stendur yfir mun umræddur kennari vera í leyfi frá störfum.Baráttan heldur áfram Í Vesturbæjarskóla er unnið gott faglegt starf. Kannanir skóla- og frístundasviðs frá því í byrjun árs sýna að 97% foreldra telja kennara skólans vera hæfa og metnaðarfulla og 94% foreldra telja að skólinn mennti nemendur vel. Námsárangur þeirra er mjög góður. Einelti mælist marktækt minna í skólanum en að meðaltali í reykvískum grunnskólum og hefur minnkað til muna frá mælingu fyrir þremur árum. Í skólanum mælist hæsta hlutfall ánægðra foreldra í grunnskólum Reykjavíkur með úrvinnslu eineltismála. Níu af tíu foreldrum barna sem orðið höfðu fyrir einelti árið 2013 voru ánægð með úrvinnslu skólans í málinu. Það er okkur skólafólki hvatning að staðfest er ár eftir ár í foreldrakönnunum, í Skólapúlsinum og í Olweusaráætluninni að sífellt dregur úr einelti í grunnskólum borgarinnar. Baráttan heldur áfram. Til viðbótar við aðrar eineltisáætlanir skólanna hefur skóla- og frístundasvið innleitt verkefnið Vinsamlegt samfélag þar sem hugmyndafræði og vinnubrögð menntastefnu Evrópuráðsins um skóla án ofbeldis eru höfð að leiðarljósi. Meginmarkmið þess er að leiða betur saman alla sem starfa með börnum og ungmennum í borginni, hvort í skóla- eða frístundastarfi. Engin mál eru jafn viðkvæm og flókin og erfið eineltismál. Oft upplifa starfsfólk, foreldrar og börn sig vanmáttug. Þá reynir á alla í skólasamfélaginu að vinna faglega og málefnalega að úrlausn, börnunum til heilla. Gífuryrði og órökstuddar yfirlýsingar hjálpa ekki til, þær beinlínis vinna gegn hagsmunum þolenda. Það er von mín að okkur beri gæfa til að taka höndum saman gegn þeim vágesti sem einelti er og standa saman um velferð barna og ungmenna. Þannig náum við bestum árangri.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar