Fyrirtæki í höfninni vilja olíubíla burt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. september 2013 07:00 Olíubíll og vöruflutningabíl aka frá Mýrargötu inn Geirsgötu og í átt að miðbænum. Fréttablaðið/Pjetur Könnun sem gerð var meðal 193 fyrirtækja við gömlu höfnina í Reykjavík sýnir margvíslegar brotalamir á umferðarmálum á svæðinu. Í könnununni, sem Bergþóra Bergsdóttir verkfræðinemi gerði fyrir Faxaflóahafnir, voru meðal annars lagðar spurningar fyrir forsvarsmenn og talsmenn fyrirtækja um viðhorf þeirra til umferðarmála við höfnina. Sumir kveða lítið við umferðina að athuga en aðrir nefna bílastæðavanda og flöskuhálsa. Áberandi er hversu olíuflutningar um svæðið vestan af Örfirisey eru mönnum þyrnir í augum. Haft er eftir einum að umferðin sé hræðileg, sérstaklega olíubílarnir sem séu stórhættulegir. „Keyra eins og fávitar á alltof miklum hraða bæði á Fiskislóð og Hólmaslóð,“ segir hann. Annar segir það mundu verða stórt framfaraspor ef olíustöðin færi annað. „Það þarf að koma bensín- og olíubílunum héðan í burtu,“ svarar hann. Sá þriðji tekur undir og segir olíubílunum ekið of hratt. „Væri gott að losna við olíubílana,“ segir sá fjórði. „En það eitt út af fyrir sig er ekki nóg. Það þarf að hægja á umferðinni.“ Fimmti talsmaðurinn segir „rosalega“ umferð á Grandagarði. Verst sé með olíubílana sem komi á fullri ferð. „Það eru engar hindranir á Grandagarði. Það voru settar hindranir á Fiskislóð og þá hættu þeir að keyra þar um. Merkilegt að það skuli ekki hafa orðið slys.“ Enn einn kveður umferðarmálin vera í „algjörum ólestri“. Olíubílarnir keyri of hratt og Geirsgatan sé alltof þröng. „Olíuflutningarnir eru ekki góðir. Maður finnur öðru hvoru fyrir mikilli mengun og olíustybbu frá starfseminni,“ er svarið frá enn öðrum. Þá segir einn að allt sé í lagi með höfnina sjálfa en of mikil og of hröð keyrsla sé á Grandagarði, til dæmis á olíubílunum. „Þetta er svolítið mikið og hættulegt,“ segir þessi talsmaður. „Hér er mikið af þungum bílum sem keyra svo hratt að maður hefur áhyggjur af gangandi vegfarendum,“ er eitt svarið. „Það er absúrd að vera með olíutanka hér og keyra um með eldsneytið,“ eru ein ummælin sem keimlíku eru svari frá öðru fyrirtæki. „Umferð olíubílanna í gegnum miðborgina er alveg fáránleg.“ Það er þó alls ekki allir sem amast við olíuflutningunum. „Varðandi olíubílana, þá þarf ekki alltaf að vera kvarta. Við þurfum öll bensín á bílana okkar og bensínstöðvarnar líka. Þetta hefur gengið vel og því er engin ástæða að mála skrattann á vegginn.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Könnun sem gerð var meðal 193 fyrirtækja við gömlu höfnina í Reykjavík sýnir margvíslegar brotalamir á umferðarmálum á svæðinu. Í könnununni, sem Bergþóra Bergsdóttir verkfræðinemi gerði fyrir Faxaflóahafnir, voru meðal annars lagðar spurningar fyrir forsvarsmenn og talsmenn fyrirtækja um viðhorf þeirra til umferðarmála við höfnina. Sumir kveða lítið við umferðina að athuga en aðrir nefna bílastæðavanda og flöskuhálsa. Áberandi er hversu olíuflutningar um svæðið vestan af Örfirisey eru mönnum þyrnir í augum. Haft er eftir einum að umferðin sé hræðileg, sérstaklega olíubílarnir sem séu stórhættulegir. „Keyra eins og fávitar á alltof miklum hraða bæði á Fiskislóð og Hólmaslóð,“ segir hann. Annar segir það mundu verða stórt framfaraspor ef olíustöðin færi annað. „Það þarf að koma bensín- og olíubílunum héðan í burtu,“ svarar hann. Sá þriðji tekur undir og segir olíubílunum ekið of hratt. „Væri gott að losna við olíubílana,“ segir sá fjórði. „En það eitt út af fyrir sig er ekki nóg. Það þarf að hægja á umferðinni.“ Fimmti talsmaðurinn segir „rosalega“ umferð á Grandagarði. Verst sé með olíubílana sem komi á fullri ferð. „Það eru engar hindranir á Grandagarði. Það voru settar hindranir á Fiskislóð og þá hættu þeir að keyra þar um. Merkilegt að það skuli ekki hafa orðið slys.“ Enn einn kveður umferðarmálin vera í „algjörum ólestri“. Olíubílarnir keyri of hratt og Geirsgatan sé alltof þröng. „Olíuflutningarnir eru ekki góðir. Maður finnur öðru hvoru fyrir mikilli mengun og olíustybbu frá starfseminni,“ er svarið frá enn öðrum. Þá segir einn að allt sé í lagi með höfnina sjálfa en of mikil og of hröð keyrsla sé á Grandagarði, til dæmis á olíubílunum. „Þetta er svolítið mikið og hættulegt,“ segir þessi talsmaður. „Hér er mikið af þungum bílum sem keyra svo hratt að maður hefur áhyggjur af gangandi vegfarendum,“ er eitt svarið. „Það er absúrd að vera með olíutanka hér og keyra um með eldsneytið,“ eru ein ummælin sem keimlíku eru svari frá öðru fyrirtæki. „Umferð olíubílanna í gegnum miðborgina er alveg fáránleg.“ Það er þó alls ekki allir sem amast við olíuflutningunum. „Varðandi olíubílana, þá þarf ekki alltaf að vera kvarta. Við þurfum öll bensín á bílana okkar og bensínstöðvarnar líka. Þetta hefur gengið vel og því er engin ástæða að mála skrattann á vegginn.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira