Innlent

Lýsing gefur málskostnað til góðgerðamála

Valur Grettisson skrifar
Bifreiðar Ekki verður sett lögbann á greiðsluseðla Lýsingar.
Bifreiðar Ekki verður sett lögbann á greiðsluseðla Lýsingar.
Hæstiréttur Íslands staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hafnað var kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna um að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumanns um að taka ekki til greina kröfu samtakanna um lögbann.

Hagsmunasamtökin fóru fram á það í sumar að sýslumaður legði lögbann á fjármögnunarfyrirtækið Lýsingu um að senda út og innheimta greiðsluseðla sem væru tilkomnir vegna endurútreikninga á kaupleigusamningum eða skuldabréfum sem áður voru í gengistryggðri mynt.

Hæstiréttur taldi að hagsmunir lántakenda yrðu ekki fyrir borð bornir og að lög tryggðu réttindi neytenda með nægjanlegum hætti. Hagsmunasamtökin voru dæmd til þess að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað til handa Lýsingu og segir í yfirlýsingu á heimasíðu Lýsingar að féð verði nýtt til þess að styrkja Samhjálp og Þroskahjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×