Nær 90% útlendinga ná íslenskuprófinu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 21. september 2013 08:00 Fjöldi útlendinga sækir námskeið í íslensku hjá Mími. Mynd: Mímir símenntun 508 einstaklingar þreyttu í fyrra íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt. Einstaklingum sem taka prófið hefur fjölgað að nýju eftir samdrátt í kjölfar hrunsins. Engin takmörk eru fyrir því hversu oft þreyta má prófið sem er bæði munnlegt og skriflegt. Gjald fyrir þátttöku í prófi nú í desember er sjö þúsund krónur. Hlutfall þeirra sem standast prófið hefur lækkað frá 2009 þegar próftaka hófst, úr 92,9 prósentum í 81,4 árið 2012. Meðaltalið undanfarin fjögur ár meðal þeirra 1.835 sem þreytt hafa prófið er 86,7 prósent, að því er kemur fram í skýrslu Námsmatsstofnunar sem sér um framkvæmd prófanna. „Þeir sem ná ekki prófinu geta skráð sig í próf að nýju en prófin eru haldin tvisvar á ári. Ef þeim sem þreyta prófin gengur illa í tvö til þrjú skipti kunna þeir að þurfa sérúrræði. Skólagöngu viðkomandi í föðurlandinu hefur mögulega verið ábótavant vegna stríðs eða stéttaskiptingar. Aðrir þættir geta einnig skipt máli,“ segir Auður Aðalsteinsdóttir, deildarsérfræðingur hjá Námsmatsstofnun. Reglugerð um íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt tók gildi 1. janúar 2009. Undanþágur eru veittar ef telja verður ósanngjarnt að gera þá kröfu til umsækjanda að hann þurfi að taka próf. Það getur meðal annars átt við ef umsækjandi hefur náð 65 ára aldri og átt lögheimili hér á landi síðustu sjö ár áður en umsókn er lögð fram, eða ef umsækjandi er í íslenskum grunnskóla eða undir grunnskólaaldri. Skilyrði um íslenskukunnáttu þótti mikilvægt, ekki bara til þess að útlendingar gætu sinnt skyldum sínum í íslensku samfélagi, heldur einnig gætt réttinda sinna. „Þeir sem hafa fallið á íslenskuprófi fá bréf um að umsókn sé sett í bið þar til frekari upplýsingar berast um próftöku. Umsókn hefur ekki verið synjað af þeim sökum. Einstaka umsækjendur hafa óskað eftir afgreiðslu þingsins þar sem þessu skilyrði er ekki fullnægt,“ segir í skriflegu svari frá innanríkisráðuneytinu um hvort fall á íslenskuprófinu hafi komið í veg fyrir að íslenskur ríkisborgararéttur sé veittur. Langflestir þeirra sem tekið hafa prófið voru frá Filippseyjum og Póllandi. Karlar frá Suðaustur-Asíu voru líklegri en konurnar til að falla á prófinu. Marktækur munur kom ekki fram í öðrum heimshlutum, að því er kemur fram í skýrslu Námsmatsstofnunar. Árlega er 400 til 500 einstaklingum veittur íslenskur ríkisborgararéttur.Hluti úr íslenskuprófi fyrir útlendingaLesskilningur María er frá Spáni. Hún á heima á Íslandi. Hún er búin að vera á Íslandi í tólf ár. María á íslenskan mann sem heitir Finnur. Þau eiga þrjú börn. Dóttir þeirra heitir Soffía og er tíu ára. Synir þeirra heita Tómas, átta ára og Jón, sex ára. María er að vinna. Hún er að vinna á heimili fyrir gamalt fólk. María vinnur kvöldvaktir. Hún þarf að vakna klukkan hálf sjö. María vekur börnin sín klukkan sjö og gefur þeim morgunmat. Hún fer í vinnuna klukkan þrjú. Hún vinnur stundum um helgar. Hún hefur stundum frí virka daga. Í gær var sunnudagur. María var að vinna. Hún á frí í dag, mánudag. Núna er klukkan 10 og María er úti að ganga. Hún ætlar að versla seinna í dag í Smáralind. Hún ætlar að fara á bíó í kvöld með Finni, manni sínum. María saknar Spánar en finnst ágætt að vera á Íslandi. 1. Hvaðan er María? 2. Hvað eru strákarnir hennar Maríu gamlir? 3. Hvar vinnur María? 4. Hvað ætlar María að gera í kvöld? Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
508 einstaklingar þreyttu í fyrra íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt. Einstaklingum sem taka prófið hefur fjölgað að nýju eftir samdrátt í kjölfar hrunsins. Engin takmörk eru fyrir því hversu oft þreyta má prófið sem er bæði munnlegt og skriflegt. Gjald fyrir þátttöku í prófi nú í desember er sjö þúsund krónur. Hlutfall þeirra sem standast prófið hefur lækkað frá 2009 þegar próftaka hófst, úr 92,9 prósentum í 81,4 árið 2012. Meðaltalið undanfarin fjögur ár meðal þeirra 1.835 sem þreytt hafa prófið er 86,7 prósent, að því er kemur fram í skýrslu Námsmatsstofnunar sem sér um framkvæmd prófanna. „Þeir sem ná ekki prófinu geta skráð sig í próf að nýju en prófin eru haldin tvisvar á ári. Ef þeim sem þreyta prófin gengur illa í tvö til þrjú skipti kunna þeir að þurfa sérúrræði. Skólagöngu viðkomandi í föðurlandinu hefur mögulega verið ábótavant vegna stríðs eða stéttaskiptingar. Aðrir þættir geta einnig skipt máli,“ segir Auður Aðalsteinsdóttir, deildarsérfræðingur hjá Námsmatsstofnun. Reglugerð um íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt tók gildi 1. janúar 2009. Undanþágur eru veittar ef telja verður ósanngjarnt að gera þá kröfu til umsækjanda að hann þurfi að taka próf. Það getur meðal annars átt við ef umsækjandi hefur náð 65 ára aldri og átt lögheimili hér á landi síðustu sjö ár áður en umsókn er lögð fram, eða ef umsækjandi er í íslenskum grunnskóla eða undir grunnskólaaldri. Skilyrði um íslenskukunnáttu þótti mikilvægt, ekki bara til þess að útlendingar gætu sinnt skyldum sínum í íslensku samfélagi, heldur einnig gætt réttinda sinna. „Þeir sem hafa fallið á íslenskuprófi fá bréf um að umsókn sé sett í bið þar til frekari upplýsingar berast um próftöku. Umsókn hefur ekki verið synjað af þeim sökum. Einstaka umsækjendur hafa óskað eftir afgreiðslu þingsins þar sem þessu skilyrði er ekki fullnægt,“ segir í skriflegu svari frá innanríkisráðuneytinu um hvort fall á íslenskuprófinu hafi komið í veg fyrir að íslenskur ríkisborgararéttur sé veittur. Langflestir þeirra sem tekið hafa prófið voru frá Filippseyjum og Póllandi. Karlar frá Suðaustur-Asíu voru líklegri en konurnar til að falla á prófinu. Marktækur munur kom ekki fram í öðrum heimshlutum, að því er kemur fram í skýrslu Námsmatsstofnunar. Árlega er 400 til 500 einstaklingum veittur íslenskur ríkisborgararéttur.Hluti úr íslenskuprófi fyrir útlendingaLesskilningur María er frá Spáni. Hún á heima á Íslandi. Hún er búin að vera á Íslandi í tólf ár. María á íslenskan mann sem heitir Finnur. Þau eiga þrjú börn. Dóttir þeirra heitir Soffía og er tíu ára. Synir þeirra heita Tómas, átta ára og Jón, sex ára. María er að vinna. Hún er að vinna á heimili fyrir gamalt fólk. María vinnur kvöldvaktir. Hún þarf að vakna klukkan hálf sjö. María vekur börnin sín klukkan sjö og gefur þeim morgunmat. Hún fer í vinnuna klukkan þrjú. Hún vinnur stundum um helgar. Hún hefur stundum frí virka daga. Í gær var sunnudagur. María var að vinna. Hún á frí í dag, mánudag. Núna er klukkan 10 og María er úti að ganga. Hún ætlar að versla seinna í dag í Smáralind. Hún ætlar að fara á bíó í kvöld með Finni, manni sínum. María saknar Spánar en finnst ágætt að vera á Íslandi. 1. Hvaðan er María? 2. Hvað eru strákarnir hennar Maríu gamlir? 3. Hvar vinnur María? 4. Hvað ætlar María að gera í kvöld?
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira