Innlent

Íbúar miðborgar segja yfirvöld hugsa mest um hag áfengissala

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Íbúasamtök Miðborgarinnar vilja ekki hús ofan viðgömlu höfnina í Reykjavík.
Íbúasamtök Miðborgarinnar vilja ekki hús ofan viðgömlu höfnina í Reykjavík. Fréttablaðið/GVA
„Með þessari tillögu er hagsmuna íbúa ekki gætt en hagsmunir áfengissala augljóslega hafðir í huga,“ segir stjórn Íbúasamtaka Miðborgar, sem mótmælir rýmkun fyrir rekstur veitingastaða í kynntu Aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030.

Þá er mótmælt heimild fyrir fimm hæða byggingar með strandlengjunni norðanverðri í miðborginni og enn hærri byggingar meðfram samgönguásum og strandlengju í norðri. „Slíkar byggingar rýra gæði þeirra íbúahverfa sem fyrir eru og eru almennt ekki í samræmi við eldri byggð,“ segir stjórnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×