Þrír fílar Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 19. september 2013 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins sl. laugardag (14.9) ræðir Ólafur Stephensen um vanda Landspítalans og hvernig hann hljóti og verði að blasa við Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra. Margt hefur verið rætt og skrifað um vanda spítalans, einkum lyflækningasviðs, undanfarnar vikur og mánuði. Greining Ólafs er að mörgu leyti rétt, en fílarnir eru fleiri en einn. Að mínu mati eru fílarnir í postulínsbúðinni a.m.k. þrír og þeir eru allstórir. Sá fíll sem Ólafur nefnir er að mínu mati ekki sá mikilvægasti, þ.e.a.s. að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk starfi á alþjóðlegum samkeppnismarkaði, og geti fengið betur borgaða vinnu nánast hvar sem er í hinum vestræna heimi. Vissulega skiptir þetta máli, en launakjör hafa aldrei verið það sem togað hefur íslenska lækna heim aftur að loknu sérnámi erlendis. Þar hafa meiru ráðið fjölskylduþættir og tækifæri til að byggja upp góða þjónustu. Fíll númer tvö er sú staðreynd að starfsfólk Landspítalans hefur sl. áratugi, allt frá því að undirritaður byrjaði að fylgjast þar með, ekki getað treyst því að spítalinn virði gerða kjarasamninga. Öll vafaatriði hafa alltaf verið túlkuð spítalanum í hag, yfirvinna greidd seint, illa eða ekki. Hvíldartími ekki virtur, frítökuréttur ekki virtur og þannig mætti lengi telja. Ef starfsmenn spítalans gætu alltaf treyst því að þeir fengju alla sína vinnu og framlag til spítalans greitt þá myndi viðhorf þeirra til spítalans sem vinnuveitenda sennilega breytast.Stærsti fíllinn En stærsti fíllinn er líklega spítalinn sjálfur. Aðstaðan sem starfsfólki er boðin upp á og aðstaðan sem er ætlast til að við sem starfsfólk bjóðum veiku fólki upp á er fyrir neðan allar hellur og langt frá því sem er ásættanlegt. Læknar sem hafa verið í sérnámi erlendis á vel búnum háskólasjúkrahúsum á góðum launum, með vinnuveitendur sem meta þá mikils, hafa ekki mikið að sækja á Landspítalann. Unglæknar sem fara utan í sérnám um þessar mundir kveðja ekki spítalann með söknuði. Alla þessa fíla þarf heilbrigðisráðherra að sjá og reka út úr búðinni. Um fíl nr. 1 verður líklega tekist á í kjarasamningum og ráðherra getur beitt sér til að samningamenn hans horfi þar á stöðuna eins og hún er. Fíll nr. 2 fellur líklega undir húsbóndavald ráðherrans gagnvart yfirstjórn spítalans og ætti að vera auðrekinn. Fíl nr. 3 þarf ráðherra hins vegar að koma út úr ríkisstjórnarherberginu. Hann þarf að koma ráðherrum ríkisstjórnarinnar í skilning um að án ákvörðunar um að byggja nýjan spítala eru allar hinar aðgerðirnar og inngripin bara tímabundinn plástur á sárin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins sl. laugardag (14.9) ræðir Ólafur Stephensen um vanda Landspítalans og hvernig hann hljóti og verði að blasa við Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra. Margt hefur verið rætt og skrifað um vanda spítalans, einkum lyflækningasviðs, undanfarnar vikur og mánuði. Greining Ólafs er að mörgu leyti rétt, en fílarnir eru fleiri en einn. Að mínu mati eru fílarnir í postulínsbúðinni a.m.k. þrír og þeir eru allstórir. Sá fíll sem Ólafur nefnir er að mínu mati ekki sá mikilvægasti, þ.e.a.s. að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk starfi á alþjóðlegum samkeppnismarkaði, og geti fengið betur borgaða vinnu nánast hvar sem er í hinum vestræna heimi. Vissulega skiptir þetta máli, en launakjör hafa aldrei verið það sem togað hefur íslenska lækna heim aftur að loknu sérnámi erlendis. Þar hafa meiru ráðið fjölskylduþættir og tækifæri til að byggja upp góða þjónustu. Fíll númer tvö er sú staðreynd að starfsfólk Landspítalans hefur sl. áratugi, allt frá því að undirritaður byrjaði að fylgjast þar með, ekki getað treyst því að spítalinn virði gerða kjarasamninga. Öll vafaatriði hafa alltaf verið túlkuð spítalanum í hag, yfirvinna greidd seint, illa eða ekki. Hvíldartími ekki virtur, frítökuréttur ekki virtur og þannig mætti lengi telja. Ef starfsmenn spítalans gætu alltaf treyst því að þeir fengju alla sína vinnu og framlag til spítalans greitt þá myndi viðhorf þeirra til spítalans sem vinnuveitenda sennilega breytast.Stærsti fíllinn En stærsti fíllinn er líklega spítalinn sjálfur. Aðstaðan sem starfsfólki er boðin upp á og aðstaðan sem er ætlast til að við sem starfsfólk bjóðum veiku fólki upp á er fyrir neðan allar hellur og langt frá því sem er ásættanlegt. Læknar sem hafa verið í sérnámi erlendis á vel búnum háskólasjúkrahúsum á góðum launum, með vinnuveitendur sem meta þá mikils, hafa ekki mikið að sækja á Landspítalann. Unglæknar sem fara utan í sérnám um þessar mundir kveðja ekki spítalann með söknuði. Alla þessa fíla þarf heilbrigðisráðherra að sjá og reka út úr búðinni. Um fíl nr. 1 verður líklega tekist á í kjarasamningum og ráðherra getur beitt sér til að samningamenn hans horfi þar á stöðuna eins og hún er. Fíll nr. 2 fellur líklega undir húsbóndavald ráðherrans gagnvart yfirstjórn spítalans og ætti að vera auðrekinn. Fíl nr. 3 þarf ráðherra hins vegar að koma út úr ríkisstjórnarherberginu. Hann þarf að koma ráðherrum ríkisstjórnarinnar í skilning um að án ákvörðunar um að byggja nýjan spítala eru allar hinar aðgerðirnar og inngripin bara tímabundinn plástur á sárin.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun