Aukin neysla grænmetis nauðsynleg Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. september 2013 07:00 Miðað við niðurstöður nýrrar landskönnunar á mataræði Íslendinga má ætla að áhersla verði áfram lögð á aukna grænmetisneyslu. Nordichphotos/Getty Aukin áhersla verður á mataræðið í heild sinni í nýjum norrænum næringarráðleggingum sem kynntar verða formlega í októberbyrjun. Mælt er með mataræði sem inniheldur mikið af mat með trefjum frá náttúrunnar hendi þar sem fiskur og sjávarafurðir eru oft á borðum. Þá er mælt með því að nota jurtaolíur, velja fituminni mjólkurvörur og takmarka saltneyslu, að sögn dr. Ingibjargar Gunnarsdóttur, prófessors í næringarfræði. Hún segir hvert land nýta sér þær áherslur sem gefnar eru í norrænu ráðleggingunum og móti ráð um fæðuval til sinna landsmanna. „Við mótun íslenskra ráðlegginga er nauðsynlegt að taka tillit til mataræðis Íslendinga eins og það er í dag. Sem dæmi má nefna að mataræði Íslendinga hefur verið mjög próteinríkt í áratugi og þar af leiðandi engin ástæða til að leggja áherslu á aukna próteinneyslu þjóðarinnar í aðgerðum sem ætlað er að auka lýðheilsu.“ Ingibjörg tekur fram að miðað við niðurstöður landskönnunar á mataræði þjóðarinnar frá 2010 til 2011 og nýjar niðurstöður um breytingar á mataræði sex ára barna á Íslandi sem kynntar verða síðar í mánuðinum megi ætla að áhersla verði áfram lögð á að hvetja Íslendinga til aukinnar grænmetisneyslu auk þess sem gæði kolvetna verði eitt af aðalatriðunum.Ingibjörg Gunnarsdóttir„Sú áhersla felur í sér takmörkun á fínunnum kolvetnum. Í staðinn verði valið heilkorn sem kolvetnisgjafi ásamt kolvetni sem kemur úr grænmeti og ávöxtum. Ef orkuríkar fæðutegundir, eins og sykraðir drykkir, sætar bakarísvörur eða sælgæti, fínunnar kornvörur og fita í föstu formu, sem innihalda lítið af nauðsynlegum næringarefnum og trefjum, eru ríkur þáttur neyslunnar eykst hættan á langvinnum sjúkdómum og þyngdaraukningu. Einnig getur mikil neysla á unnum kjötvörum og rauðu kjöti aukið líkur á neikvæðum heilsufarsáhrifum og langvinnum sjúkdómum,“ greinir Ingibjörg frá. Hún segir rétt að taka sérstaklega fram að ráðlögð skipting orkuefnanna (kolvetni, fita, prótein) og ráðlagðir dagskammtar vítamína og steinefna eins og þeir birtast í norrænu ráðleggingunum eigi einungis við fyrir heilbrigða einstaklinga. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Aukin áhersla verður á mataræðið í heild sinni í nýjum norrænum næringarráðleggingum sem kynntar verða formlega í októberbyrjun. Mælt er með mataræði sem inniheldur mikið af mat með trefjum frá náttúrunnar hendi þar sem fiskur og sjávarafurðir eru oft á borðum. Þá er mælt með því að nota jurtaolíur, velja fituminni mjólkurvörur og takmarka saltneyslu, að sögn dr. Ingibjargar Gunnarsdóttur, prófessors í næringarfræði. Hún segir hvert land nýta sér þær áherslur sem gefnar eru í norrænu ráðleggingunum og móti ráð um fæðuval til sinna landsmanna. „Við mótun íslenskra ráðlegginga er nauðsynlegt að taka tillit til mataræðis Íslendinga eins og það er í dag. Sem dæmi má nefna að mataræði Íslendinga hefur verið mjög próteinríkt í áratugi og þar af leiðandi engin ástæða til að leggja áherslu á aukna próteinneyslu þjóðarinnar í aðgerðum sem ætlað er að auka lýðheilsu.“ Ingibjörg tekur fram að miðað við niðurstöður landskönnunar á mataræði þjóðarinnar frá 2010 til 2011 og nýjar niðurstöður um breytingar á mataræði sex ára barna á Íslandi sem kynntar verða síðar í mánuðinum megi ætla að áhersla verði áfram lögð á að hvetja Íslendinga til aukinnar grænmetisneyslu auk þess sem gæði kolvetna verði eitt af aðalatriðunum.Ingibjörg Gunnarsdóttir„Sú áhersla felur í sér takmörkun á fínunnum kolvetnum. Í staðinn verði valið heilkorn sem kolvetnisgjafi ásamt kolvetni sem kemur úr grænmeti og ávöxtum. Ef orkuríkar fæðutegundir, eins og sykraðir drykkir, sætar bakarísvörur eða sælgæti, fínunnar kornvörur og fita í föstu formu, sem innihalda lítið af nauðsynlegum næringarefnum og trefjum, eru ríkur þáttur neyslunnar eykst hættan á langvinnum sjúkdómum og þyngdaraukningu. Einnig getur mikil neysla á unnum kjötvörum og rauðu kjöti aukið líkur á neikvæðum heilsufarsáhrifum og langvinnum sjúkdómum,“ greinir Ingibjörg frá. Hún segir rétt að taka sérstaklega fram að ráðlögð skipting orkuefnanna (kolvetni, fita, prótein) og ráðlagðir dagskammtar vítamína og steinefna eins og þeir birtast í norrænu ráðleggingunum eigi einungis við fyrir heilbrigða einstaklinga.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira