Innlent

Með hálft kíló af kókaíni innvortis

Stígur Helgason skrifar
Tollverðir í flugstöðinni áttuðu sig á því að maðurinn væri hér í misjöfnum erindagjörðum.
Tollverðir í flugstöðinni áttuðu sig á því að maðurinn væri hér í misjöfnum erindagjörðum. Fréttablaðið/Valli
Tæplega tvítugur erlendur maður hefur setið í gæsluvarðhaldi frá mánudeginum 9. september eftir að hann var tekinn í flugstöð Leifs Eiríkssonar með fíkniefni innvortis.

Maðurinn kom til landsins með flugi frá Þýskalandi sunnudaginn 8. september síðastliðinn og við hefðbundið eftirlit tollgæslu vaknaði grunur um að hann væri með fíkniefni innvortis. Það stóð heima – eftir að hann var handtekinn skilaði hann af sér pakkningum sem innihéldu samtals rúmlega hálft kíló af kókaíni.

Að sögn Guðmundar Baldurssonar hjá lögreglunni á Suðurnesjum hefur ekkert komið fram við rannsókn málsins um að maðurinn hafi tengsl við Ísland. Þá hefur enginn annar verið handtekinn vegna málsins enn sem komið er.

Gæsluvarðhald yfir manninum var framlengt í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×