Innlent

Löndunarkör víða skítug

Valur Grettisson skrifar
Kör voru víða skítug.
Kör voru víða skítug.
Matvælastofnun skoðaði tuttugu hafnir af u.þ.b. sextíu sem við landið eru og fengu flestar þeirra nokkuð góða einkunn. Yfirleitt var umgengni um löndunarsvæðið góð, löndunarbúnaður hreinn og vatn til þrifa aðgengilegt.

Mesta þörf á úrbótum er hins vegar við þrif á löndunarkörum. Þrifnaði á löndunarkörum var almennt ábótavant að mati Matvælastofnunar. Algengast var að löndunarkör á höfnum, sem merkt eru Umbúðamiðlun, væru óhrein og að þau væru ekki þrifin fyrir notkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×