Samninganefndin við ESB formlega leyst frá störfum Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. september 2013 07:00 Samninganefndin nýskipuð árið 2009 ásamt Össuri Skarphéðinssyni, þáverandi utanríkisráðherra. Mynd/GVA Utanríkisráðuneytið hefur sent nefndarmönnum samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið bréf þess efnis að nefndin, ásamt samningahópunum tíu og samráðsnefnd, hafi formlega verið leyst frá störfum. Vísað er til þeirrar stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar að hlé verði gert á aðildarviðræðum við ESB og þeim ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. „Með vísan til framangreindrar stefnumörkunar og að teknu tilliti til þess að óvíst er hvort og þá hvenær viðræður hefjast á ný þykir rétt að leysa samninganefnd, samningahópa og samráðshóp formlega frá störfum,“ segir í bréfinu, sem dagsett er 6. september og undirritað af Einari Gunnarssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu „Sú vinna sem unnin hefur verið mun án efa nýtast í samskiptum við Evrópusambandið,“ segir enn fremur í bréfinu. „Þá er rétt að árétta að lausn samninganefndar og hópa frá störfum þýðir ekki að viðræðum hafi verið slitið. Það er önnur og sérstök ákvörðun.“ Í samninganefndinni sitja sautján manns, sem allir hafa nú verið leystir frá störfum. Að auki hafa tugir manna setið í samningahópunum tíu og samráðshópnum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í síðasta mánuði, á fundi með utanríkismálanefnd Alþingis, að hann væri að íhuga að leysa samninganefnd Íslands og einstaka hópa frá störfum. Össur Skarphéðinsson, forveri Gunnars Braga í embætti utanríkisráðherra, sagði við það tækifæri að gerði Gunnar Bragi alvöru úr því væri hann að ganga á bak eigin orða: „Hann hafði lýst því yfir opinberlega að það ætti að gera úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu og stöðu viðræðna og leggja það fyrir þingið. Síðan yrðu teknar ákvarðanir í framhaldi af því,“ sagði Össur í viðtali á Stöð 2. „Þetta er bara framhald út af því hléi sem gert hefur verið og á ekki að koma neinum á óvart,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og tekur fram að Evrópusambandið hafi gert slíkt hið sama og sett sitt fólk til annarra starfa. Hann segir enga ástæðu hafa verið til að bíða úttektar þingsins á stöðunni gagnvart ESB, sem leggja átti fram í haust. „Nei, það er engin ástæða til þess vegna þess að þessi ríkisstjórn hefur talað skýrt um að hún ætlar ekki að halda áfram viðræðum.“ Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur sent nefndarmönnum samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið bréf þess efnis að nefndin, ásamt samningahópunum tíu og samráðsnefnd, hafi formlega verið leyst frá störfum. Vísað er til þeirrar stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar að hlé verði gert á aðildarviðræðum við ESB og þeim ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. „Með vísan til framangreindrar stefnumörkunar og að teknu tilliti til þess að óvíst er hvort og þá hvenær viðræður hefjast á ný þykir rétt að leysa samninganefnd, samningahópa og samráðshóp formlega frá störfum,“ segir í bréfinu, sem dagsett er 6. september og undirritað af Einari Gunnarssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu „Sú vinna sem unnin hefur verið mun án efa nýtast í samskiptum við Evrópusambandið,“ segir enn fremur í bréfinu. „Þá er rétt að árétta að lausn samninganefndar og hópa frá störfum þýðir ekki að viðræðum hafi verið slitið. Það er önnur og sérstök ákvörðun.“ Í samninganefndinni sitja sautján manns, sem allir hafa nú verið leystir frá störfum. Að auki hafa tugir manna setið í samningahópunum tíu og samráðshópnum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í síðasta mánuði, á fundi með utanríkismálanefnd Alþingis, að hann væri að íhuga að leysa samninganefnd Íslands og einstaka hópa frá störfum. Össur Skarphéðinsson, forveri Gunnars Braga í embætti utanríkisráðherra, sagði við það tækifæri að gerði Gunnar Bragi alvöru úr því væri hann að ganga á bak eigin orða: „Hann hafði lýst því yfir opinberlega að það ætti að gera úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu og stöðu viðræðna og leggja það fyrir þingið. Síðan yrðu teknar ákvarðanir í framhaldi af því,“ sagði Össur í viðtali á Stöð 2. „Þetta er bara framhald út af því hléi sem gert hefur verið og á ekki að koma neinum á óvart,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og tekur fram að Evrópusambandið hafi gert slíkt hið sama og sett sitt fólk til annarra starfa. Hann segir enga ástæðu hafa verið til að bíða úttektar þingsins á stöðunni gagnvart ESB, sem leggja átti fram í haust. „Nei, það er engin ástæða til þess vegna þess að þessi ríkisstjórn hefur talað skýrt um að hún ætlar ekki að halda áfram viðræðum.“
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira