Innlent

Hafa tekið 149 fyrir fíkniefnaakstur

Haraldur Guðmundsson skrifar
Sumir ökumenn brutu ítrekað af sér.
Sumir ökumenn brutu ítrekað af sér. Fréttablaðið/HARI
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á árinu skráð 149 akstursbrot þar sem ökumenn voru undir áhrifum fíkniefna.

Á sama tímabili í fyrra voru 89 brot skráð og því er um 67 prósenta aukningu að ræða milli árshluta.

Í tilkynningu sem embættið sendi frá sér er tekið fram að fjöldi þessara akstursbrota segi ekki til um fjölda ökumanna sem óku undir áhrifum fíkniefna, því sumir ökumenn brutu ítrekað af sér. Embættið nefnir sem dæmi ökumann sem var tekinn níu sinnum fyrir fíkniefnaakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×