Auglýst eftir ábyrgð! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 6. september 2013 06:00 Að undanförnu hafa stjórnarliðar fært fyrir því kostuleg rök að auðlegðarskattur hljóti nú að leggjast af. Þeir telja að sökum þess að lagaákvæði þar um hafi ekki ótímabundið gildi verði skatturinn að hverfa. Ekki er nú hátt risið á slíkum málflutningi þegar betur er að gáð. Nægur tími er til stefnu út þetta ár að gera fullnægjandi ráðstafanir hvað tekjuöflun á þessum forsendum eins og öðrum varðar, samhliða afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2014. Ekki hef ég heldur frétt af því að nýja ríkisstjórn skorti þingstyrk til að koma þeim málum fram sem hún vill og tengjast hag ríkisins. Viljinn til þess er allt annað mál og hann virðist skorta í þessu tilviki. Annaðhvort vilja menn eða vilja ekki framlengja það fyrirkomulag að nokkur þúsund efnuðustu einstaklingar og fjölskyldur samfélagsins leggi lítils háttar aukalega af mörkum á þessum erfiðu tímum og í samræmi við auð sinn. Ekki skorti þingstyrk þegar stjórnin kom þeim til hjálpar sl. vor sem hún augljóslega mat í mestri þörf fyrir ívilnandi ráðstafanir, sem eins og kunnugt er voru sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan. Eins má spyrja hvort til standi að beita sömu röksemdum víðar og þannig t.d. ekki uppfæra til verðlags ýmsa tekjupósta bundna föstum krónutölum í lögum til árs í senn? Vonandi ekki og þar með hrynur málsvörnin. Ríkisstjórnin mun væntanlega leggja til við Alþingi í ráðstöfunarfrumvörpum eða í bandormi margs konar uppfærslur til verðlags, framlengingu ráðstafana með tímabundið gildi o.s.frv. Ábyrgðin á slíkum ráðstöfunum og meðferð ríkisfjármála í heild liggur hjá sitjandi ríkisstjórn og meirihluta hennar hverju sinni og hvergi annars staðar.Margs konar ráðstafanir með tímabundið gildi Auðlegðarskattar, stóreigna- eða eignaskattar eru vel þekkt fyrirbæri að gömlu og nýju. Skattandlagið er auður, þ.e. yfirleitt hreinar eignir fólks umfram skuldir, samkvæmt nánari skilgreiningu. Hér var valin sú leið að taka upp raunverulegan auðlegðar- eða stóreignaskatt þar sem einungis yrði greitt af hreinni eign ofan við tiltölulega há fjárhæðarmörk á íslenskan mælikvarða, enda greiðendurnir aðeins nokkur þúsund auðugustu einstaklingar og fjölskyldur landsins eins og áður sagði. Tiltölulega hliðstæður skattur er við líði í Noregi svo dæmi sé tekið og nefnist þar „formue“-skattur. Í mörgum öðrum löndum þar sem glímt hefur verið við efnahagserfiðleika hafa menn að undanförnu ýmist tekið upp einhverjar hliðstæður eða áforma að gera það. Auðlegðarskatturinn var innleiddur sem liður í fjölþættum og viðamiklum aðgerðum til að forða ríkissjóði Íslands frá gjaldþroti. Mjög margar þessara ráðstafana voru, a.m.k. í fyrstu, innleiddar til eins eða nokkurra ára í senn. Gilti það bæði um tekjuöflunaraðgerðir, sparnaðarráðstafanir og ívilnandi eða hvetjandi ráðstafanir. Má í þeim hópi nefna; kolefnisgjald (sem seinna var gert ótímabundið), auðlindagjald á orku, fjársýsluskatt á fjármálaþjónustu, 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhalds og endurbóta á íbúðarhúsnæði og húsnæði sveitarfélaga („allir vinna“ átakið), heimild til úttektar séreignasparnaðar, minni frádráttarbærni vegna inngreiðslna í séreignarsjóði og þannig mætti áfram telja. Ýmsar ástæður voru fyrir þessu. Sumar voru nýmæli og því líklegt að einhverjar breytingar kynnu að vera gerðar samhliða framlengingu. Stundum var verið að innleiða breytingar í áföngum. Í öðrum tilvikum þótti með tímabundnu gildi ástæða til að undirstrika að viðkomandi ráðstöfunum væri ekki endilega ætlað að standa óbreyttum að eilífu og allt þetta auðvitað háð framvindu efnahags- og ríkisfjármálanna.Afnám auðlegðarskatts = 8-9 milljarða niðurskurður? Aðalatriði málsins er þó að allar þessar víðtæku aðgerðir voru og eru hluti af áætlun í ríkisfjármálum til meðallangs tíma. Fyrst áætlun í ríkisfjármálum 2009-2013, svo 2012-2015 (Herðubreið) og loks 2013-2016 (Keilir). Í þessum áætlunum eða ritum, sem og í greinargerðum með fjárlagafrumvörpum og víðar, hefur alltaf verið gerð grein fyrir því að viðkomandi ráðstafanir séu hluti af forsendum ríkisfjármálaáætlunarinnar. Með öðrum orðum, taki þær breytingum til lækkunar eða hverfi, þurfa aðrar jafngildar ráðstafanir að koma til á móti svo forsendur áætlunarinnar haldi. Það er undan þessum veruleika sem núverandi ríkisstjórn kemst ekki með útúrsnúningum. Ef mikilvægur tekjupóstur eins og auðlegðarskatturinn hverfur á einu bretti, tekjur upp á 8-9 milljarða króna, er stórt skarð höggvið í ríkisfjármálaáætlun næstu ára í viðbót við það sem fór fyrir borð í vor. Með því að breyta einu einasta ártali í lögum um tekju- og eignaskatt má framlengja auðlegðarskattinn til eins eða fleiri ára í senn. Ef stjórnarmeirihlutinn ræður ekki við það tæknilega má vera honum innan handar. Pólitíska ábyrgðin er meirihlutans hvernig sem fer. En hér er fyrst og fremst lýst eftir ábyrgð almennt. Ábyrgð og aftur ábyrgð í ríkisfjármálum er það sem gildir. Annað er landinu stórhættulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa stjórnarliðar fært fyrir því kostuleg rök að auðlegðarskattur hljóti nú að leggjast af. Þeir telja að sökum þess að lagaákvæði þar um hafi ekki ótímabundið gildi verði skatturinn að hverfa. Ekki er nú hátt risið á slíkum málflutningi þegar betur er að gáð. Nægur tími er til stefnu út þetta ár að gera fullnægjandi ráðstafanir hvað tekjuöflun á þessum forsendum eins og öðrum varðar, samhliða afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2014. Ekki hef ég heldur frétt af því að nýja ríkisstjórn skorti þingstyrk til að koma þeim málum fram sem hún vill og tengjast hag ríkisins. Viljinn til þess er allt annað mál og hann virðist skorta í þessu tilviki. Annaðhvort vilja menn eða vilja ekki framlengja það fyrirkomulag að nokkur þúsund efnuðustu einstaklingar og fjölskyldur samfélagsins leggi lítils háttar aukalega af mörkum á þessum erfiðu tímum og í samræmi við auð sinn. Ekki skorti þingstyrk þegar stjórnin kom þeim til hjálpar sl. vor sem hún augljóslega mat í mestri þörf fyrir ívilnandi ráðstafanir, sem eins og kunnugt er voru sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan. Eins má spyrja hvort til standi að beita sömu röksemdum víðar og þannig t.d. ekki uppfæra til verðlags ýmsa tekjupósta bundna föstum krónutölum í lögum til árs í senn? Vonandi ekki og þar með hrynur málsvörnin. Ríkisstjórnin mun væntanlega leggja til við Alþingi í ráðstöfunarfrumvörpum eða í bandormi margs konar uppfærslur til verðlags, framlengingu ráðstafana með tímabundið gildi o.s.frv. Ábyrgðin á slíkum ráðstöfunum og meðferð ríkisfjármála í heild liggur hjá sitjandi ríkisstjórn og meirihluta hennar hverju sinni og hvergi annars staðar.Margs konar ráðstafanir með tímabundið gildi Auðlegðarskattar, stóreigna- eða eignaskattar eru vel þekkt fyrirbæri að gömlu og nýju. Skattandlagið er auður, þ.e. yfirleitt hreinar eignir fólks umfram skuldir, samkvæmt nánari skilgreiningu. Hér var valin sú leið að taka upp raunverulegan auðlegðar- eða stóreignaskatt þar sem einungis yrði greitt af hreinni eign ofan við tiltölulega há fjárhæðarmörk á íslenskan mælikvarða, enda greiðendurnir aðeins nokkur þúsund auðugustu einstaklingar og fjölskyldur landsins eins og áður sagði. Tiltölulega hliðstæður skattur er við líði í Noregi svo dæmi sé tekið og nefnist þar „formue“-skattur. Í mörgum öðrum löndum þar sem glímt hefur verið við efnahagserfiðleika hafa menn að undanförnu ýmist tekið upp einhverjar hliðstæður eða áforma að gera það. Auðlegðarskatturinn var innleiddur sem liður í fjölþættum og viðamiklum aðgerðum til að forða ríkissjóði Íslands frá gjaldþroti. Mjög margar þessara ráðstafana voru, a.m.k. í fyrstu, innleiddar til eins eða nokkurra ára í senn. Gilti það bæði um tekjuöflunaraðgerðir, sparnaðarráðstafanir og ívilnandi eða hvetjandi ráðstafanir. Má í þeim hópi nefna; kolefnisgjald (sem seinna var gert ótímabundið), auðlindagjald á orku, fjársýsluskatt á fjármálaþjónustu, 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhalds og endurbóta á íbúðarhúsnæði og húsnæði sveitarfélaga („allir vinna“ átakið), heimild til úttektar séreignasparnaðar, minni frádráttarbærni vegna inngreiðslna í séreignarsjóði og þannig mætti áfram telja. Ýmsar ástæður voru fyrir þessu. Sumar voru nýmæli og því líklegt að einhverjar breytingar kynnu að vera gerðar samhliða framlengingu. Stundum var verið að innleiða breytingar í áföngum. Í öðrum tilvikum þótti með tímabundnu gildi ástæða til að undirstrika að viðkomandi ráðstöfunum væri ekki endilega ætlað að standa óbreyttum að eilífu og allt þetta auðvitað háð framvindu efnahags- og ríkisfjármálanna.Afnám auðlegðarskatts = 8-9 milljarða niðurskurður? Aðalatriði málsins er þó að allar þessar víðtæku aðgerðir voru og eru hluti af áætlun í ríkisfjármálum til meðallangs tíma. Fyrst áætlun í ríkisfjármálum 2009-2013, svo 2012-2015 (Herðubreið) og loks 2013-2016 (Keilir). Í þessum áætlunum eða ritum, sem og í greinargerðum með fjárlagafrumvörpum og víðar, hefur alltaf verið gerð grein fyrir því að viðkomandi ráðstafanir séu hluti af forsendum ríkisfjármálaáætlunarinnar. Með öðrum orðum, taki þær breytingum til lækkunar eða hverfi, þurfa aðrar jafngildar ráðstafanir að koma til á móti svo forsendur áætlunarinnar haldi. Það er undan þessum veruleika sem núverandi ríkisstjórn kemst ekki með útúrsnúningum. Ef mikilvægur tekjupóstur eins og auðlegðarskatturinn hverfur á einu bretti, tekjur upp á 8-9 milljarða króna, er stórt skarð höggvið í ríkisfjármálaáætlun næstu ára í viðbót við það sem fór fyrir borð í vor. Með því að breyta einu einasta ártali í lögum um tekju- og eignaskatt má framlengja auðlegðarskattinn til eins eða fleiri ára í senn. Ef stjórnarmeirihlutinn ræður ekki við það tæknilega má vera honum innan handar. Pólitíska ábyrgðin er meirihlutans hvernig sem fer. En hér er fyrst og fremst lýst eftir ábyrgð almennt. Ábyrgð og aftur ábyrgð í ríkisfjármálum er það sem gildir. Annað er landinu stórhættulegt.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun