Lestur brúar kynslóðabil Brynhildur Þórarinsdóttir og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skrifar 6. september 2013 06:00 Það er góður og sem betur fer útbreiddur siður að foreldrar lesi fyrir börnin sín áður en þau sofna á kvöldin. Sögustundin er einn dýrmætasti tími dagsins hjá önnum köfnum foreldrum og útkeyrðum fjörkálfum. Hún styrkir tengsl foreldra og barna, skapar kyrrð og ró og kastar töfrum slunginni værð yfir börnin. Um leið örvar hún ímyndunarafl og málþroska barnanna, veitir þeim innsýn í önnur lönd og ævintýraheima; kennir þeim að setja sig í spor annarra og skipta um sjónarhól. Börn og unglingar sem alast upp við reglubundinn lestur eru lánsöm, þau munu búa að því alla ævi. Einhvern tímann munu þau taka börnin sín, frændsystkini eða barnabörn í fangið, segja þeim sögur og lesa fyrir þau og halda þannig hefðinni áfram. Börn hafa alltaf notið þess að hlusta á sögur og þau munu njóta þess áfram, hvar sem þau eru í heiminum. Við njótum þess reyndar öll að hlusta á vel sagða sögu eða áhugaverðan upplestur, hvort sem við erum lítil eða stór. Húslestur hafði ofan af fyrir þjóðinni öldum saman. Einn úr hópnum las upphátt fyrir hina eða sagði sögur og skipti þá engu hvort áheyrendur voru börn, unglingar eða fullorðnir. Fólk naut þess að hlusta saman og ræða saman um söguna. Ósjaldan voru það afi eða amma sem sögðu sögur; gjarnan þjóðsögur, ævintýri eða minningar úr eigin æsku. Með minnkandi samskiptum kynslóðanna gefast börnum æ sjaldnar tækifæri til að biðja ömmu og afa að segja sér sögu og upplifa með þeim þá ró og ánægju sem fylgir því. Það er því mikils virði að nýta þau tækifæri sem gefast til að styrkja tengsl milli kynslóða með lestri, frásögnum, samræðum og samveru.Dagur læsis Sunnudagurinn 8. september er alþjóðlegur dagur læsis. Í þetta sinn er dagurinn hér á landi helgaður lestri yngri og eldri kynslóðanna. Í tilefni dagsins viljum við minna á gildi gamla góða húslestrarins; að kynslóðirnar sameinist yfir góðu lesefni og njóti þess að ferðast saman á sagnaslóðir. Það er svo mikilvægt að lesið sé fyrir börn og með börnum, að börn fái lestraruppeldi, læri að njóta lestrar og leggja við hlustir. Afi og amma tekið þátt í að kenna það. Með eldri börnum eykst fjölbreytileiki lesefnis í takti við áhugasvið þeirra og fjölskyldumeðlimir geta allt eins lesið upphátt hver fyrir annan af spjaldtölvum, snjallsímum eða úr fréttablöðum og tímaritum. Leggjum ekki sögustundirnar af þó að börnin séu orðin læs. Þau þurfa á þeim að halda. Notum bækur til að brúa kynslóðabilið, hvort sem þær eru úr pappír eða birtast á skjáum. Fáum unglingana til að kenna afa og ömmu að nota lesbretti, spjaldtölvur og hljóðbækur. Það er öldruðum mikils virði að geta áfram notið bókmennta og lesið fréttablöð þó að erfiðara sé orðið að lesa af prenti. Umfram allt, njótum lestrar og samvista á degi læsis. Dagskrá alþjóðadags læsis má finna á síðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er góður og sem betur fer útbreiddur siður að foreldrar lesi fyrir börnin sín áður en þau sofna á kvöldin. Sögustundin er einn dýrmætasti tími dagsins hjá önnum köfnum foreldrum og útkeyrðum fjörkálfum. Hún styrkir tengsl foreldra og barna, skapar kyrrð og ró og kastar töfrum slunginni værð yfir börnin. Um leið örvar hún ímyndunarafl og málþroska barnanna, veitir þeim innsýn í önnur lönd og ævintýraheima; kennir þeim að setja sig í spor annarra og skipta um sjónarhól. Börn og unglingar sem alast upp við reglubundinn lestur eru lánsöm, þau munu búa að því alla ævi. Einhvern tímann munu þau taka börnin sín, frændsystkini eða barnabörn í fangið, segja þeim sögur og lesa fyrir þau og halda þannig hefðinni áfram. Börn hafa alltaf notið þess að hlusta á sögur og þau munu njóta þess áfram, hvar sem þau eru í heiminum. Við njótum þess reyndar öll að hlusta á vel sagða sögu eða áhugaverðan upplestur, hvort sem við erum lítil eða stór. Húslestur hafði ofan af fyrir þjóðinni öldum saman. Einn úr hópnum las upphátt fyrir hina eða sagði sögur og skipti þá engu hvort áheyrendur voru börn, unglingar eða fullorðnir. Fólk naut þess að hlusta saman og ræða saman um söguna. Ósjaldan voru það afi eða amma sem sögðu sögur; gjarnan þjóðsögur, ævintýri eða minningar úr eigin æsku. Með minnkandi samskiptum kynslóðanna gefast börnum æ sjaldnar tækifæri til að biðja ömmu og afa að segja sér sögu og upplifa með þeim þá ró og ánægju sem fylgir því. Það er því mikils virði að nýta þau tækifæri sem gefast til að styrkja tengsl milli kynslóða með lestri, frásögnum, samræðum og samveru.Dagur læsis Sunnudagurinn 8. september er alþjóðlegur dagur læsis. Í þetta sinn er dagurinn hér á landi helgaður lestri yngri og eldri kynslóðanna. Í tilefni dagsins viljum við minna á gildi gamla góða húslestrarins; að kynslóðirnar sameinist yfir góðu lesefni og njóti þess að ferðast saman á sagnaslóðir. Það er svo mikilvægt að lesið sé fyrir börn og með börnum, að börn fái lestraruppeldi, læri að njóta lestrar og leggja við hlustir. Afi og amma tekið þátt í að kenna það. Með eldri börnum eykst fjölbreytileiki lesefnis í takti við áhugasvið þeirra og fjölskyldumeðlimir geta allt eins lesið upphátt hver fyrir annan af spjaldtölvum, snjallsímum eða úr fréttablöðum og tímaritum. Leggjum ekki sögustundirnar af þó að börnin séu orðin læs. Þau þurfa á þeim að halda. Notum bækur til að brúa kynslóðabilið, hvort sem þær eru úr pappír eða birtast á skjáum. Fáum unglingana til að kenna afa og ömmu að nota lesbretti, spjaldtölvur og hljóðbækur. Það er öldruðum mikils virði að geta áfram notið bókmennta og lesið fréttablöð þó að erfiðara sé orðið að lesa af prenti. Umfram allt, njótum lestrar og samvista á degi læsis. Dagskrá alþjóðadags læsis má finna á síðunni.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun