Í upphafi skólaárs Guðmundur S. Johnsen skrifar 6. september 2013 06:00 Á hverju ári komast hundruð foreldra hér á landi að því að börn þeirra eiga við lestrarerfiðleika að etja. Í sumum tilvikum kemur í ljós að um lesblindu (dyslexia) er að ræða. Sem gefur að skilja er það nokkuð áfall fyrir foreldra sem átta sig á að þetta hefur veruleg áhrif á framtíð barna þeirra. Í framhaldinu velta þeir fyrir sér hvernig skólagöngu þeirra verður háttað. Hvers er að vænta, getur skólakerfið tryggt lesblindum börnum þá menntun sem öðrum börnum stendur til boða? Því miður er alvarlegur misbrestur á því og það verða foreldrar fljótlega varir við þegar þeir fara að skoða þá aðstoð sem skólakerfið býður upp á. Reglulega hringja áhyggjufullir foreldrar á skrifstofu okkar hjá Félagi lesblindra og vilja fá að vita hvaða úrræði standa til boða og hvernig hægt er að bregðast við. Í sumum tilvikum þurfa þeir að fá aðstoð við að meðtaka þessa staðreynd sem vissulega getur haft talsverð áhrif á framtíð barna þeirra.Enn í mestu vandræðum Þótt ýmislegt hafi áunnist á skólakerfið enn í mestu vandræðum með að sinna þörfum þessa hóps. Hætt er við að önnur vandamál skyggi á þarfir lesblindra en nú er talið að um 30% grunnskólanema séu í sérkennslu og um helmingur þeirra sé án formlegrar greiningar. Hvernig ætlar skólakerfið að taka á þessum málum og tryggja um leið réttindi þeirra sem eiga við lestrarerfiðleika og lesblindu að eiga? Stefnumörkun grunnskólalaganna (nr. 63/1974) í sérkennslumálum var skýr. Þeir nemendur sem vegna fötlunar sinnar geta ekki notið venjulegrar kennslu eiga rétt á sérstakri kennslu við sitt hæfi. Í sérkennslu felst að það eru sett önnur markmið, ólíkt námsefni, umgjörð og aðferðir.Nýta má nýja tækni Félag lesblindra telur að úr þessari sérkennsluþörf megi leysa með því að nýta nýja tækni. Þess vegna hefur félagið margoft bent á möguleika þess að hafa skóla án bóka. Þótt lesblinda hafi verið undangengnum kynslóðum erfið er ekkert sem segir að hún þurfi að vera það fyrir komandi kynslóðir. Með betri skilningi, bættum greiningaraðferðum en þó ekki síst nýrri tækni ætti að vera auðvelt að búa til skóla án bóka. Í nútímaþjóðfélagi ætti mismunun þegar kemur að texta að vera óþörf. Í dag finnast tæki sem duga til að yfirvinna þá fötlun sem lesblindir glíma við. Það höfum við hjá Félagi lesblindra margoft bent á en skólakerfið þarf að vakna til lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á hverju ári komast hundruð foreldra hér á landi að því að börn þeirra eiga við lestrarerfiðleika að etja. Í sumum tilvikum kemur í ljós að um lesblindu (dyslexia) er að ræða. Sem gefur að skilja er það nokkuð áfall fyrir foreldra sem átta sig á að þetta hefur veruleg áhrif á framtíð barna þeirra. Í framhaldinu velta þeir fyrir sér hvernig skólagöngu þeirra verður háttað. Hvers er að vænta, getur skólakerfið tryggt lesblindum börnum þá menntun sem öðrum börnum stendur til boða? Því miður er alvarlegur misbrestur á því og það verða foreldrar fljótlega varir við þegar þeir fara að skoða þá aðstoð sem skólakerfið býður upp á. Reglulega hringja áhyggjufullir foreldrar á skrifstofu okkar hjá Félagi lesblindra og vilja fá að vita hvaða úrræði standa til boða og hvernig hægt er að bregðast við. Í sumum tilvikum þurfa þeir að fá aðstoð við að meðtaka þessa staðreynd sem vissulega getur haft talsverð áhrif á framtíð barna þeirra.Enn í mestu vandræðum Þótt ýmislegt hafi áunnist á skólakerfið enn í mestu vandræðum með að sinna þörfum þessa hóps. Hætt er við að önnur vandamál skyggi á þarfir lesblindra en nú er talið að um 30% grunnskólanema séu í sérkennslu og um helmingur þeirra sé án formlegrar greiningar. Hvernig ætlar skólakerfið að taka á þessum málum og tryggja um leið réttindi þeirra sem eiga við lestrarerfiðleika og lesblindu að eiga? Stefnumörkun grunnskólalaganna (nr. 63/1974) í sérkennslumálum var skýr. Þeir nemendur sem vegna fötlunar sinnar geta ekki notið venjulegrar kennslu eiga rétt á sérstakri kennslu við sitt hæfi. Í sérkennslu felst að það eru sett önnur markmið, ólíkt námsefni, umgjörð og aðferðir.Nýta má nýja tækni Félag lesblindra telur að úr þessari sérkennsluþörf megi leysa með því að nýta nýja tækni. Þess vegna hefur félagið margoft bent á möguleika þess að hafa skóla án bóka. Þótt lesblinda hafi verið undangengnum kynslóðum erfið er ekkert sem segir að hún þurfi að vera það fyrir komandi kynslóðir. Með betri skilningi, bættum greiningaraðferðum en þó ekki síst nýrri tækni ætti að vera auðvelt að búa til skóla án bóka. Í nútímaþjóðfélagi ætti mismunun þegar kemur að texta að vera óþörf. Í dag finnast tæki sem duga til að yfirvinna þá fötlun sem lesblindir glíma við. Það höfum við hjá Félagi lesblindra margoft bent á en skólakerfið þarf að vakna til lífsins.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun