Sjóðir Vísinda- og tækniráðs: Undirstaða rannsókna og nýsköpunar á Íslandi Þórarinn Guðjónsson skrifar 5. september 2013 06:00 Þekkingarsköpun er dýrmæt auðlind sem stuðlar að hagvexti þjóða. Þetta hafa margar alþjóðlegar skýrslur bent á. Á Íslandi er mikill áhugi á þekkingarsköpun og hagnýtingu þekkingar. Háskólar, vísinda- og fræðasamfélagið, frumkvöðlar sprotafyrirtækja, fulltrúar fullvaxta þekkingarfyrirtækja og stjórnmálamenn eru sammála um mikilvægi þekkingarsköpunar. Þrátt fyrir þetta er tregða í kerfinu hvernig við fjármögnum þekkingarsköpun. Það er engum vafa undirorpið að háskólar og rannsóknastofnanir þurfa grunnfjárveitingu til reksturs. Hins vegar erum við ekki að hlúa nægjanlega vel að stuðningi við einstök rannsókna- og nýsköpunarverkefni sem leiðir til þess að framsækin og lofandi verkefni dagar uppi vegna fjárskorts og nýjar hugmyndir fá ekki brautargengi. En hvernig er best að fjármagna slík verkefni? Það er margsannreynt að samkeppnissjóðir eru besta leiðin til að fjármagna grunnrannsóknir og nýsköpun. Vísindamenn sækja um styrki úr samkeppnissjóðum í samkeppni við aðra vísindamenn. Allar umsóknirnar eru sendar í jafningjamat og aðeins bestu verkefnin fá brautargengi. Samkeppnissjóðir Vísinda- og tækniráðs eru grundvöllur fjármögnunar grunnrannsókna, tækniþróunar og uppbyggingar innviða við íslenska háskóla og rannsóknastofnanir. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna beitti sér fyrir eflingu þessara sjóða á síðasta kjörtímabili og er mikilvægt að núverandi stjórnvöld standi vörð um þessa sjóði í næstu fjárlögum.Sjóðir Vísinda- og tækniráðs RANNÍS – Rannsóknamiðstöð Íslands er umsýslustofnun fyrir sjóði sem heyra undir Vísinda- og tækniráð. Stofnunin hefur gegnt veigamiklu hlutverki í faglegri umgjörð sjóðanna og sinnt því af mikilli fagmennsku. En hvaða sjóðir eru þetta og hvaða hlutverki sinna þeir? Helstu samkeppnissjóðir Vísinda- og tækniráðs eru Rannsóknasjóður, Tækniþróunarsjóður og Tækjasjóður (nú Innviðasjóður). Þessir sjóðir styrkja grunnrannsóknir, nýsköpun og tækniþróun í landinu og eru grundvöllur þess að Ísland hefur náð fótfestu sem þekkingarsamfélag á undanförnum áratugum. Það er afar brýnt að þessir sjóðir verði efldir enn frekar á næstu árum í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs síðustu ár, en hluti rannsóknafjármagns sem veitt er til samkeppnissjóða á Íslandi er enn mun lægra en gerist t.d. annars staðar á Norðurlöndum. Efling sjóðanna eykur þekkingar- og nýsköpun og opnar leiðir fyrir hagnýtingu nýsköpunar, sem svo leiðir til aukinnar verðmætasköpunar, auk þess að styrkja menningarlegar stoðir samfélagsins.Rannsóknasjóður Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna. Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Allar umsóknir eru sendar í jafningjamat erlendis til þess að lágmarka líkur á hagsmunatengslum við mat umsókna. Rannsóknasjóður er hryggjarstykkið í fjármögnun grunnrannsókna við háskóla- og rannsóknastofnanir í landinu. Afrakstur þessara rannsókna er ný þekking óháð fræðasviðum. Mælikvarði á árangur er m.a. ritrýndar vísindagreinar, einkaleyfi, útskrifaðir meistara- og doktorsnemar og ýmiss konar þekking sem opnar fyrir ný tækifæri. Langstærstum hluta veittra styrkja er varið til launa framhaldsnema og nýdoktora og skila framlög í Rannsóknasjóð sér því beint til atvinnusköpunar.Tækniþróunarsjóður Mikilvægt er að auka fjölbreytni atvinnulífsins og hraða uppbyggingu þekkingar- og hátæknistarfsemi. Það er hlutverk Tækniþróunarsjóðs að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Í mörgum tilvikum leiða niðurstöður sem fást úr rannsóknaverkefnum styrktum af Rannsóknasjóði til þess að nýsköpunargildi rannsóknanna gefa möguleika á arðbærri fjárfestingu. Þessi verkefni þurfa oft viðbótarfjármögnun til frekari rannsókna áður en áhættufjárfestar eru tilbúnir að leggja fé í verkefnin. Tækniþróunarsjóður er mikilvægur sjóður fyrir fjárhagslega ábatasamar hugmyndir.Innviðasjóður Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi. Innviðasjóður veitir styrki til kaupa á rannsóknatækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framgang og framfarir í rannsóknum. Allar rannsóknastofnanir á Íslandi, þ.m.t. háskólar, hafa litla sem enga fjármuni til að byggja upp rannsóknainnviði og treysta því á Innviðasjóð Vísinda- og tækniráðs. Hlutverk sjóðsins hefur verið útvíkkað en áður veitti sjóðurinn eingöngu styrki til tækjakaupa. Framlög til Innviðasjóðs hafa ekkert aukist þrátt fyrir að hlutverk sjóðsins hafi verið víkkað og því brýnt að framlög til sjóðsins verði efld á næstu misserum.Efling samkeppnissjóða Með því að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs erum við um leið að styrkja háskóla og rannsóknastofnanir í landinu og stuðla að atvinnu- og verðmætasköpun. Vísindamenn sækja um styrki í samkeppnissjóði á grundvelli hæfni og árangurs og draga því fjármuni til þeirra stofnana sem þeir starfa hjá. Öflugt innlent stuðningsnet eykur auk þess möguleika vísindamanna á Íslandi í samkeppni um erlenda rannsóknastyrki, sem skila sér í beinum gjaldeyristekjum fyrir þjóðina. Það er afar brýnt að stjórnvöld geri sér grein fyrir mikilvægi samkeppnissjóða og hafi það sem forgang að efla þá í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Þekkingarsköpun er dýrmæt auðlind sem stuðlar að hagvexti þjóða. Þetta hafa margar alþjóðlegar skýrslur bent á. Á Íslandi er mikill áhugi á þekkingarsköpun og hagnýtingu þekkingar. Háskólar, vísinda- og fræðasamfélagið, frumkvöðlar sprotafyrirtækja, fulltrúar fullvaxta þekkingarfyrirtækja og stjórnmálamenn eru sammála um mikilvægi þekkingarsköpunar. Þrátt fyrir þetta er tregða í kerfinu hvernig við fjármögnum þekkingarsköpun. Það er engum vafa undirorpið að háskólar og rannsóknastofnanir þurfa grunnfjárveitingu til reksturs. Hins vegar erum við ekki að hlúa nægjanlega vel að stuðningi við einstök rannsókna- og nýsköpunarverkefni sem leiðir til þess að framsækin og lofandi verkefni dagar uppi vegna fjárskorts og nýjar hugmyndir fá ekki brautargengi. En hvernig er best að fjármagna slík verkefni? Það er margsannreynt að samkeppnissjóðir eru besta leiðin til að fjármagna grunnrannsóknir og nýsköpun. Vísindamenn sækja um styrki úr samkeppnissjóðum í samkeppni við aðra vísindamenn. Allar umsóknirnar eru sendar í jafningjamat og aðeins bestu verkefnin fá brautargengi. Samkeppnissjóðir Vísinda- og tækniráðs eru grundvöllur fjármögnunar grunnrannsókna, tækniþróunar og uppbyggingar innviða við íslenska háskóla og rannsóknastofnanir. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna beitti sér fyrir eflingu þessara sjóða á síðasta kjörtímabili og er mikilvægt að núverandi stjórnvöld standi vörð um þessa sjóði í næstu fjárlögum.Sjóðir Vísinda- og tækniráðs RANNÍS – Rannsóknamiðstöð Íslands er umsýslustofnun fyrir sjóði sem heyra undir Vísinda- og tækniráð. Stofnunin hefur gegnt veigamiklu hlutverki í faglegri umgjörð sjóðanna og sinnt því af mikilli fagmennsku. En hvaða sjóðir eru þetta og hvaða hlutverki sinna þeir? Helstu samkeppnissjóðir Vísinda- og tækniráðs eru Rannsóknasjóður, Tækniþróunarsjóður og Tækjasjóður (nú Innviðasjóður). Þessir sjóðir styrkja grunnrannsóknir, nýsköpun og tækniþróun í landinu og eru grundvöllur þess að Ísland hefur náð fótfestu sem þekkingarsamfélag á undanförnum áratugum. Það er afar brýnt að þessir sjóðir verði efldir enn frekar á næstu árum í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs síðustu ár, en hluti rannsóknafjármagns sem veitt er til samkeppnissjóða á Íslandi er enn mun lægra en gerist t.d. annars staðar á Norðurlöndum. Efling sjóðanna eykur þekkingar- og nýsköpun og opnar leiðir fyrir hagnýtingu nýsköpunar, sem svo leiðir til aukinnar verðmætasköpunar, auk þess að styrkja menningarlegar stoðir samfélagsins.Rannsóknasjóður Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna. Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Allar umsóknir eru sendar í jafningjamat erlendis til þess að lágmarka líkur á hagsmunatengslum við mat umsókna. Rannsóknasjóður er hryggjarstykkið í fjármögnun grunnrannsókna við háskóla- og rannsóknastofnanir í landinu. Afrakstur þessara rannsókna er ný þekking óháð fræðasviðum. Mælikvarði á árangur er m.a. ritrýndar vísindagreinar, einkaleyfi, útskrifaðir meistara- og doktorsnemar og ýmiss konar þekking sem opnar fyrir ný tækifæri. Langstærstum hluta veittra styrkja er varið til launa framhaldsnema og nýdoktora og skila framlög í Rannsóknasjóð sér því beint til atvinnusköpunar.Tækniþróunarsjóður Mikilvægt er að auka fjölbreytni atvinnulífsins og hraða uppbyggingu þekkingar- og hátæknistarfsemi. Það er hlutverk Tækniþróunarsjóðs að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Í mörgum tilvikum leiða niðurstöður sem fást úr rannsóknaverkefnum styrktum af Rannsóknasjóði til þess að nýsköpunargildi rannsóknanna gefa möguleika á arðbærri fjárfestingu. Þessi verkefni þurfa oft viðbótarfjármögnun til frekari rannsókna áður en áhættufjárfestar eru tilbúnir að leggja fé í verkefnin. Tækniþróunarsjóður er mikilvægur sjóður fyrir fjárhagslega ábatasamar hugmyndir.Innviðasjóður Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi. Innviðasjóður veitir styrki til kaupa á rannsóknatækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framgang og framfarir í rannsóknum. Allar rannsóknastofnanir á Íslandi, þ.m.t. háskólar, hafa litla sem enga fjármuni til að byggja upp rannsóknainnviði og treysta því á Innviðasjóð Vísinda- og tækniráðs. Hlutverk sjóðsins hefur verið útvíkkað en áður veitti sjóðurinn eingöngu styrki til tækjakaupa. Framlög til Innviðasjóðs hafa ekkert aukist þrátt fyrir að hlutverk sjóðsins hafi verið víkkað og því brýnt að framlög til sjóðsins verði efld á næstu misserum.Efling samkeppnissjóða Með því að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs erum við um leið að styrkja háskóla og rannsóknastofnanir í landinu og stuðla að atvinnu- og verðmætasköpun. Vísindamenn sækja um styrki í samkeppnissjóði á grundvelli hæfni og árangurs og draga því fjármuni til þeirra stofnana sem þeir starfa hjá. Öflugt innlent stuðningsnet eykur auk þess möguleika vísindamanna á Íslandi í samkeppni um erlenda rannsóknastyrki, sem skila sér í beinum gjaldeyristekjum fyrir þjóðina. Það er afar brýnt að stjórnvöld geri sér grein fyrir mikilvægi samkeppnissjóða og hafi það sem forgang að efla þá í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs undanfarin ár.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun