Menntun er máttur – líka fyrir lögreglumenn Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 4. september 2013 06:00 Dagana 4. og 5. september stendur Landssamband Lögreglumanna fyrir ráðstefnu um menntun lögreglumanna. Þetta er frábært framtak hjá Landssambandinu enda þörf umræða meðal lögreglumanna en ekki síst hjá ráðamönnun þjóðarinnar sem og samfélaginu í heild sinni. Menntun lögreglumanna hefur sjaldan verið hluti af þjóðfélagslegri umræðu á Íslandi en engu að síður er menntun þeirra samfélagslegt málefni sem snertir alla þegna landsins. Lögreglan á Íslandi stendur sig yfirleitt með sóma en samfélagið breytist ört og samfara því vinnuumhverfi lögreglumanna. Ég tel því að aukin menntun sé mikilvægt skref fyrir lögregluna til að auka færni sína, þekkingu og getu og skila þannig faglegra starfi í flóknum samtíma auk þess sem samfélagslegar kröfur eru orðnar meiri en áður og háskólamenntun almennari. Landssamband lögreglumanna hefur haft á stefnuskrá sinni um árabil að færa menntun lögreglumanna upp á háskólastig og því er ég sammála.Barn síns tíma Það er óhætt að segja að Lögregluskóli ríkisins sé barn síns tíma enda hefur ekki verið vandað til menntunar né þjálfunar lögreglumanna á Íslandi um langan tíma. Skólinn býður upp á árslangt nám, að meðtalinni starfsþjálfun, en námið er forsenda þess að fá að starfa sem lögreglumaður. Kröfurnar til inngöngu, utan getu í þreki og kunnáttu í íslensku, er að hafa náð 20 ára aldri og lokið tveimur árum í framhaldsskóla, eða sem því nemur. Það stendur þó til að breyta þessum kröfum upp í stúdentspróf, sem skýtur skökku við þar sem fáir kennarar/leiðbeinendur skólans eru með slíkt próf sjálfir. Þrátt fyrir að skólinn sé á framhaldsskólastigi eru fastráðnir kennarar/leiðbeinendur skólans lögreglumenn án kennsluréttinda. Þá er lögregluskólinn undir innanríkisráðuneytinu en ekki menntamálaráðuneytinu. Það felur í sér að skólinn fellur því ekki undir þau viðmið og þær kröfur sem gerðar eru til annarra menntastofnana hérlendis og stendur utan við þær úttektir og eftirlit sem aðrar menntastofnanir njóta. Þá er það uggvænlegt að samfélagsleg fræðsla, forvarnir, mannréttindi og siðfræði, svo eitthvað sé nefnt, hefur ekki átt upp á pallborðið hjá skólastjórnendum sem námsefni, né hefur verið veitt fræðsla um hvernig best verður unnið með fólk sem á við vímuefnavanda og geðræn vandamál að stríða. Íslenskt samfélag hefur breyst hratt samhliða örum hnattrænum breytingum. Í þessum hröðu breytingum mótast samfélagið upp á nýtt og gildi og viðhorf fólks breytast. Í nútímasamfélagi er einnig háskólamenntun orðin almennari og meiri kröfur eru gerðar til fólks á vinnumarkaðinum. Eðli málsins samkvæmt ættu kröfur til lögreglunnar ekki að vera minni en kröfur til annarra hópa – heldur frekar á hinn veginn, ef eitthvað er. Í þessum hraða nútímaheimi er kallað eftir aukinni sérhæfingu og dýpri samfélagslegri þekkingu en nám á framhaldsskólastigi býður upp á. Það er því mikilvægt skref að færa lögreglumenntun á Íslandi upp á háskólastig.Ágætis rök Lögreglunám á háskólastigi er í takt við það sem hefur verið að gerast annars staðar á Norðurlöndunum. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hefur lögreglunám þegar verið fært upp á háskólastigið og útskrifast lögreglumenn eftir þriggja ára nám með Bachelor-gráðu í lögreglufræðum og í Noregi er hægt að leggja stund á framhaldsnám (master) í lögreglufræðum. Í Danmörku er verið að færa menntunina upp á háskólastigið, en þar í landi hefur hingað til verið boðið upp á metnaðarfullt þriggja ára nám. Það er til að byrja með ágætis rök með hækkun skólastigs lögreglunáms að önnur norræn ríki hafa þegar komið því á, enda eru það löndin sem við viljum bera okkur saman við og standa jafnfætis. Því má bæta við að hjúkrunarfræðinám, kennaranám og alls konar annað starfsnám hefur á undanförnum áratugum verið fært upp á háskólastig. Með þessari ráðstefnu um menntamál lögreglumanna verður vonandi hornsteinn lagður að betri menntun og þjálfun lögreglumanna. Vonandi sýna ráðamenn, fjölmiðlar og samfélagið málinu áhuga og tryggja brautargengi þess inn í framtíðina. Fyrir lögreglumennina sjálfa efast ég ekki um áhuga þeirra á aukinni menntun og þjálfun enda hafa þeir flestir metnað fyrir starfi sínu og vilja sinna því á sem bestan mögulegan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Dagana 4. og 5. september stendur Landssamband Lögreglumanna fyrir ráðstefnu um menntun lögreglumanna. Þetta er frábært framtak hjá Landssambandinu enda þörf umræða meðal lögreglumanna en ekki síst hjá ráðamönnun þjóðarinnar sem og samfélaginu í heild sinni. Menntun lögreglumanna hefur sjaldan verið hluti af þjóðfélagslegri umræðu á Íslandi en engu að síður er menntun þeirra samfélagslegt málefni sem snertir alla þegna landsins. Lögreglan á Íslandi stendur sig yfirleitt með sóma en samfélagið breytist ört og samfara því vinnuumhverfi lögreglumanna. Ég tel því að aukin menntun sé mikilvægt skref fyrir lögregluna til að auka færni sína, þekkingu og getu og skila þannig faglegra starfi í flóknum samtíma auk þess sem samfélagslegar kröfur eru orðnar meiri en áður og háskólamenntun almennari. Landssamband lögreglumanna hefur haft á stefnuskrá sinni um árabil að færa menntun lögreglumanna upp á háskólastig og því er ég sammála.Barn síns tíma Það er óhætt að segja að Lögregluskóli ríkisins sé barn síns tíma enda hefur ekki verið vandað til menntunar né þjálfunar lögreglumanna á Íslandi um langan tíma. Skólinn býður upp á árslangt nám, að meðtalinni starfsþjálfun, en námið er forsenda þess að fá að starfa sem lögreglumaður. Kröfurnar til inngöngu, utan getu í þreki og kunnáttu í íslensku, er að hafa náð 20 ára aldri og lokið tveimur árum í framhaldsskóla, eða sem því nemur. Það stendur þó til að breyta þessum kröfum upp í stúdentspróf, sem skýtur skökku við þar sem fáir kennarar/leiðbeinendur skólans eru með slíkt próf sjálfir. Þrátt fyrir að skólinn sé á framhaldsskólastigi eru fastráðnir kennarar/leiðbeinendur skólans lögreglumenn án kennsluréttinda. Þá er lögregluskólinn undir innanríkisráðuneytinu en ekki menntamálaráðuneytinu. Það felur í sér að skólinn fellur því ekki undir þau viðmið og þær kröfur sem gerðar eru til annarra menntastofnana hérlendis og stendur utan við þær úttektir og eftirlit sem aðrar menntastofnanir njóta. Þá er það uggvænlegt að samfélagsleg fræðsla, forvarnir, mannréttindi og siðfræði, svo eitthvað sé nefnt, hefur ekki átt upp á pallborðið hjá skólastjórnendum sem námsefni, né hefur verið veitt fræðsla um hvernig best verður unnið með fólk sem á við vímuefnavanda og geðræn vandamál að stríða. Íslenskt samfélag hefur breyst hratt samhliða örum hnattrænum breytingum. Í þessum hröðu breytingum mótast samfélagið upp á nýtt og gildi og viðhorf fólks breytast. Í nútímasamfélagi er einnig háskólamenntun orðin almennari og meiri kröfur eru gerðar til fólks á vinnumarkaðinum. Eðli málsins samkvæmt ættu kröfur til lögreglunnar ekki að vera minni en kröfur til annarra hópa – heldur frekar á hinn veginn, ef eitthvað er. Í þessum hraða nútímaheimi er kallað eftir aukinni sérhæfingu og dýpri samfélagslegri þekkingu en nám á framhaldsskólastigi býður upp á. Það er því mikilvægt skref að færa lögreglumenntun á Íslandi upp á háskólastig.Ágætis rök Lögreglunám á háskólastigi er í takt við það sem hefur verið að gerast annars staðar á Norðurlöndunum. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hefur lögreglunám þegar verið fært upp á háskólastigið og útskrifast lögreglumenn eftir þriggja ára nám með Bachelor-gráðu í lögreglufræðum og í Noregi er hægt að leggja stund á framhaldsnám (master) í lögreglufræðum. Í Danmörku er verið að færa menntunina upp á háskólastigið, en þar í landi hefur hingað til verið boðið upp á metnaðarfullt þriggja ára nám. Það er til að byrja með ágætis rök með hækkun skólastigs lögreglunáms að önnur norræn ríki hafa þegar komið því á, enda eru það löndin sem við viljum bera okkur saman við og standa jafnfætis. Því má bæta við að hjúkrunarfræðinám, kennaranám og alls konar annað starfsnám hefur á undanförnum áratugum verið fært upp á háskólastig. Með þessari ráðstefnu um menntamál lögreglumanna verður vonandi hornsteinn lagður að betri menntun og þjálfun lögreglumanna. Vonandi sýna ráðamenn, fjölmiðlar og samfélagið málinu áhuga og tryggja brautargengi þess inn í framtíðina. Fyrir lögreglumennina sjálfa efast ég ekki um áhuga þeirra á aukinni menntun og þjálfun enda hafa þeir flestir metnað fyrir starfi sínu og vilja sinna því á sem bestan mögulegan hátt.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun