Hannar flíkur í samstarfi við landslagsljósmyndara Ása Ottesen skrifar 30. ágúst 2013 11:00 „Mig hefur lengi dreymt um að reka mitt eigið fyrirtæki. Þegar ég var í fæðingarorlofi fór ég alvarlega að hugsa um að kominn væri tími til að breyta til og gera eitthvað nýtt. Ég vann sem viðskiptafræðingur og var búin að starfa á sama vinnustaðnum í sex ár þegar ég ákvað að feta nýjar slóðir og láta drauminn rætast,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, sem hannar flíkur í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson undir merkinu Dimmblá. „Ég skráði mig á námskeið hjá Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, sem heitir Konur til Athafna sem var alveg frábært. Eftir það var ég handviss um að ég væri á réttri braut og hófst þá undirbúningsvinnan fyrir alvöru,“ segir hún. Heiðrún hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku og langaði mikið til þess að prófa sig áfram á því sviði. Aðspurð segir hún norðurljósin alltaf hafa heillað sig og að hana hafi langað til þess að hanna flíkur með þau í huga. „Landslagsljósmyndarinn Sigurður Hrafn Stefnisson hefur náð ótrúlega flottum myndum af norðurljósunum og var til í að láta mig fá myndir sem ég lét síðan prenta á fötin.“ Flíkurnar sem Heiðrún hannar eru umhverfisvænar og unnar úr svokallaðri trjákvoðu. Náttúran er Heiðrúnu hugleikin og mun ágóði af sölu fatalínunnar renna til Landverndar. Aðspurð segir hún að fatalínan sé væntanleg í verslanir á næstu vikum. „Ég er að skipuleggja vægast sagt spennandi viðburð þar sem ég ætla að kynna fyrstu fatalínuna. Það kemur í ljós bráðlega hvar og hvenær hann verður, þetta verður eitthvað alveg einstakt,“ segir Heiðrún að lokum. Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira
„Mig hefur lengi dreymt um að reka mitt eigið fyrirtæki. Þegar ég var í fæðingarorlofi fór ég alvarlega að hugsa um að kominn væri tími til að breyta til og gera eitthvað nýtt. Ég vann sem viðskiptafræðingur og var búin að starfa á sama vinnustaðnum í sex ár þegar ég ákvað að feta nýjar slóðir og láta drauminn rætast,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, sem hannar flíkur í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson undir merkinu Dimmblá. „Ég skráði mig á námskeið hjá Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, sem heitir Konur til Athafna sem var alveg frábært. Eftir það var ég handviss um að ég væri á réttri braut og hófst þá undirbúningsvinnan fyrir alvöru,“ segir hún. Heiðrún hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku og langaði mikið til þess að prófa sig áfram á því sviði. Aðspurð segir hún norðurljósin alltaf hafa heillað sig og að hana hafi langað til þess að hanna flíkur með þau í huga. „Landslagsljósmyndarinn Sigurður Hrafn Stefnisson hefur náð ótrúlega flottum myndum af norðurljósunum og var til í að láta mig fá myndir sem ég lét síðan prenta á fötin.“ Flíkurnar sem Heiðrún hannar eru umhverfisvænar og unnar úr svokallaðri trjákvoðu. Náttúran er Heiðrúnu hugleikin og mun ágóði af sölu fatalínunnar renna til Landverndar. Aðspurð segir hún að fatalínan sé væntanleg í verslanir á næstu vikum. „Ég er að skipuleggja vægast sagt spennandi viðburð þar sem ég ætla að kynna fyrstu fatalínuna. Það kemur í ljós bráðlega hvar og hvenær hann verður, þetta verður eitthvað alveg einstakt,“ segir Heiðrún að lokum.
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira