Hannar flíkur í samstarfi við landslagsljósmyndara Ása Ottesen skrifar 30. ágúst 2013 11:00 „Mig hefur lengi dreymt um að reka mitt eigið fyrirtæki. Þegar ég var í fæðingarorlofi fór ég alvarlega að hugsa um að kominn væri tími til að breyta til og gera eitthvað nýtt. Ég vann sem viðskiptafræðingur og var búin að starfa á sama vinnustaðnum í sex ár þegar ég ákvað að feta nýjar slóðir og láta drauminn rætast,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, sem hannar flíkur í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson undir merkinu Dimmblá. „Ég skráði mig á námskeið hjá Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, sem heitir Konur til Athafna sem var alveg frábært. Eftir það var ég handviss um að ég væri á réttri braut og hófst þá undirbúningsvinnan fyrir alvöru,“ segir hún. Heiðrún hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku og langaði mikið til þess að prófa sig áfram á því sviði. Aðspurð segir hún norðurljósin alltaf hafa heillað sig og að hana hafi langað til þess að hanna flíkur með þau í huga. „Landslagsljósmyndarinn Sigurður Hrafn Stefnisson hefur náð ótrúlega flottum myndum af norðurljósunum og var til í að láta mig fá myndir sem ég lét síðan prenta á fötin.“ Flíkurnar sem Heiðrún hannar eru umhverfisvænar og unnar úr svokallaðri trjákvoðu. Náttúran er Heiðrúnu hugleikin og mun ágóði af sölu fatalínunnar renna til Landverndar. Aðspurð segir hún að fatalínan sé væntanleg í verslanir á næstu vikum. „Ég er að skipuleggja vægast sagt spennandi viðburð þar sem ég ætla að kynna fyrstu fatalínuna. Það kemur í ljós bráðlega hvar og hvenær hann verður, þetta verður eitthvað alveg einstakt,“ segir Heiðrún að lokum. Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
„Mig hefur lengi dreymt um að reka mitt eigið fyrirtæki. Þegar ég var í fæðingarorlofi fór ég alvarlega að hugsa um að kominn væri tími til að breyta til og gera eitthvað nýtt. Ég vann sem viðskiptafræðingur og var búin að starfa á sama vinnustaðnum í sex ár þegar ég ákvað að feta nýjar slóðir og láta drauminn rætast,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, sem hannar flíkur í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson undir merkinu Dimmblá. „Ég skráði mig á námskeið hjá Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, sem heitir Konur til Athafna sem var alveg frábært. Eftir það var ég handviss um að ég væri á réttri braut og hófst þá undirbúningsvinnan fyrir alvöru,“ segir hún. Heiðrún hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku og langaði mikið til þess að prófa sig áfram á því sviði. Aðspurð segir hún norðurljósin alltaf hafa heillað sig og að hana hafi langað til þess að hanna flíkur með þau í huga. „Landslagsljósmyndarinn Sigurður Hrafn Stefnisson hefur náð ótrúlega flottum myndum af norðurljósunum og var til í að láta mig fá myndir sem ég lét síðan prenta á fötin.“ Flíkurnar sem Heiðrún hannar eru umhverfisvænar og unnar úr svokallaðri trjákvoðu. Náttúran er Heiðrúnu hugleikin og mun ágóði af sölu fatalínunnar renna til Landverndar. Aðspurð segir hún að fatalínan sé væntanleg í verslanir á næstu vikum. „Ég er að skipuleggja vægast sagt spennandi viðburð þar sem ég ætla að kynna fyrstu fatalínuna. Það kemur í ljós bráðlega hvar og hvenær hann verður, þetta verður eitthvað alveg einstakt,“ segir Heiðrún að lokum.
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein