Lífið

Verslun fyrir ljúfar konur

Marín Manda skrifar
Vinkonurnar Heiður Reynisdóttir og Ragnhildur Jónsdóttir.
Vinkonurnar Heiður Reynisdóttir og Ragnhildur Jónsdóttir.
Vinkonurnar Heiður Reynisdóttir og Ragnhildur Jónsdóttir opna „pop up“-verslunina Ljúflingsverzlun um helgina.

„Verslunin var upphaflega stofnuð með umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Allt sem er keypt inn hefur einhverja skírskotun í umhverfisvernd en allur pappír og kort eru endurunnin. Hugsunin var því bæði að geta gefið af sér og endurnýtt áfram,“ segir Heiður Reynisdóttir, eigandi vefverslunarinnar Íslenska pappírsfélagið.

Vinkonurnar Heiður Reynisdóttir og Ragnhildur Jónsdóttir, sem reka verslanirnar Íslenzka pappírsfélagið og Jónsdóttir og co., taka sig saman reglulega og opna búð yfir helgi sem nefnist Ljúflingsverzlun. 

Vöruúrvalið spannar allt frá litlum límmiðum, sápum, kertum og pappír upp í stór og vönduð ullarteppi. Verslunin er opin um helgina frá kl. 11 til 17 en hún poppar upp í Álfheimum 2-4. „Það á að vera góð upplifun og afslappandi að koma inn og skoða hluti sem gleðja augað,“ segir Heiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.