Lífið

Mynd um goðið James Brown

Leikarinn Chadwick Boseman fer með hlutverk James Brown í kvikmynd sem byggir á ævi kappans.
Leikarinn Chadwick Boseman fer með hlutverk James Brown í kvikmynd sem byggir á ævi kappans. nordicphotos/getty
Fljótlega eftir dauða söngvarans James Brown árið 2006 var orðrómur á kreiki um að gera ætti kvikmynd byggða á ævi hans.

Hins vegar kom engin mynd út og ekkert hefur verið fjallað um það vestanhafs fyrr en einmitt núna, sjö árum eftir andlát goðsins.



Staðfest hefur verið að hinn 42 ára Chadwick Boseman, sem lék í sjónvarpsþáttunum Lincoln Heights, muni leika Brown. Leikstjóri myndarinnar, Tate Taylor, sem leikstýrði meðal annars Óskarsverðlaunamyndinni The Help, sagði í viðtali nýlega að hann vildi segja sögu Browns í myndinni, frá því að hann var fátækur og bjó í Georgíu þangað til hann varð heimsfrægur söngvari fyrir smelli eins og Papa"s Got A Brand New Bag og I Feel Good.



Orðrómur er á kreiki þess efnis að leikararnir Viola Davis, Nelsan Ellis og Óskarsverðlaunahafinn Octavia Spencer muni leika í myndinni en ekkert hefur verið staðfest að svo stöddu.

Áætlað er að tökur fari fram í Mississippi á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.