Óholl framleiðsla í íslenskum fjörðum Óðinn Sigþórsson skrifar 26. ágúst 2013 12:00 Laxeldi við Íslandsstrendur er enn komið á dagskrá. Stórfelld áform eru á teikniborðinu um sjókvíaeldi á norskum laxi og eldisfrömuðir lofa nú í þriðja skipti gulli og grænum skógum. Sama platan er spiluð eins og áður. En margt hefur breyst og nýjar upplýsingar um þessa atvinnugrein hafa komið fram. Tvær nýjar rannsóknir sýna að eldislax er hættuleg fæða fyrir mannfólkið. Þessar rannsóknir hafa verið framkvæmdar af norskum og skoskum aðilum. Niðurstaðan er sú að uppsöfnun þrávirkra eiturefna í feitum eldislaxi er hættuleg heilsu manna. Sérstaklega er varað við að ófrískar konur og börn neyti eldislaxins. Laxeldismenn á Íslandi munu sjálfsagt halda því fram að lax sem alinn er við Ísland sé eitthvað betri. Einnig er reynt að halda því að almenningi að eldi á norskum laxi við strendur landsins sé vistvænt. Þessi vænleiki er þó ekki meiri en svo að úrgangur frá 10 þúsund tonna eldi samsvarar skolpi frá a.m.k. 150 þúsund manna byggð. Þá er ótalin sú áhætta sem tekin er með því að ala innfluttan norskan stofn í sjó við Ísland. Greining á genamengi laxa hefur leitt í ljós að norski laxinn, sem illu heilli var fluttur til landsins á níunda ártug síðustu aldar, er mjög frábrugðinn eða fjarskyldur íslenskum laxastofnum. Og eldislaxinn sleppur úr kvíum. Í Noregi er almennt viðmið að einn lax sleppi fyrir hvert tonn sem alið er. Raunveruleikinn er því sá að strokulaxar af norskum uppruna verða á sveimi við strendur landsins. Eitthvað af þessum laxi verður kynþroska og mun leita í ferskvatn til að hrygna. Íslenskar laxveiðiár eru nauðugt í boði fyrir þennan vágest. Nýjar rannsóknir Veiðimálastofnunar hafa leitt í ljós að innstreymi framandi laxastofna er hættulegt staðbundnum stofnum. Það er sá veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Upphrópanir eldismanna undanfarið um skaðsemi seiðasleppinga breyta þar engu um og gerir þeirra hlut í engu betri. Fullyrðingar um að strokulaxar lifi ekki af sjávardvöl minnir á umræðuna þegar minkurinn var fluttur til landsins. Sporin hræða. En auðvitað eru eldismenn, með fráleitum málflutningi sínum, að vinna fyrir salti í grautinn. Þeir hika því ekki við að afvegaleiða þessa alvarlegu umræðu. Þeir ganga svo langt að fullyrða nú að það sé bara til bóta að sá norski hrygni í íslenskar ár! Tjónið af norskum eldislaxi í íslenskum ám verður ekki einungis á laxastofnum þeirra. Ímynd íslenskrar stangveiði myndi hrynja. Í stað ímyndar hreinleika og óspilltrar náttúru kæmi umhverfissóðaskapur. Það eru engir slíkir hagsmunir undir í laxeldi við Ísland að forsvaranlegt sé að taka þá áhættu með náttúru landsins að ala norskan frjóan lax í kvíum við Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Laxeldi við Íslandsstrendur er enn komið á dagskrá. Stórfelld áform eru á teikniborðinu um sjókvíaeldi á norskum laxi og eldisfrömuðir lofa nú í þriðja skipti gulli og grænum skógum. Sama platan er spiluð eins og áður. En margt hefur breyst og nýjar upplýsingar um þessa atvinnugrein hafa komið fram. Tvær nýjar rannsóknir sýna að eldislax er hættuleg fæða fyrir mannfólkið. Þessar rannsóknir hafa verið framkvæmdar af norskum og skoskum aðilum. Niðurstaðan er sú að uppsöfnun þrávirkra eiturefna í feitum eldislaxi er hættuleg heilsu manna. Sérstaklega er varað við að ófrískar konur og börn neyti eldislaxins. Laxeldismenn á Íslandi munu sjálfsagt halda því fram að lax sem alinn er við Ísland sé eitthvað betri. Einnig er reynt að halda því að almenningi að eldi á norskum laxi við strendur landsins sé vistvænt. Þessi vænleiki er þó ekki meiri en svo að úrgangur frá 10 þúsund tonna eldi samsvarar skolpi frá a.m.k. 150 þúsund manna byggð. Þá er ótalin sú áhætta sem tekin er með því að ala innfluttan norskan stofn í sjó við Ísland. Greining á genamengi laxa hefur leitt í ljós að norski laxinn, sem illu heilli var fluttur til landsins á níunda ártug síðustu aldar, er mjög frábrugðinn eða fjarskyldur íslenskum laxastofnum. Og eldislaxinn sleppur úr kvíum. Í Noregi er almennt viðmið að einn lax sleppi fyrir hvert tonn sem alið er. Raunveruleikinn er því sá að strokulaxar af norskum uppruna verða á sveimi við strendur landsins. Eitthvað af þessum laxi verður kynþroska og mun leita í ferskvatn til að hrygna. Íslenskar laxveiðiár eru nauðugt í boði fyrir þennan vágest. Nýjar rannsóknir Veiðimálastofnunar hafa leitt í ljós að innstreymi framandi laxastofna er hættulegt staðbundnum stofnum. Það er sá veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Upphrópanir eldismanna undanfarið um skaðsemi seiðasleppinga breyta þar engu um og gerir þeirra hlut í engu betri. Fullyrðingar um að strokulaxar lifi ekki af sjávardvöl minnir á umræðuna þegar minkurinn var fluttur til landsins. Sporin hræða. En auðvitað eru eldismenn, með fráleitum málflutningi sínum, að vinna fyrir salti í grautinn. Þeir hika því ekki við að afvegaleiða þessa alvarlegu umræðu. Þeir ganga svo langt að fullyrða nú að það sé bara til bóta að sá norski hrygni í íslenskar ár! Tjónið af norskum eldislaxi í íslenskum ám verður ekki einungis á laxastofnum þeirra. Ímynd íslenskrar stangveiði myndi hrynja. Í stað ímyndar hreinleika og óspilltrar náttúru kæmi umhverfissóðaskapur. Það eru engir slíkir hagsmunir undir í laxeldi við Ísland að forsvaranlegt sé að taka þá áhættu með náttúru landsins að ala norskan frjóan lax í kvíum við Ísland.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun