Opið bréf til hagræðingarnefndar ríkisstjórnarinnar Þingflokkur Bjartrar framtíðar skrifar 26. ágúst 2013 07:30 Þingflokkur Bjartrar framtíðar óskar meðlimum hagræðingarnefndar ríkisstjórnarinnar góðs gengis en vill um leið undirstrika þá miklu ábyrgð sem á meðlimum hennar hvílir. Ríkissjóður er mjög skuldsettur og við slíkar aðstæður er brýnna en nokkru sinni fyrr að skoða öll útgjöld með gagnrýnu hugarfari. Jafnframt þarf að skoða alla tekjumöguleika gaumgæfilega. Hvert ár sem ríkissjóður eyðir um efni fram leiðir til stærri vanda fyrir þjóðina alla í framtíðinni. Björt framtíð er tilbúin til að styðja allar tillögur hagræðingarnefndarinnar sem byggja á góðum rökum og upplýsingum og leiða til raunverulegs sparnaðar og betri nýtingar á fjármunum, hæfileikum, vinnu og tíma. Markmið okkar er að tryggja að borgurum landsins sé veitt sem best þjónusta og sem best skilyrði til lífsviðurværis, innan fjárhagsrammans. Við hvetjum ykkur til þess að horfa til lengri tíma, bæði í tekjum og útgjöldum ríkisins, þannig að stofnanir samfélagsins geti gert langtímaáætlanir, en séu ekki háðar óvissu fjárlaga hvers árs. Ef sá rammi sem ríkið setur liggur fyrir geta allir gert nákvæmari áætlanir sem hugsanlega standast, bæði hvað varðar þá þjónustu sem vænta má, en ekki síður hvaða skattarammi bíður.Verum róttæk Við hvetjum líka til róttækni. Við höfnum flötum niðurskurði þar sem stofnunum er gert að hagræða einhvern veginn, án þess að kafað sé dýpra í starfsemi þeirra, eðli og tilgang. Það þarf að skoða mjög vel tillögur ýmissa aðila, innlendra sem erlendra, um það hvernig bæta má nýtingu fjár í íslensku samfélagi. Bent hefur verið á leiðir í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Við skulum ætíð spyrja: Ef við ættum að gera hlutina frá grunni, núna, myndum við þá fara eins að? Myndum við reka menntakerfið með sama hætti? Heilbrigðiskerfið? Landbúnaðarkerfið? Við getum lært meira af þeim sem eru að gera hlutina vel. Aðrar þjóðir hafa náð langt í rafrænni stjórnsýslu, til að mynda Eistland, með tilheyrandi sparnaði. Oft hefur verið bent á skólakerfið í Finnlandi sem góða fyrirmynd, bæði hvað varðar hagræði og góða þjónustu. Nýsjálendingar gjörbyltu landbúnaðarkerfi sínu og selja núna afurðir út um allan heim, án ríkisstyrkja. Við þurfum að spyrja okkur hvað við getum gert betur.Við þurfum tekjur Fjárþörfin í samfélaginu er gríðarleg. Það þarf að lækka skuldir ríkissjóðs og standa straum af vaxtakostnaði. Viðhaldsverkefni hrannast líka upp og starfsfólk er víða langþreytt. Þessar kringumstæður vinda upp á sig. Miklar skattalækkanir eða skuldaniðurfellingar, með fé sem að öðrum kosti getur gagnast ríkissjóði í glímunni við þessi vandamál, eru vafasamar. Við hvetjum hagræðingarnefndina til að skoða vel fórnarkostnaðinn af öllum aðgerðum: Ef peningur er notaður í eitthvað eitt, er ekki hægt að nota hann í annað. Við tökum undir það að skatta- og gjaldalækkanir geta í sumum tilvikum aukið efnahagsleg umsvif. Þær þurfa hins vegar að vera almennar og mega ekki beinast einungis að einstökum atvinnugreinum sem búa við góð skilyrði. Einnig myndi einfaldara skatta-, tolla- og gjaldaumhverfi leysa verulegan kraft úr læðingi. Opið markaðsumhverfi með óheftum viðskiptum við aðrar þjóðir væri jafnframt snilld. Við hvetjum líka eindregið til þess að horft verði til aukinnar beinnar tekjuöflunar af auðlindum þjóðarinnar, bæði til lands og sjávar. Arður af orkusölu til erlendra aðila er lítill og arður af sjávarútvegi í sameiginlega sjóði getur verið meiri. Þá er það líka skoðun Bjartrar framtíðar að arður ríkisins af fjármálastarfsemi, í gegnum opinbert eignarhald á fjármálastofnunum, sé best nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og til fjárfestinga í nýsköpun og stuðningi við atvinnugreinar – s.s. skapandi greinar og hugverka- og tækniiðnað – sem geta aukið tekjur umtalsvert til framtíðar. Það er því von okkar að ríkisstjórnin haldi sig í grundvallaratriðum við áður samþykkta fjárfestingaáætlun.Fjárfestum í hagræðingu Hagræðing er fólgin í að gera hlutina betur, skila svipaðri þjónustu, helst betri, fyrir minni tilkostnað og minnka sóun. Það er stefna Bjartrar framtíðar að ríkisvaldið skuli ekki vera umfangsmikið, en þjónusta þess á mikilvægum sviðum þeim mun betri. Til þess að ná þessu markmiði þarf að nútímavæða þjónustu ríkisins og stofnanir þess, en ekki síður þarf að hugsa þjónustumynstur ríkisins upp á nýtt og skilgreina betur hvaða málaflokkum hið opinbera á að skipta sér af. Uppbygging verkferla, breytt skipulag stofnana með áherslu á ábyrgð og skýra verkaskiptingu getur falið í sér kostnað í upphafi en hagræðingu til lengri tíma litið. Sameining stofnana ríkisins í færri en stærri rekstrareiningar sem bjóða upp á samræmda þjónustu um allt land eru forsenda fyrir slíkri uppbyggingu. Notkun upplýsingatækni býður upp á mikil tækifæri til hagræðingar. Það er trú okkar að slík tækifæri sé mjög víða að finna í opinberum rekstri. Með þessi sjónarmið að leiðarljósi er þingflokkur Bjartrar framtíðar meira en reiðubúinn til þess að leggja sitt af mörkum í þeirri miklu vinnu sem fram undan er í ríkisfjármálum.Með góðri kveðju, Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Róbert Marshall og Páll Valur Björnsson - Þingflokkur Bjartar framtíðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Þingflokkur Bjartrar framtíðar óskar meðlimum hagræðingarnefndar ríkisstjórnarinnar góðs gengis en vill um leið undirstrika þá miklu ábyrgð sem á meðlimum hennar hvílir. Ríkissjóður er mjög skuldsettur og við slíkar aðstæður er brýnna en nokkru sinni fyrr að skoða öll útgjöld með gagnrýnu hugarfari. Jafnframt þarf að skoða alla tekjumöguleika gaumgæfilega. Hvert ár sem ríkissjóður eyðir um efni fram leiðir til stærri vanda fyrir þjóðina alla í framtíðinni. Björt framtíð er tilbúin til að styðja allar tillögur hagræðingarnefndarinnar sem byggja á góðum rökum og upplýsingum og leiða til raunverulegs sparnaðar og betri nýtingar á fjármunum, hæfileikum, vinnu og tíma. Markmið okkar er að tryggja að borgurum landsins sé veitt sem best þjónusta og sem best skilyrði til lífsviðurværis, innan fjárhagsrammans. Við hvetjum ykkur til þess að horfa til lengri tíma, bæði í tekjum og útgjöldum ríkisins, þannig að stofnanir samfélagsins geti gert langtímaáætlanir, en séu ekki háðar óvissu fjárlaga hvers árs. Ef sá rammi sem ríkið setur liggur fyrir geta allir gert nákvæmari áætlanir sem hugsanlega standast, bæði hvað varðar þá þjónustu sem vænta má, en ekki síður hvaða skattarammi bíður.Verum róttæk Við hvetjum líka til róttækni. Við höfnum flötum niðurskurði þar sem stofnunum er gert að hagræða einhvern veginn, án þess að kafað sé dýpra í starfsemi þeirra, eðli og tilgang. Það þarf að skoða mjög vel tillögur ýmissa aðila, innlendra sem erlendra, um það hvernig bæta má nýtingu fjár í íslensku samfélagi. Bent hefur verið á leiðir í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Við skulum ætíð spyrja: Ef við ættum að gera hlutina frá grunni, núna, myndum við þá fara eins að? Myndum við reka menntakerfið með sama hætti? Heilbrigðiskerfið? Landbúnaðarkerfið? Við getum lært meira af þeim sem eru að gera hlutina vel. Aðrar þjóðir hafa náð langt í rafrænni stjórnsýslu, til að mynda Eistland, með tilheyrandi sparnaði. Oft hefur verið bent á skólakerfið í Finnlandi sem góða fyrirmynd, bæði hvað varðar hagræði og góða þjónustu. Nýsjálendingar gjörbyltu landbúnaðarkerfi sínu og selja núna afurðir út um allan heim, án ríkisstyrkja. Við þurfum að spyrja okkur hvað við getum gert betur.Við þurfum tekjur Fjárþörfin í samfélaginu er gríðarleg. Það þarf að lækka skuldir ríkissjóðs og standa straum af vaxtakostnaði. Viðhaldsverkefni hrannast líka upp og starfsfólk er víða langþreytt. Þessar kringumstæður vinda upp á sig. Miklar skattalækkanir eða skuldaniðurfellingar, með fé sem að öðrum kosti getur gagnast ríkissjóði í glímunni við þessi vandamál, eru vafasamar. Við hvetjum hagræðingarnefndina til að skoða vel fórnarkostnaðinn af öllum aðgerðum: Ef peningur er notaður í eitthvað eitt, er ekki hægt að nota hann í annað. Við tökum undir það að skatta- og gjaldalækkanir geta í sumum tilvikum aukið efnahagsleg umsvif. Þær þurfa hins vegar að vera almennar og mega ekki beinast einungis að einstökum atvinnugreinum sem búa við góð skilyrði. Einnig myndi einfaldara skatta-, tolla- og gjaldaumhverfi leysa verulegan kraft úr læðingi. Opið markaðsumhverfi með óheftum viðskiptum við aðrar þjóðir væri jafnframt snilld. Við hvetjum líka eindregið til þess að horft verði til aukinnar beinnar tekjuöflunar af auðlindum þjóðarinnar, bæði til lands og sjávar. Arður af orkusölu til erlendra aðila er lítill og arður af sjávarútvegi í sameiginlega sjóði getur verið meiri. Þá er það líka skoðun Bjartrar framtíðar að arður ríkisins af fjármálastarfsemi, í gegnum opinbert eignarhald á fjármálastofnunum, sé best nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og til fjárfestinga í nýsköpun og stuðningi við atvinnugreinar – s.s. skapandi greinar og hugverka- og tækniiðnað – sem geta aukið tekjur umtalsvert til framtíðar. Það er því von okkar að ríkisstjórnin haldi sig í grundvallaratriðum við áður samþykkta fjárfestingaáætlun.Fjárfestum í hagræðingu Hagræðing er fólgin í að gera hlutina betur, skila svipaðri þjónustu, helst betri, fyrir minni tilkostnað og minnka sóun. Það er stefna Bjartrar framtíðar að ríkisvaldið skuli ekki vera umfangsmikið, en þjónusta þess á mikilvægum sviðum þeim mun betri. Til þess að ná þessu markmiði þarf að nútímavæða þjónustu ríkisins og stofnanir þess, en ekki síður þarf að hugsa þjónustumynstur ríkisins upp á nýtt og skilgreina betur hvaða málaflokkum hið opinbera á að skipta sér af. Uppbygging verkferla, breytt skipulag stofnana með áherslu á ábyrgð og skýra verkaskiptingu getur falið í sér kostnað í upphafi en hagræðingu til lengri tíma litið. Sameining stofnana ríkisins í færri en stærri rekstrareiningar sem bjóða upp á samræmda þjónustu um allt land eru forsenda fyrir slíkri uppbyggingu. Notkun upplýsingatækni býður upp á mikil tækifæri til hagræðingar. Það er trú okkar að slík tækifæri sé mjög víða að finna í opinberum rekstri. Með þessi sjónarmið að leiðarljósi er þingflokkur Bjartrar framtíðar meira en reiðubúinn til þess að leggja sitt af mörkum í þeirri miklu vinnu sem fram undan er í ríkisfjármálum.Með góðri kveðju, Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Róbert Marshall og Páll Valur Björnsson - Þingflokkur Bjartar framtíðar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun