Lýðræði er málið Þorvaldur Örn Árnason skrifar 23. ágúst 2013 08:00 Geir Haarde var dæmdur í Landsdómi fyrir að leggja ekki fyrirsjáanlegt bankahrun formlega fyrir ríkisstjórnina heldur pukrast með málið í þröngum hópi þar til allt hrundi. Í kjölfar álits Evrópuráðsins nýlega er talað um að leggja Landsdóm niður því kjósendur en ekki dómstólar eigi að refsa fyrir pólitísk afglöp. Það geri kjósendur með því að kjósa ekki aftur yfir sig þá sem bregðast þeim. Á því varð misbrestur í alþingiskosningunum í vor. Þeim stjórnmálaflokkum sem lögðu grunn að hruninu mikla var refsað lítillega í hita leiksins í kosningunum 2009, en fjórum árum síðar virðist allt vera gleymt – eða fyrirgefið – og þeir endurheimta fyrra fylgi. Það gerist á sama tíma og verið er að draga fyrir dóm nokkra af áhrifavöldum hrunsins úr hópi kaupsýslumanna (braskara) fyrir að skara ótæpilega eld að eigin köku í krafti regluverks sem þríflokkurinn (Framsókn, Samfylking og umfram allt Sjálfstæðisflokkur) hafði lagt þeim upp í hendur árin áður. Ættu ekki pólitíkusar, sem skópu hriplekt regluverk og gerðu hrunið mögulegt, að bera þyngri ábyrgð og hljóta þyngri refsingu en þeir sem nýttu sér glufurnar? Þessir sem grisjuðu eftirlitið og trúðu að „ósýnileg hönd“ frjálshyggjunnar myndi stýra öllu öllum til heilla? Er einhver að refsa þessum stjórnmálamönnum? Ekki dómstólar, nema hvað Geir Haarde fékk vægan skilyrtan dóm. Ekki kjósendur, sem virðast hafa gleymt eða fyrirgefið mistökin og sumir líklega farnir að láta sig dreyma um að skara eld að eigin köku á nýjan leik, á kostnað heildarinnar. Flokkurinn sem á stærstan hlut í ógöngum íbúðalánakerfisins fékk glæsta kosningu á sama tíma og afglöpin blöstu við. Auðvitað ætti lýðræði að virka þannig að kjósendur refsi með atkvæði sínu fyrir afdrifarík pólitísk afglöp og glæfra. En nýlegt dæmi sýnir að þeir gera það almennt ekki. Margir virðast hafa kokgleypt kosningaloforð sem augljóst mátti vera að yrðu ekki efnd. Hér bregst lýðræðið í aðhaldshlutverki sínu. Við blasir alvarlegur lýðræðisbrestur. Almenningur (kjósendur) virðist ekki valda því hlutverki að gæta hagsmuna sinna og lætur blekkjast af berum lygum og hálfsannleik. Hvað er til ráða? Ætti að grípa til uppfræðsluátaks í þjóðfélaginu, líkt og gert var þegar alnæmi tók að breiðast út? Líkt og gerst hefur undanfarin ár til að upplýsa og afstýra kynferðislegu ofbeldi? Slagorðin gætu verið á þessa leið: Settu (efnahagslega) öryggið á oddinn! Ekki láta tæla þig með innantómum loforðum! Viðurkenndu að það hafi verið brotið á réttindum þínum – það er allt í lagi að segja frá. Eða þannig? Í fjóra áratugi hefur undirbúningur fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi verið eitt af meginmarkmiðum grunnskólans. Hefur það skilað árangri? Samkvæmt nýrri námskrá á lýðræði að vera einn af sex grunnþáttum í öllu menntakerfinu næstu ár. Er einhver von til að það gangi betur? Lýðræði er ekki bara þekking og kunnátta, miklu fremur viðhorf og lífsstíll. Það er erfitt að miðla lífsviðhorfi nema að hafa tök á því sjálfur – að lifa sjálfur samkvæmt því. Til að skólar geti eflt lýðræði í þjóðfélaginu þurfa þeir sjálfir að vera lýðræðislegir og þeir sem þar starfa að hafa lýðræði að hugsjón. Starfsfólk og nemendur þurfa að fá ríkuleg tækifæri til að móta eigið líf og samfélag sitt í samstarfi við aðra – eins og þroski hvers og aðstæður leyfa – og takast á við meiri áskoranir eftir því sem þeim vex vit og ásmegin. Æfa sig í að greina áreiðanleika upplýsinga og sjá í gegnum blekkingar. Vera uppbyggilegir og gagnrýnir. Skólar geta örugglega eflt lýðræði öllum til handa, en því aðeins að það verði almenn lýðræðisvakning í öllu þjóðfélaginu. Því skora ég á þig, lesandi góður, að velta fyrir þér hvað hægt sé að gera til að efla lýðræði og stuðla með því að betra og traustara mannlífi okkar allra – í bráð og lengd. Tökum á því saman, innan skóla sem utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Geir Haarde var dæmdur í Landsdómi fyrir að leggja ekki fyrirsjáanlegt bankahrun formlega fyrir ríkisstjórnina heldur pukrast með málið í þröngum hópi þar til allt hrundi. Í kjölfar álits Evrópuráðsins nýlega er talað um að leggja Landsdóm niður því kjósendur en ekki dómstólar eigi að refsa fyrir pólitísk afglöp. Það geri kjósendur með því að kjósa ekki aftur yfir sig þá sem bregðast þeim. Á því varð misbrestur í alþingiskosningunum í vor. Þeim stjórnmálaflokkum sem lögðu grunn að hruninu mikla var refsað lítillega í hita leiksins í kosningunum 2009, en fjórum árum síðar virðist allt vera gleymt – eða fyrirgefið – og þeir endurheimta fyrra fylgi. Það gerist á sama tíma og verið er að draga fyrir dóm nokkra af áhrifavöldum hrunsins úr hópi kaupsýslumanna (braskara) fyrir að skara ótæpilega eld að eigin köku í krafti regluverks sem þríflokkurinn (Framsókn, Samfylking og umfram allt Sjálfstæðisflokkur) hafði lagt þeim upp í hendur árin áður. Ættu ekki pólitíkusar, sem skópu hriplekt regluverk og gerðu hrunið mögulegt, að bera þyngri ábyrgð og hljóta þyngri refsingu en þeir sem nýttu sér glufurnar? Þessir sem grisjuðu eftirlitið og trúðu að „ósýnileg hönd“ frjálshyggjunnar myndi stýra öllu öllum til heilla? Er einhver að refsa þessum stjórnmálamönnum? Ekki dómstólar, nema hvað Geir Haarde fékk vægan skilyrtan dóm. Ekki kjósendur, sem virðast hafa gleymt eða fyrirgefið mistökin og sumir líklega farnir að láta sig dreyma um að skara eld að eigin köku á nýjan leik, á kostnað heildarinnar. Flokkurinn sem á stærstan hlut í ógöngum íbúðalánakerfisins fékk glæsta kosningu á sama tíma og afglöpin blöstu við. Auðvitað ætti lýðræði að virka þannig að kjósendur refsi með atkvæði sínu fyrir afdrifarík pólitísk afglöp og glæfra. En nýlegt dæmi sýnir að þeir gera það almennt ekki. Margir virðast hafa kokgleypt kosningaloforð sem augljóst mátti vera að yrðu ekki efnd. Hér bregst lýðræðið í aðhaldshlutverki sínu. Við blasir alvarlegur lýðræðisbrestur. Almenningur (kjósendur) virðist ekki valda því hlutverki að gæta hagsmuna sinna og lætur blekkjast af berum lygum og hálfsannleik. Hvað er til ráða? Ætti að grípa til uppfræðsluátaks í þjóðfélaginu, líkt og gert var þegar alnæmi tók að breiðast út? Líkt og gerst hefur undanfarin ár til að upplýsa og afstýra kynferðislegu ofbeldi? Slagorðin gætu verið á þessa leið: Settu (efnahagslega) öryggið á oddinn! Ekki láta tæla þig með innantómum loforðum! Viðurkenndu að það hafi verið brotið á réttindum þínum – það er allt í lagi að segja frá. Eða þannig? Í fjóra áratugi hefur undirbúningur fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi verið eitt af meginmarkmiðum grunnskólans. Hefur það skilað árangri? Samkvæmt nýrri námskrá á lýðræði að vera einn af sex grunnþáttum í öllu menntakerfinu næstu ár. Er einhver von til að það gangi betur? Lýðræði er ekki bara þekking og kunnátta, miklu fremur viðhorf og lífsstíll. Það er erfitt að miðla lífsviðhorfi nema að hafa tök á því sjálfur – að lifa sjálfur samkvæmt því. Til að skólar geti eflt lýðræði í þjóðfélaginu þurfa þeir sjálfir að vera lýðræðislegir og þeir sem þar starfa að hafa lýðræði að hugsjón. Starfsfólk og nemendur þurfa að fá ríkuleg tækifæri til að móta eigið líf og samfélag sitt í samstarfi við aðra – eins og þroski hvers og aðstæður leyfa – og takast á við meiri áskoranir eftir því sem þeim vex vit og ásmegin. Æfa sig í að greina áreiðanleika upplýsinga og sjá í gegnum blekkingar. Vera uppbyggilegir og gagnrýnir. Skólar geta örugglega eflt lýðræði öllum til handa, en því aðeins að það verði almenn lýðræðisvakning í öllu þjóðfélaginu. Því skora ég á þig, lesandi góður, að velta fyrir þér hvað hægt sé að gera til að efla lýðræði og stuðla með því að betra og traustara mannlífi okkar allra – í bráð og lengd. Tökum á því saman, innan skóla sem utan.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar