Lýðræði er málið Þorvaldur Örn Árnason skrifar 23. ágúst 2013 08:00 Geir Haarde var dæmdur í Landsdómi fyrir að leggja ekki fyrirsjáanlegt bankahrun formlega fyrir ríkisstjórnina heldur pukrast með málið í þröngum hópi þar til allt hrundi. Í kjölfar álits Evrópuráðsins nýlega er talað um að leggja Landsdóm niður því kjósendur en ekki dómstólar eigi að refsa fyrir pólitísk afglöp. Það geri kjósendur með því að kjósa ekki aftur yfir sig þá sem bregðast þeim. Á því varð misbrestur í alþingiskosningunum í vor. Þeim stjórnmálaflokkum sem lögðu grunn að hruninu mikla var refsað lítillega í hita leiksins í kosningunum 2009, en fjórum árum síðar virðist allt vera gleymt – eða fyrirgefið – og þeir endurheimta fyrra fylgi. Það gerist á sama tíma og verið er að draga fyrir dóm nokkra af áhrifavöldum hrunsins úr hópi kaupsýslumanna (braskara) fyrir að skara ótæpilega eld að eigin köku í krafti regluverks sem þríflokkurinn (Framsókn, Samfylking og umfram allt Sjálfstæðisflokkur) hafði lagt þeim upp í hendur árin áður. Ættu ekki pólitíkusar, sem skópu hriplekt regluverk og gerðu hrunið mögulegt, að bera þyngri ábyrgð og hljóta þyngri refsingu en þeir sem nýttu sér glufurnar? Þessir sem grisjuðu eftirlitið og trúðu að „ósýnileg hönd“ frjálshyggjunnar myndi stýra öllu öllum til heilla? Er einhver að refsa þessum stjórnmálamönnum? Ekki dómstólar, nema hvað Geir Haarde fékk vægan skilyrtan dóm. Ekki kjósendur, sem virðast hafa gleymt eða fyrirgefið mistökin og sumir líklega farnir að láta sig dreyma um að skara eld að eigin köku á nýjan leik, á kostnað heildarinnar. Flokkurinn sem á stærstan hlut í ógöngum íbúðalánakerfisins fékk glæsta kosningu á sama tíma og afglöpin blöstu við. Auðvitað ætti lýðræði að virka þannig að kjósendur refsi með atkvæði sínu fyrir afdrifarík pólitísk afglöp og glæfra. En nýlegt dæmi sýnir að þeir gera það almennt ekki. Margir virðast hafa kokgleypt kosningaloforð sem augljóst mátti vera að yrðu ekki efnd. Hér bregst lýðræðið í aðhaldshlutverki sínu. Við blasir alvarlegur lýðræðisbrestur. Almenningur (kjósendur) virðist ekki valda því hlutverki að gæta hagsmuna sinna og lætur blekkjast af berum lygum og hálfsannleik. Hvað er til ráða? Ætti að grípa til uppfræðsluátaks í þjóðfélaginu, líkt og gert var þegar alnæmi tók að breiðast út? Líkt og gerst hefur undanfarin ár til að upplýsa og afstýra kynferðislegu ofbeldi? Slagorðin gætu verið á þessa leið: Settu (efnahagslega) öryggið á oddinn! Ekki láta tæla þig með innantómum loforðum! Viðurkenndu að það hafi verið brotið á réttindum þínum – það er allt í lagi að segja frá. Eða þannig? Í fjóra áratugi hefur undirbúningur fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi verið eitt af meginmarkmiðum grunnskólans. Hefur það skilað árangri? Samkvæmt nýrri námskrá á lýðræði að vera einn af sex grunnþáttum í öllu menntakerfinu næstu ár. Er einhver von til að það gangi betur? Lýðræði er ekki bara þekking og kunnátta, miklu fremur viðhorf og lífsstíll. Það er erfitt að miðla lífsviðhorfi nema að hafa tök á því sjálfur – að lifa sjálfur samkvæmt því. Til að skólar geti eflt lýðræði í þjóðfélaginu þurfa þeir sjálfir að vera lýðræðislegir og þeir sem þar starfa að hafa lýðræði að hugsjón. Starfsfólk og nemendur þurfa að fá ríkuleg tækifæri til að móta eigið líf og samfélag sitt í samstarfi við aðra – eins og þroski hvers og aðstæður leyfa – og takast á við meiri áskoranir eftir því sem þeim vex vit og ásmegin. Æfa sig í að greina áreiðanleika upplýsinga og sjá í gegnum blekkingar. Vera uppbyggilegir og gagnrýnir. Skólar geta örugglega eflt lýðræði öllum til handa, en því aðeins að það verði almenn lýðræðisvakning í öllu þjóðfélaginu. Því skora ég á þig, lesandi góður, að velta fyrir þér hvað hægt sé að gera til að efla lýðræði og stuðla með því að betra og traustara mannlífi okkar allra – í bráð og lengd. Tökum á því saman, innan skóla sem utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Geir Haarde var dæmdur í Landsdómi fyrir að leggja ekki fyrirsjáanlegt bankahrun formlega fyrir ríkisstjórnina heldur pukrast með málið í þröngum hópi þar til allt hrundi. Í kjölfar álits Evrópuráðsins nýlega er talað um að leggja Landsdóm niður því kjósendur en ekki dómstólar eigi að refsa fyrir pólitísk afglöp. Það geri kjósendur með því að kjósa ekki aftur yfir sig þá sem bregðast þeim. Á því varð misbrestur í alþingiskosningunum í vor. Þeim stjórnmálaflokkum sem lögðu grunn að hruninu mikla var refsað lítillega í hita leiksins í kosningunum 2009, en fjórum árum síðar virðist allt vera gleymt – eða fyrirgefið – og þeir endurheimta fyrra fylgi. Það gerist á sama tíma og verið er að draga fyrir dóm nokkra af áhrifavöldum hrunsins úr hópi kaupsýslumanna (braskara) fyrir að skara ótæpilega eld að eigin köku í krafti regluverks sem þríflokkurinn (Framsókn, Samfylking og umfram allt Sjálfstæðisflokkur) hafði lagt þeim upp í hendur árin áður. Ættu ekki pólitíkusar, sem skópu hriplekt regluverk og gerðu hrunið mögulegt, að bera þyngri ábyrgð og hljóta þyngri refsingu en þeir sem nýttu sér glufurnar? Þessir sem grisjuðu eftirlitið og trúðu að „ósýnileg hönd“ frjálshyggjunnar myndi stýra öllu öllum til heilla? Er einhver að refsa þessum stjórnmálamönnum? Ekki dómstólar, nema hvað Geir Haarde fékk vægan skilyrtan dóm. Ekki kjósendur, sem virðast hafa gleymt eða fyrirgefið mistökin og sumir líklega farnir að láta sig dreyma um að skara eld að eigin köku á nýjan leik, á kostnað heildarinnar. Flokkurinn sem á stærstan hlut í ógöngum íbúðalánakerfisins fékk glæsta kosningu á sama tíma og afglöpin blöstu við. Auðvitað ætti lýðræði að virka þannig að kjósendur refsi með atkvæði sínu fyrir afdrifarík pólitísk afglöp og glæfra. En nýlegt dæmi sýnir að þeir gera það almennt ekki. Margir virðast hafa kokgleypt kosningaloforð sem augljóst mátti vera að yrðu ekki efnd. Hér bregst lýðræðið í aðhaldshlutverki sínu. Við blasir alvarlegur lýðræðisbrestur. Almenningur (kjósendur) virðist ekki valda því hlutverki að gæta hagsmuna sinna og lætur blekkjast af berum lygum og hálfsannleik. Hvað er til ráða? Ætti að grípa til uppfræðsluátaks í þjóðfélaginu, líkt og gert var þegar alnæmi tók að breiðast út? Líkt og gerst hefur undanfarin ár til að upplýsa og afstýra kynferðislegu ofbeldi? Slagorðin gætu verið á þessa leið: Settu (efnahagslega) öryggið á oddinn! Ekki láta tæla þig með innantómum loforðum! Viðurkenndu að það hafi verið brotið á réttindum þínum – það er allt í lagi að segja frá. Eða þannig? Í fjóra áratugi hefur undirbúningur fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi verið eitt af meginmarkmiðum grunnskólans. Hefur það skilað árangri? Samkvæmt nýrri námskrá á lýðræði að vera einn af sex grunnþáttum í öllu menntakerfinu næstu ár. Er einhver von til að það gangi betur? Lýðræði er ekki bara þekking og kunnátta, miklu fremur viðhorf og lífsstíll. Það er erfitt að miðla lífsviðhorfi nema að hafa tök á því sjálfur – að lifa sjálfur samkvæmt því. Til að skólar geti eflt lýðræði í þjóðfélaginu þurfa þeir sjálfir að vera lýðræðislegir og þeir sem þar starfa að hafa lýðræði að hugsjón. Starfsfólk og nemendur þurfa að fá ríkuleg tækifæri til að móta eigið líf og samfélag sitt í samstarfi við aðra – eins og þroski hvers og aðstæður leyfa – og takast á við meiri áskoranir eftir því sem þeim vex vit og ásmegin. Æfa sig í að greina áreiðanleika upplýsinga og sjá í gegnum blekkingar. Vera uppbyggilegir og gagnrýnir. Skólar geta örugglega eflt lýðræði öllum til handa, en því aðeins að það verði almenn lýðræðisvakning í öllu þjóðfélaginu. Því skora ég á þig, lesandi góður, að velta fyrir þér hvað hægt sé að gera til að efla lýðræði og stuðla með því að betra og traustara mannlífi okkar allra – í bráð og lengd. Tökum á því saman, innan skóla sem utan.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar