Flugvöll í Vatnsmýri Sigurjón Arnórsson skrifar 22. ágúst 2013 07:00 Árið 1940 hóf breski herinn byggingaframkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll. Afi minn, sem þá var ungur flugáhugamaður, rifjar upp minningar frá þessum tíma: „Allt í einu fylltust göturnar af vörubílum sem fluttu rauðan sand frá Rauðhólum. Það þurfti svo gífurlega mikið magn þar sem þarna eru eingöngu mýrar og svo langt niður á fast. Margir festu kaup á vörubílum og allir ætluðu að verða ríkir.“ Á þessum tíma vann afi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og tók þátt í að leggja rafmagn á svæðinu. Það var mikil uppbygging, margir fengu vinnu við framkvæmdirnar og síðan við ýmis störf eftir að flugvöllurinn var tekinn í notkun. Menn voru jafnvel sendir upp í Landakotskirkjuturninn til að hlusta eftir og fylgjast með óvinaflugvélum. Þrátt fyrir að völlurinn væri að mestu lokaður þar til Bretar afhentu Íslendingum hann í júlí 1946, fengu Íslendingar í örfáum tilfellum afnot af honum. Til dæmis stofnuðu afi og félagar flugskóla þar árið 1944. Þegar Íslendingar tóku við rekstri flugvallarins braust út mikill flugáhugi, ný samgönguæð opnaðist, flugskólar voru stofnaðir og um leið hófst mikið „fluglíf“. Í fyrstu voru sjóflugvélar aðallega notaðar þar sem fáir flugvellir voru til á landinu. Fljótlega byrjaði Flugmálastjórn að senda vinnuflokka út um allt land og flugvellir byggðir á melum. Þessa flugvelli var eingöngu hægt að nota á sumrin. Þegar Reykjavíkurflugvöllur var tekinn í notkun opnaðist nýr samgöngumáti sem hefur alla tíð síðan verið mikilvægur fyrir Reykvíkinga og alla aðra landsmenn. Reykjavíkurflugvöllur er bæði sögulega og menningarlega mikilvægur. Hann var reistur á mesta umbyltingarskeiði borgarinnar og landsins alls. Eftir standa margar mikilvægar minjar frá þessu tímabili. Þar má nefna flugturninn, braggana í Nauthólsvík og stóru flugskýlin. Þetta eru jafn verðmætar söguminjar og allnokkrir húskofar í miðborginni sem Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á að vernda og fest kaup á með skattpeningum borgabúa. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030 telur stjórn Reykjavíkurborgar skynsamlegt að láta Reykjavíkurflugvöll víkja fyrir auknum möguleikum á uppbyggingu byggðar í Reykjavík. Eftir þrjú ár er stefnt að því að loka annarri aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-suðurbrautinni. Þessi lokun gerir Reykjavíkurflugvöll ónothæfan fyrir farþegaflug. Reykjavíkurflugvöllur er enn í dag mikilvæg samgönguæð bæði fyrir borgabúa og aðra landsmenn. Þar hefur þróast margs konar þjónusta og önnur starfsemi. Höfuðborg landsins verður að vera vel tengd við aðra landshluta og Reykjavíkurflugvöllur er vel staðsettur til að þjóna því hlutverki til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Árið 1940 hóf breski herinn byggingaframkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll. Afi minn, sem þá var ungur flugáhugamaður, rifjar upp minningar frá þessum tíma: „Allt í einu fylltust göturnar af vörubílum sem fluttu rauðan sand frá Rauðhólum. Það þurfti svo gífurlega mikið magn þar sem þarna eru eingöngu mýrar og svo langt niður á fast. Margir festu kaup á vörubílum og allir ætluðu að verða ríkir.“ Á þessum tíma vann afi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og tók þátt í að leggja rafmagn á svæðinu. Það var mikil uppbygging, margir fengu vinnu við framkvæmdirnar og síðan við ýmis störf eftir að flugvöllurinn var tekinn í notkun. Menn voru jafnvel sendir upp í Landakotskirkjuturninn til að hlusta eftir og fylgjast með óvinaflugvélum. Þrátt fyrir að völlurinn væri að mestu lokaður þar til Bretar afhentu Íslendingum hann í júlí 1946, fengu Íslendingar í örfáum tilfellum afnot af honum. Til dæmis stofnuðu afi og félagar flugskóla þar árið 1944. Þegar Íslendingar tóku við rekstri flugvallarins braust út mikill flugáhugi, ný samgönguæð opnaðist, flugskólar voru stofnaðir og um leið hófst mikið „fluglíf“. Í fyrstu voru sjóflugvélar aðallega notaðar þar sem fáir flugvellir voru til á landinu. Fljótlega byrjaði Flugmálastjórn að senda vinnuflokka út um allt land og flugvellir byggðir á melum. Þessa flugvelli var eingöngu hægt að nota á sumrin. Þegar Reykjavíkurflugvöllur var tekinn í notkun opnaðist nýr samgöngumáti sem hefur alla tíð síðan verið mikilvægur fyrir Reykvíkinga og alla aðra landsmenn. Reykjavíkurflugvöllur er bæði sögulega og menningarlega mikilvægur. Hann var reistur á mesta umbyltingarskeiði borgarinnar og landsins alls. Eftir standa margar mikilvægar minjar frá þessu tímabili. Þar má nefna flugturninn, braggana í Nauthólsvík og stóru flugskýlin. Þetta eru jafn verðmætar söguminjar og allnokkrir húskofar í miðborginni sem Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á að vernda og fest kaup á með skattpeningum borgabúa. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030 telur stjórn Reykjavíkurborgar skynsamlegt að láta Reykjavíkurflugvöll víkja fyrir auknum möguleikum á uppbyggingu byggðar í Reykjavík. Eftir þrjú ár er stefnt að því að loka annarri aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-suðurbrautinni. Þessi lokun gerir Reykjavíkurflugvöll ónothæfan fyrir farþegaflug. Reykjavíkurflugvöllur er enn í dag mikilvæg samgönguæð bæði fyrir borgabúa og aðra landsmenn. Þar hefur þróast margs konar þjónusta og önnur starfsemi. Höfuðborg landsins verður að vera vel tengd við aðra landshluta og Reykjavíkurflugvöllur er vel staðsettur til að þjóna því hlutverki til framtíðar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun