Fótbolti

Við eigum að vinna Færeyjar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi glímir við minniháttar meiðsli.
fréttablaðið /stefán
Gylfi glímir við minniháttar meiðsli. fréttablaðið /stefán
„Það er mikilvægt að fá leik og koma saman. Skiptir engu þannig séð við hverja við spilum. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir komandi verkefni,“ segir landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson.

Hann hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri og því óvíst hvort eða hversu mikið hann getur spilað í leiknum gegn Færeyjum í dag. Aðeins Gylfi og Rúrik Gíslason glíma við lítilvæg meiðsli fyrir þennan leik.

„Úrslitin skipta auðvitað ekki öllu máli í svona leik en að sjálfsögðu stefnum við að því að vinna. Við eigum að vinna lið eins og Færeyjar. Við notum þennan leik meira til þess að æfa okkur fyrir leikina gegn Sviss og Albaníu.“

Það eru ekkert brottfall í íslenska liðinu fyrir leikinn en það er ekki alltaf raunin fyrir leiki á þessum tímapunkti.

„Það er jákvæð stemning hjá landsliðinu og við eigum enn möguleika á umspilssætinu. Hugurinn er í því að undirbúa sig sem best og ná svo flottum árangri í næstu leikjum. Það er raunhæft að ná öðru sætinu en það verður auðvitað erfitt enda hörkuleikir,“ sagði Gylfi, en liðið stefnir á að fá níu stig í síðustu fjórum leikjunum. „Ef við fáum stig gegn Sviss úti þá er allt opið. Í kjölfarið þurfum við að vinna Albana.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×