Ósamræmi höfuðborgarsvæðis Pétur Ólafsson skrifar 13. ágúst 2013 07:00 Allt í kringum okkur eru bæjarfélög að glíma við alvarlegan fjárhagsvanda. Undanfarin ár hafa sveitarstjórnir þurft að hækka gjöld og draga saman í rekstri. Brátt förum við sem betur fer að sjá ljósið við enda ganganna og sveitarfélög geta aukið þjónustu sína á nýjan leik. Þá er að mínu mati kjörið tækifæri til að endurskoða þá þjónustu sem sveitarfélög veita með vissa samræmingu í huga, einkum stærstu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta snýst nefnilega ekki endilega bara um samkeppnishæfni sveitarfélaga og kapp þeirra til að laða til sín íbúa, eins og margir hafa haldið fram og er að mínu mati mikil einföldun. Fyrir flutningum liggja óteljandi ástæður og oft er það ekki þjónusta sveitarfélags sem ræður úrslitum. Þess vegna verða sveitarfélögin að tala meira saman með aukna samræmingu í huga vegna þess að það er í raun grundvallarréttur fólks að geta flutt á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu án þess að gríðarleg þjónustuskerðing blasi við þeim í nýju sveitarfélagi.Munurinn sláandi Höfuðborgarsvæðið er merkilegt fyrirbæri en þar er hægt að flytja sig um nokkra metra og blasir þá við manni nýr veruleiki. Tugir þúsunda króna á mánuði geta skyndilega fallið niður eða bæst við mánaðarreikninginn. Þetta getur ekki verið jákvæð þróun. Ég vil þó taka fram að ég er alls ekki að segja að öll þjónusta sveitarfélaga eigi að kosta eitt og hið sama. Alls ekki. Ég vil hins vegar taka einfalt dæmi af þessum ótrúlega mun sem ríkir milli sveitarfélaga. Munurinn á dýrasta og ódýrasta sveitarfélaginu í leikskólagjöldum er allt frá 31% til 64%. Foreldra munar um það og skerðir þetta vissulega lífsgæði þegar flutt er frá ódýrasta yfir í það dýrasta. Þessi grein er skrifuð til að hvetja til umræðu án öfga og um leiðir til þess að ná að jafna eins og hægt er gjöld til íbúa milli sveitarfélaga. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga það skilið að stjórnmálamenn setji þá í fyrsta sætið og myndi sambærilega heild milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frekar en það sundurlyndi sem einkennt hefur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu alltof lengi. Flest eigum við það sameiginlegt að vilja búa í sveitarfélagi þar sem útsvari er stillt í hóf án þess að það bitni á þjónustunni. Að hægt sé að vera með börn á leikskóla og í grunnskóla án þess að það kosti offjár og að vita með vissu að farið sé með útsvarsgreiðslur manns á sanngjarnan og vandaðan hátt. Flutningur milli sveitarfélaga án fjárhagsáfalla hlýtur að vera hluti af þessari sýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Allt í kringum okkur eru bæjarfélög að glíma við alvarlegan fjárhagsvanda. Undanfarin ár hafa sveitarstjórnir þurft að hækka gjöld og draga saman í rekstri. Brátt förum við sem betur fer að sjá ljósið við enda ganganna og sveitarfélög geta aukið þjónustu sína á nýjan leik. Þá er að mínu mati kjörið tækifæri til að endurskoða þá þjónustu sem sveitarfélög veita með vissa samræmingu í huga, einkum stærstu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta snýst nefnilega ekki endilega bara um samkeppnishæfni sveitarfélaga og kapp þeirra til að laða til sín íbúa, eins og margir hafa haldið fram og er að mínu mati mikil einföldun. Fyrir flutningum liggja óteljandi ástæður og oft er það ekki þjónusta sveitarfélags sem ræður úrslitum. Þess vegna verða sveitarfélögin að tala meira saman með aukna samræmingu í huga vegna þess að það er í raun grundvallarréttur fólks að geta flutt á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu án þess að gríðarleg þjónustuskerðing blasi við þeim í nýju sveitarfélagi.Munurinn sláandi Höfuðborgarsvæðið er merkilegt fyrirbæri en þar er hægt að flytja sig um nokkra metra og blasir þá við manni nýr veruleiki. Tugir þúsunda króna á mánuði geta skyndilega fallið niður eða bæst við mánaðarreikninginn. Þetta getur ekki verið jákvæð þróun. Ég vil þó taka fram að ég er alls ekki að segja að öll þjónusta sveitarfélaga eigi að kosta eitt og hið sama. Alls ekki. Ég vil hins vegar taka einfalt dæmi af þessum ótrúlega mun sem ríkir milli sveitarfélaga. Munurinn á dýrasta og ódýrasta sveitarfélaginu í leikskólagjöldum er allt frá 31% til 64%. Foreldra munar um það og skerðir þetta vissulega lífsgæði þegar flutt er frá ódýrasta yfir í það dýrasta. Þessi grein er skrifuð til að hvetja til umræðu án öfga og um leiðir til þess að ná að jafna eins og hægt er gjöld til íbúa milli sveitarfélaga. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga það skilið að stjórnmálamenn setji þá í fyrsta sætið og myndi sambærilega heild milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frekar en það sundurlyndi sem einkennt hefur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu alltof lengi. Flest eigum við það sameiginlegt að vilja búa í sveitarfélagi þar sem útsvari er stillt í hóf án þess að það bitni á þjónustunni. Að hægt sé að vera með börn á leikskóla og í grunnskóla án þess að það kosti offjár og að vita með vissu að farið sé með útsvarsgreiðslur manns á sanngjarnan og vandaðan hátt. Flutningur milli sveitarfélaga án fjárhagsáfalla hlýtur að vera hluti af þessari sýn.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun