Bjartir í sumarhúsum stjórnmála Margrét S. Björnsdóttir skrifar 12. ágúst 2013 07:00 Íslenskir vinstra megin við miðju-menn gengu margklofnir til síðustu Alþingiskosninga. Fjölmargir vildu sinn eigin stjórnmálaflokk, rétt eins og Bjartur forðum, sem kaus óbyggilegt heiðabýli frekar en vinnumennsku á betra býli. Í stað málamiðlana um menn og málefni og að freista þess að ná sameinaðir meiri áhrifum fengu þeir sem vildu sinn prívat flokk og sitja þar nú áhrifalausir. Hugsanlega má segja að þeir sem fyrir voru í vinstriflokkunum tveimur hafi ekki haft umburðarlyndi eða visku til að fá þessa óþreyjufullu flokkssprota til samstarfs. Gleymd var sagan um sundrungu vinstri manna á 20. öld eða sigra þegar þeir báru gæfu til að standa saman, eins og í Reykjavíkurlistanum 1994-2006 og við samruna fjögurra smáflokka við stofnun Samfylkingarinnar árið 2000. Gömlu mistökin voru endurtekin undir nýjum formerkjum. Hægri flokkarnir Framsókn og Sjálfstæðisflokkur rétt mörðu að fá rúman helming atkvæða. Þeir sýndu fljótt sitt rétta eðli: Auðlindaendurgjald lækkað um 10 milljarða, hætt við tímabæra hækkun virðisaukaskatts á hótelgistingar, niðurskurður boðaður á móti og þrengt að námsmönnum með harðari afkastakröfum, sem stjórnvitringur úr Hruninu leiðir ásamt Sjálfstæðismönnum í stjórn LÍN. Aukin pólitísk áhrif á stjórn og dagskrárstefnu RÚV boðuð og margvíslegum þöggunaraðferðum beitt til að menn þar haldi sér á réttri pólitískri mottu. Ekkert bólar á efndum kosningaloforða til handa almenningi um skattkerfisbreytingar (Sjálfstæðisflokkur) eða tilfærslur (Framsóknarflokkur), sem áttu að stórlækka höfuðstól íbúðalána. Hvað þá áform Framsóknarmanna um afnám verðtryggingar. Eini ráðherrann sem sýnir viðleitni til að efna kosningaloforð sem nýtast almenningi er Eygló Harðardóttir velferðarráðherra. Fram undan eru sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir vinstra megin við miðju eiga að skoða sem fyrst samstarfsmöguleika í sveitarstjórnarkosningunum, allt eftir aðstæðum í hverju sveitarfélagi. Hvar er skynsamlegt að bjóða fram saman, mynda kosningabandalög o.s.frv.? Árið 1985 stofnaði hópur ungs fólks úr Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi, Bandalagi jafnaðarmanna og Kvennalista, ásamt vinstrisinnuðum framsóknarmönnum, Málfundafélag jafnaðarmanna, sem hafði að markmiði að þrýsta á samstarf og/eða sameiningu flokkanna. Síðar urðu til Gróska og Röskva sem höfðu svipuð markmið. Er aftur kominn tími slíkra samtaka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Íslenskir vinstra megin við miðju-menn gengu margklofnir til síðustu Alþingiskosninga. Fjölmargir vildu sinn eigin stjórnmálaflokk, rétt eins og Bjartur forðum, sem kaus óbyggilegt heiðabýli frekar en vinnumennsku á betra býli. Í stað málamiðlana um menn og málefni og að freista þess að ná sameinaðir meiri áhrifum fengu þeir sem vildu sinn prívat flokk og sitja þar nú áhrifalausir. Hugsanlega má segja að þeir sem fyrir voru í vinstriflokkunum tveimur hafi ekki haft umburðarlyndi eða visku til að fá þessa óþreyjufullu flokkssprota til samstarfs. Gleymd var sagan um sundrungu vinstri manna á 20. öld eða sigra þegar þeir báru gæfu til að standa saman, eins og í Reykjavíkurlistanum 1994-2006 og við samruna fjögurra smáflokka við stofnun Samfylkingarinnar árið 2000. Gömlu mistökin voru endurtekin undir nýjum formerkjum. Hægri flokkarnir Framsókn og Sjálfstæðisflokkur rétt mörðu að fá rúman helming atkvæða. Þeir sýndu fljótt sitt rétta eðli: Auðlindaendurgjald lækkað um 10 milljarða, hætt við tímabæra hækkun virðisaukaskatts á hótelgistingar, niðurskurður boðaður á móti og þrengt að námsmönnum með harðari afkastakröfum, sem stjórnvitringur úr Hruninu leiðir ásamt Sjálfstæðismönnum í stjórn LÍN. Aukin pólitísk áhrif á stjórn og dagskrárstefnu RÚV boðuð og margvíslegum þöggunaraðferðum beitt til að menn þar haldi sér á réttri pólitískri mottu. Ekkert bólar á efndum kosningaloforða til handa almenningi um skattkerfisbreytingar (Sjálfstæðisflokkur) eða tilfærslur (Framsóknarflokkur), sem áttu að stórlækka höfuðstól íbúðalána. Hvað þá áform Framsóknarmanna um afnám verðtryggingar. Eini ráðherrann sem sýnir viðleitni til að efna kosningaloforð sem nýtast almenningi er Eygló Harðardóttir velferðarráðherra. Fram undan eru sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir vinstra megin við miðju eiga að skoða sem fyrst samstarfsmöguleika í sveitarstjórnarkosningunum, allt eftir aðstæðum í hverju sveitarfélagi. Hvar er skynsamlegt að bjóða fram saman, mynda kosningabandalög o.s.frv.? Árið 1985 stofnaði hópur ungs fólks úr Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi, Bandalagi jafnaðarmanna og Kvennalista, ásamt vinstrisinnuðum framsóknarmönnum, Málfundafélag jafnaðarmanna, sem hafði að markmiði að þrýsta á samstarf og/eða sameiningu flokkanna. Síðar urðu til Gróska og Röskva sem höfðu svipuð markmið. Er aftur kominn tími slíkra samtaka?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun