IPA-styrkir settir á ís - Ætlast til þess að viðtökuland stefni að inngöngu Þorgils Jónsson skrifar 8. ágúst 2013 08:00 Ekki verða undirritaðir fleiri samningar um styrki frá ESB vegna svokallaðra IPA-verkefna. Áætlanir gerðu ráð fyrir að 3,5 milljörðum króna yrði varið í verkefni hér á landi vegna áranna 2012 og 2013. Núverandi stjórnvöld gerðu formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands við ESB, og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur stjórnvöldum borist svar frá framkvæmdastjórn ESB þar sem áréttað er að skilyrði fyrir IPA-aðstoð sé að viðtökulandið stefni að inngöngu. „Það sem liggur fyrir er að framkvæmdastjórnin ætlar ekki að setja af stað fleiri verkefni,“ segir Kristján Andri Stefánsson sendiherra í samtali við Fréttablaðið, en hann er landstengiliður fyrir Ísland varðandi málefni tengd IPA. „En við höldum hins vegar áfram að ræða við sambandið um þau verkefni sem hafin eru.“ Þau verkefni sem byrjað er á eru þau sem voru á fyrstu landsáætlun af þremur og nema um 1,8 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu viðræðurnar við ESB um framhald þeirra fara fram í seinni hluta næsta mánaðar. Verkefnin sem ekki verður samið um voru á landsáætlun fyrir 2012 og 2013. Þar eru meðal annars verkefni tengd þýðingum, uppbyggingu stjórnsýslunnar og innleiðingu tilskipana ESB. Hins vegar er þar líka að finna styrki til verkefna vegna byggða- og atvinnuþróunar að upphæð allt að 1,3 milljörðum króna. Umsóknarferli fyrir þá styrki var hafið áður en hlé var gert á aðildarviðræðunum og höfðu fjölmargir aðilar, samtök og stofnanir, lagt mikla vinnu í undirbúning og skipulag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lágu fyrir lokadrög varðandi þau verkefni sem átti að styrkja, en þar á meðal var Matís með verkefni upp á 160 milljónir, Nýsköpunarmiðstöðin með verkefni upp á 377 milljónir, auk ýmissa verkefna í tengslum við atvinnuuppbyggingu víða um land, sem áttu von á styrkjum að upphæð 550 milljónir króna. Hvað eru IPA-styrkir? IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance) er samheiti yfir fjölþætta aðstoð sem ESB veitir umsóknarríkjum til að undirbúa aðild. Heildarstuðningurinn sem Íslandi stóð til boða nam um 40 milljónum evra sem jafngildir um 6,2 milljörðum króna. 5,2 milljarðar voru á svokallaðri landsáætlun sem var skipt á árin 2011, 2012 og 2013. (Heimild: Utanríkisráðuneytið) Verkefni ársins 2011 voru umsamin að upphæð 1,8 milljarðar króna og flest hafin. Ekki stendur til að hætta við þau, en viðræður um að ljúka þeim fara fram í næsta mánuði. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ESB muni krefjast endurgreiðslu á þeirri upphæð, jafnvel þótt hætt verði alfarið við aðildarumsókn Íslands Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Ekki verða undirritaðir fleiri samningar um styrki frá ESB vegna svokallaðra IPA-verkefna. Áætlanir gerðu ráð fyrir að 3,5 milljörðum króna yrði varið í verkefni hér á landi vegna áranna 2012 og 2013. Núverandi stjórnvöld gerðu formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands við ESB, og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur stjórnvöldum borist svar frá framkvæmdastjórn ESB þar sem áréttað er að skilyrði fyrir IPA-aðstoð sé að viðtökulandið stefni að inngöngu. „Það sem liggur fyrir er að framkvæmdastjórnin ætlar ekki að setja af stað fleiri verkefni,“ segir Kristján Andri Stefánsson sendiherra í samtali við Fréttablaðið, en hann er landstengiliður fyrir Ísland varðandi málefni tengd IPA. „En við höldum hins vegar áfram að ræða við sambandið um þau verkefni sem hafin eru.“ Þau verkefni sem byrjað er á eru þau sem voru á fyrstu landsáætlun af þremur og nema um 1,8 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu viðræðurnar við ESB um framhald þeirra fara fram í seinni hluta næsta mánaðar. Verkefnin sem ekki verður samið um voru á landsáætlun fyrir 2012 og 2013. Þar eru meðal annars verkefni tengd þýðingum, uppbyggingu stjórnsýslunnar og innleiðingu tilskipana ESB. Hins vegar er þar líka að finna styrki til verkefna vegna byggða- og atvinnuþróunar að upphæð allt að 1,3 milljörðum króna. Umsóknarferli fyrir þá styrki var hafið áður en hlé var gert á aðildarviðræðunum og höfðu fjölmargir aðilar, samtök og stofnanir, lagt mikla vinnu í undirbúning og skipulag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lágu fyrir lokadrög varðandi þau verkefni sem átti að styrkja, en þar á meðal var Matís með verkefni upp á 160 milljónir, Nýsköpunarmiðstöðin með verkefni upp á 377 milljónir, auk ýmissa verkefna í tengslum við atvinnuuppbyggingu víða um land, sem áttu von á styrkjum að upphæð 550 milljónir króna. Hvað eru IPA-styrkir? IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance) er samheiti yfir fjölþætta aðstoð sem ESB veitir umsóknarríkjum til að undirbúa aðild. Heildarstuðningurinn sem Íslandi stóð til boða nam um 40 milljónum evra sem jafngildir um 6,2 milljörðum króna. 5,2 milljarðar voru á svokallaðri landsáætlun sem var skipt á árin 2011, 2012 og 2013. (Heimild: Utanríkisráðuneytið) Verkefni ársins 2011 voru umsamin að upphæð 1,8 milljarðar króna og flest hafin. Ekki stendur til að hætta við þau, en viðræður um að ljúka þeim fara fram í næsta mánuði. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ESB muni krefjast endurgreiðslu á þeirri upphæð, jafnvel þótt hætt verði alfarið við aðildarumsókn Íslands
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira