Perluvinkonur reka verslun í hjarta Nørrebro Sara McMahon skrifar 18. júlí 2013 07:00 Vinkonurnar Anna Sóley Viðarsdóttir og Eva Dögg Rúnarsdóttir reka verslunina og vinnustofuna Ampersand. Mynd/Hallur Karlsson „Hugmyndin að Ampersand í núverandi mynd, það er að segja sem vinnustofa og verslun, varð til sumarið 2011 þegar við fengum skyndilega tækifærið til að opna búð í uppáhaldsgötunni okkar, Jægersborggade í Nørrebro. Því gátum við einfaldlega ekki hafnað og hentum okkur bara út í djúpu laugina. Þetta er þó sé kannski ein versta myndlíking sem hægt er að taka þar sem við tvær stóðum lafhræddar á hæsta stökkpallinum í hverfislauginni og þorðum ekki að stökkva út í,“ segja vinkonurnar Eva Dögg Rúnarsdóttir og Anna Sóley Viðarsdóttir. Þær reka verslunina Ampersand í Kaupmannahöfn sem selur allt sem stúlkurnar elska, nota og langar í. Líkt og áður hefur komið fram stendur Ampersand við Jægersborggade í hjarta Nørrebro og lýsa þær stöllur götunni sem lifandi og síbreytilegri. „Hér er allt að finna. Að minnsta kosti allt sem við þurfum,“ segja þær. Aðspurðar segja þær viðtökurnar hafa verið frábærar og leggur fjöldi Íslendinga leið sína í verslunina þegar þeir heimsækja borgina. „Við erum alltaf voða upp með okkur þegar Íslendingar koma í heimsókn. Við fáum mikið af forvitnum Dönum sem kíkja á skrýtnu, íslensku stelpurnar og svo erum við komnar með efnilegan hóp fastakúnna,“ segir Eva Dögg. Fleiri Íslendingar hafa opnað verslanir í Kaupmannahöfn á undanförnum árum og liggur beinast við að spyrja hvort mikil eftirspurn sé eftir íslenskum vörum þar í borg? „Ég veit ekki hvort eftirspurnin eftir íslenskum vörum sé endilega svo mikil, en Dönum þykja þær spennandi og áhugaverðar. Við erum aðeins með örfá og vel valin íslensk merki hjá okkur,“ segir Anna Sóley. Þegar þær eru að lokum spurðar út í framtíðaráform sín segjast þær huga að heimsyfirráðum. „Heimsyfirráð Ampersand! Nei, okkar áform eru einna helst þau að þróa hugtakið Ampersand og finna okkar farveg. Okkar fókus liggur að miklu leyti í að koma okkar eigin hönnun og framleiðslu á laggirnar.“ Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Sjá meira
„Hugmyndin að Ampersand í núverandi mynd, það er að segja sem vinnustofa og verslun, varð til sumarið 2011 þegar við fengum skyndilega tækifærið til að opna búð í uppáhaldsgötunni okkar, Jægersborggade í Nørrebro. Því gátum við einfaldlega ekki hafnað og hentum okkur bara út í djúpu laugina. Þetta er þó sé kannski ein versta myndlíking sem hægt er að taka þar sem við tvær stóðum lafhræddar á hæsta stökkpallinum í hverfislauginni og þorðum ekki að stökkva út í,“ segja vinkonurnar Eva Dögg Rúnarsdóttir og Anna Sóley Viðarsdóttir. Þær reka verslunina Ampersand í Kaupmannahöfn sem selur allt sem stúlkurnar elska, nota og langar í. Líkt og áður hefur komið fram stendur Ampersand við Jægersborggade í hjarta Nørrebro og lýsa þær stöllur götunni sem lifandi og síbreytilegri. „Hér er allt að finna. Að minnsta kosti allt sem við þurfum,“ segja þær. Aðspurðar segja þær viðtökurnar hafa verið frábærar og leggur fjöldi Íslendinga leið sína í verslunina þegar þeir heimsækja borgina. „Við erum alltaf voða upp með okkur þegar Íslendingar koma í heimsókn. Við fáum mikið af forvitnum Dönum sem kíkja á skrýtnu, íslensku stelpurnar og svo erum við komnar með efnilegan hóp fastakúnna,“ segir Eva Dögg. Fleiri Íslendingar hafa opnað verslanir í Kaupmannahöfn á undanförnum árum og liggur beinast við að spyrja hvort mikil eftirspurn sé eftir íslenskum vörum þar í borg? „Ég veit ekki hvort eftirspurnin eftir íslenskum vörum sé endilega svo mikil, en Dönum þykja þær spennandi og áhugaverðar. Við erum aðeins með örfá og vel valin íslensk merki hjá okkur,“ segir Anna Sóley. Þegar þær eru að lokum spurðar út í framtíðaráform sín segjast þær huga að heimsyfirráðum. „Heimsyfirráð Ampersand! Nei, okkar áform eru einna helst þau að þróa hugtakið Ampersand og finna okkar farveg. Okkar fókus liggur að miklu leyti í að koma okkar eigin hönnun og framleiðslu á laggirnar.“
Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Sjá meira