Enski boltinn

Scholes ekki í þjálfarateymi Manchester United

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paul Scholes
Paul Scholes Mynd / Getty Images
Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur hafnað þjálfarastarfi hjá félaginu en leikmaðurinn lagði skóna endanlega á hilluna eftir tímabilið.

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, hafði farið þess á leit við miðjumanninn snjalla að verða partur af þjálfarateymi liðsins.

Ryan Giggs og Phil Neville verða báðir partur af þjálfarateymi Manchester United en þeir þrír léku saman hjá liðinu í mörg ár.

„Ég vildi endilega fá Paul Scholes inn í teymið og nýta þar með þá gríðarlegu reynslu sem þessir eldri leikmenn félagsins hafa fram að færa til þeirra ungu,“ sagði David Moyes.

„Scholes vildi taka sér gott frí frá knattspyrnu og vera meira með fjölskyldu sinni. Maður verður bara að virða þá ákvörðun. Staðan verður aftur á móti til staðar fyrir Scholes þegar hann er tilbúinn, hann má taka sér eins langt frí og hann vill.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×