Eitrað inngrip í dýrmætt mýrlendi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júlí 2013 10:00 Borgþór Magnússon, vistfræðingur hjá Náttúrustofnun Íslands, furðar sig á vali staðsetningar skógræktarinnar. Skógrækt ríkisins hefur gengið harkalega að dýrmætu votlendissvæði sem Votlendisnefnd ásamt Náttúrustofnun Íslands hefur unnið að því að endurheimta síðan árið 1996. Dagmálatjörn í Biskupstungum var fyrsta tjörnin sem endurheimt var í tilraunaverkefni Votlendisnefndar, en hún hafði það hlutverk að endurheimta mýrlendi sem þurrkað hafði verið upp, og tókst aðgerðin vel að mati aðstandenda. Nú, fimmtán árum síðar leiðir vettvangsrannsókn í ljós að eitrað hefur verið fyrir kjarr- og mýrlendisgróðri á stóru svæði austan tjarnarinnar og sitkagreni plantað í landið. Náttúrufræðistofnun Íslands kallar þetta hernað gegn landinu. „Ég set spurningarmerki við það að vera að rækta skóga í mýrlendi. Mýrarnar eru einhver sterkustu og öflugustu vistkerfi sem við eigum hér á landi,“ segir Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur og formaður vistfræðideildar hjá Náttúrustofnun Íslands. Hann segir að varlega verði að fara í aðgerðir af þessu tagi.„Ég tók eftir því að það var búið að úða eitri á mýrarsvæði við tjörnina. Mér fannst þetta nokkuð harkalega fram gengið í skógræktinni, að vera að eyða þessum náttúrulega gróðri til þess að ryðja fyrir skógi alveg þarna á tjarnarbakkanum.“ Skógræktin sem um ræðir er hluti af landshlutaverkefni í skógrækt, nánar tiltekið Suðurlandsskógaverkefni. „Jarðirnar eru teknar út, gróðurfar þeirra metið og valið það land sem er talið henta best til skógræktar. Svo velja þeir væntanlega trjátegundir með tilliti til skilyrða landsins,“ útskýrir Borgþór. Að mati Náttúrustofnunar geti skógrækt af þessu tagi varla verið talin fara fram í sátt við umhverfið en það er leiðbeiningarregla skógræktarinnar.„Það hefði verið æskilegt að svæðið hefði fengið að njóta sín án mikils rasks. Þarna fara af stað aðgerðir alveg inn á svæðið, manni finnst þetta rekast saman og menn ekki taka tillit til þess sem var.“ Borgþór leggur áherslu á mikilvægi aðgerða sem stefna að því að endurheimta votlendi þar sem að með því sé hægt að draga mikið úr gróðurhúsaáhrifum. „Jafnframt eru þessar aðgerðir til þess fallnar að koma náttúrunni nær því að vera í upprunalegu horfi. Ríkið er að greiða fyrir því að raska þeim enn frekar.“ Ekki náðist í forsvarsmann Suðurlandskógaverkefnis á vegum Skógræktar ríkisins við gerð fréttarinnar. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Skógrækt ríkisins hefur gengið harkalega að dýrmætu votlendissvæði sem Votlendisnefnd ásamt Náttúrustofnun Íslands hefur unnið að því að endurheimta síðan árið 1996. Dagmálatjörn í Biskupstungum var fyrsta tjörnin sem endurheimt var í tilraunaverkefni Votlendisnefndar, en hún hafði það hlutverk að endurheimta mýrlendi sem þurrkað hafði verið upp, og tókst aðgerðin vel að mati aðstandenda. Nú, fimmtán árum síðar leiðir vettvangsrannsókn í ljós að eitrað hefur verið fyrir kjarr- og mýrlendisgróðri á stóru svæði austan tjarnarinnar og sitkagreni plantað í landið. Náttúrufræðistofnun Íslands kallar þetta hernað gegn landinu. „Ég set spurningarmerki við það að vera að rækta skóga í mýrlendi. Mýrarnar eru einhver sterkustu og öflugustu vistkerfi sem við eigum hér á landi,“ segir Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur og formaður vistfræðideildar hjá Náttúrustofnun Íslands. Hann segir að varlega verði að fara í aðgerðir af þessu tagi.„Ég tók eftir því að það var búið að úða eitri á mýrarsvæði við tjörnina. Mér fannst þetta nokkuð harkalega fram gengið í skógræktinni, að vera að eyða þessum náttúrulega gróðri til þess að ryðja fyrir skógi alveg þarna á tjarnarbakkanum.“ Skógræktin sem um ræðir er hluti af landshlutaverkefni í skógrækt, nánar tiltekið Suðurlandsskógaverkefni. „Jarðirnar eru teknar út, gróðurfar þeirra metið og valið það land sem er talið henta best til skógræktar. Svo velja þeir væntanlega trjátegundir með tilliti til skilyrða landsins,“ útskýrir Borgþór. Að mati Náttúrustofnunar geti skógrækt af þessu tagi varla verið talin fara fram í sátt við umhverfið en það er leiðbeiningarregla skógræktarinnar.„Það hefði verið æskilegt að svæðið hefði fengið að njóta sín án mikils rasks. Þarna fara af stað aðgerðir alveg inn á svæðið, manni finnst þetta rekast saman og menn ekki taka tillit til þess sem var.“ Borgþór leggur áherslu á mikilvægi aðgerða sem stefna að því að endurheimta votlendi þar sem að með því sé hægt að draga mikið úr gróðurhúsaáhrifum. „Jafnframt eru þessar aðgerðir til þess fallnar að koma náttúrunni nær því að vera í upprunalegu horfi. Ríkið er að greiða fyrir því að raska þeim enn frekar.“ Ekki náðist í forsvarsmann Suðurlandskógaverkefnis á vegum Skógræktar ríkisins við gerð fréttarinnar.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira