Loforð og efndir Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 3. júlí 2013 07:30 Það var skýrt kosningaloforð Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninga til Alþingis í vor að það yrði forgangsmál að afnema skerðingar sem urðu á greiðslum til lífeyrisþega almannatrygginga í júlí 2009. Enda kemur fram í ályktun flokksþings Framsóknar: „Í málefnum aldraðra er eftirfarandi brýnasta viðfangsefnið: Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja sem tók gildi 1. júlí 2009 verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðinga þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímum.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í febrúar sl. um velferðarmál. Þar kemur m.a. fram að: „Sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, verði tafarlaust afturkölluð.“ Vakin skal sérstök athygli á orðunum „forgangsmál“, „brýnasta“ og „tafarlaust“. Þau lýsa mjög ákveðnum vilja.Lítum á hvaða skerðingar talað er um: Varðar elli- og örorkulífeyrisþega:Skerðingarhlutfall tekjutryggingar var hækkað úr 38,35% í 45% (gildir út árið 2013).Lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri í fyrsta sinn í sögunni. Þegar grunnlífeyrir fellur út missir fólk réttindi sem honum fylgja, s.s. niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði og sjúkra-, iðju- og talþjálfun auk uppbótar vegna reksturs bifreiða fyrir hreyfihamlaða. Frítekjumark fjármagnstekna var hækkað úr 90.000 í 98.680 en á sama tíma var því breytt að fjármagnstekjur vega 100% til skerðingar í stað 50% áður. Varðar ellilífeyrisþega:Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar lækkaði í 480.000 kr. á ári. Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur við útreikning tekjutryggingar varð 10.000 kr. á mánuði. Varðar örorkulífeyrisþega: n Aldurstengd örorkuuppbót skertist vegna tekna.Efndirnar Nú hafa þessir tveir flokkar myndað ríkisstjórn undir forsæti Framsóknar og hafa lífeyrisþegar beðið með eftirvæntingu eftir efndum kosningaloforðanna. Þeir hafa nú þegar beðið í fjögur ár eftir afnámi skerðinganna sem áttu að vera tímabundið úrræði vegna efnahagskreppunnar. Hvað gerist? Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, leggur nú á sumarþingi fram frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar sem felur einungis í sér afnám tveggja skerðinga af sex. Lífeyrissjóðsgreiðslur skerða ekki lengur grunnlífeyri og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega er hækkað verulega.Bilið breikkar Þeir lífeyrisþegar bera mest úr býtum sem hæstar hafa tekjur fyrir. Bilið breikkar milli þeirra sem hafa mest og þeirra sem hafa minnst. Breytingin kemur sér best fyrir ellilífeyrisþega sem hafa tekjur úr lífeyrissjóði yfir 350 þúsund krónum á mánuði. Meirihluti örorkulífeyrisþega fær engar greiðslur úr lífeyrissjóði og nema hæstu greiðslur til þeirra sem hafa lífeyrissjóðstekjur um 80 þúsund krónum á mánuði. Ekki er í frumvarpinu minnst á hvenær eigi að afnema þær skerðingar sem enn eru í gildi og ekki er eitt orð um hækkun lífeyris vegna þeirrar miklu kjaraskerðingar sem lífeyrisþegum var gert að taka á sig vegna kreppunnar.Gífurleg kjararýrnun Frá janúar 2009 til janúar 2013 hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn gríðarlegur. Brýnasta hagsmunamál öryrkja er því veruleg hækkun bóta almannatrygginga. Það skal tekið fram að full ástæða er til að fagna afnámi þeirra skerðinga sem frumvarpið kveður á um en öryrkjar höfðu ástæðu til að búast við mun meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það var skýrt kosningaloforð Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninga til Alþingis í vor að það yrði forgangsmál að afnema skerðingar sem urðu á greiðslum til lífeyrisþega almannatrygginga í júlí 2009. Enda kemur fram í ályktun flokksþings Framsóknar: „Í málefnum aldraðra er eftirfarandi brýnasta viðfangsefnið: Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja sem tók gildi 1. júlí 2009 verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðinga þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímum.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í febrúar sl. um velferðarmál. Þar kemur m.a. fram að: „Sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, verði tafarlaust afturkölluð.“ Vakin skal sérstök athygli á orðunum „forgangsmál“, „brýnasta“ og „tafarlaust“. Þau lýsa mjög ákveðnum vilja.Lítum á hvaða skerðingar talað er um: Varðar elli- og örorkulífeyrisþega:Skerðingarhlutfall tekjutryggingar var hækkað úr 38,35% í 45% (gildir út árið 2013).Lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri í fyrsta sinn í sögunni. Þegar grunnlífeyrir fellur út missir fólk réttindi sem honum fylgja, s.s. niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði og sjúkra-, iðju- og talþjálfun auk uppbótar vegna reksturs bifreiða fyrir hreyfihamlaða. Frítekjumark fjármagnstekna var hækkað úr 90.000 í 98.680 en á sama tíma var því breytt að fjármagnstekjur vega 100% til skerðingar í stað 50% áður. Varðar ellilífeyrisþega:Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar lækkaði í 480.000 kr. á ári. Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur við útreikning tekjutryggingar varð 10.000 kr. á mánuði. Varðar örorkulífeyrisþega: n Aldurstengd örorkuuppbót skertist vegna tekna.Efndirnar Nú hafa þessir tveir flokkar myndað ríkisstjórn undir forsæti Framsóknar og hafa lífeyrisþegar beðið með eftirvæntingu eftir efndum kosningaloforðanna. Þeir hafa nú þegar beðið í fjögur ár eftir afnámi skerðinganna sem áttu að vera tímabundið úrræði vegna efnahagskreppunnar. Hvað gerist? Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, leggur nú á sumarþingi fram frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar sem felur einungis í sér afnám tveggja skerðinga af sex. Lífeyrissjóðsgreiðslur skerða ekki lengur grunnlífeyri og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega er hækkað verulega.Bilið breikkar Þeir lífeyrisþegar bera mest úr býtum sem hæstar hafa tekjur fyrir. Bilið breikkar milli þeirra sem hafa mest og þeirra sem hafa minnst. Breytingin kemur sér best fyrir ellilífeyrisþega sem hafa tekjur úr lífeyrissjóði yfir 350 þúsund krónum á mánuði. Meirihluti örorkulífeyrisþega fær engar greiðslur úr lífeyrissjóði og nema hæstu greiðslur til þeirra sem hafa lífeyrissjóðstekjur um 80 þúsund krónum á mánuði. Ekki er í frumvarpinu minnst á hvenær eigi að afnema þær skerðingar sem enn eru í gildi og ekki er eitt orð um hækkun lífeyris vegna þeirrar miklu kjaraskerðingar sem lífeyrisþegum var gert að taka á sig vegna kreppunnar.Gífurleg kjararýrnun Frá janúar 2009 til janúar 2013 hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn gríðarlegur. Brýnasta hagsmunamál öryrkja er því veruleg hækkun bóta almannatrygginga. Það skal tekið fram að full ástæða er til að fagna afnámi þeirra skerðinga sem frumvarpið kveður á um en öryrkjar höfðu ástæðu til að búast við mun meiru.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun