Baráttan um söguna Guðni Th. Jóhannesson skrifar 22. júní 2013 06:00 Áhugi á liðinni tíð er hverjum manni nauðsynlegur. Sömuleiðis eru sameiginlegar minningar forsenda þess að fólk taki höndum saman og myndi samfélög, myndi þjóðir. Þess vegna er sjálfsagt að á hátíðarstundum minnist fólk sögunnar, ekki síst þess sem vel gekk og hafa má til eftirbreytni. Á hinn bóginn næst aldrei einhugur í lýðræðislegu þjóðskipulagi um orsakir viðburða, hvað hafi skipt mestu máli og þar fram eftir götunum. Um þetta á fólk að takast, málefnalega og æsingalaust. Þannig miðar okkur fram á veg. Annað skiptir líka miklu máli: Fullkomin hlutlægni er ekki til. Fólk á þó samt að reyna að hafa það sem sannara reynist, svo vitnað sé í þjóðmenningararfinn. Og þess vegna brennur við að þeir sem vilja einfaldlega skilja hvers vegna svo fór sem fór hverju sinni verða ósammála valdhöfum þegar þeir reyna að nota söguna til að styðja eigin rök í málefnum líðandi stundar. Bilið á milli verður einfaldlega of mikið. Tökum dæmi: Þeir sem hafa kynnt sér sögu kreppuáranna á Íslandi til þess að skilja hana betur geta ekki verið sammála þeirri söguskoðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að þá hafi Íslendingar sýnt það göfuga fordæmi að leysa erfið úrlausnarefni í sameiningu, eins og heyra mátti í stefnuræðu hans við upphaf sumarþings. Sannara er að sjaldan hafa landsmenn verið eins sundurþykkir og í kreppunni miklu. Þar að auki var ríkið á vonarvöl þegar harðærinu linnti loks á Íslandi með erlendu hernámi og skyndigróða. Bjargráðin komu að utan.Brengluð söguskoðun Á sama hátt hljóta þeir sem hafa kynnt sér sögu Íslendinga á nítjándu öld að efast um þau orð forsætisráðherra í ávarpi sínu 17. júní að þá hafi þjóðin öll trúað því að hún ætti að vera sjálfstæð og njóta sama réttar og þau nýlendu- og herveldi sem heiminum réðu. Ekki einu sinni Jón Sigurðsson vildi rjúfa öll tengsl við Danmörku um sína daga og hér bjó ekki einhuga þjóð með einn draum og einn hag. Sé því haldið fram hverfur allur litur og allt líf úr sögunni. Einstaklingar verða aðeins hluti heildar, marserandi saman undir einum fána. Oft skiptir ólík sýn á söguna litlu sem engu máli í víðara ljósi. Almenningur getur þannig skemmt sér í sakleysi við að rökræða sannleiksgildi Íslendingasagna og fræðimenn deila gjarnan í sínum þrönga hópi um hugðarefni sem fáir aðrir hafa nokkuð álit á. En söguskoðun getur líka valdið skaða. Nú heyrist því stundum fleygt að efnahagsvanda Íslendinga megi að meira eða minna leyti rekja til útlendinga. Þannig beindi forsætisráðherra spjótum sínum að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Auðvitað var hann í fullum rétti til þess og ýmislegt má finna að framferði þeirra sem þar ráða ferðinni. En sögunni hefði alveg mátt fylgja að það voru íslensk stjórnvöld sem leituðu til þessara stofnana á sínum tíma. Það gerðist eftir stórkostlegt hrun á Íslandi. Bankar hrundu, gjaldmiðillinn líka og ríkið rambaði á barmi greiðsluþrots. Hrun var það og hrun skal það heita. Og orsakir ófaranna var einkum að finna hér á landi. Þá má meðal annars nefna brenglaða söguskoðun og blint sjálfshól. Svokallað efnahagsundur á Íslandi var rakið til meintra yfirburða Íslendinga í alþjóðaviðskiptum sem áttu síðan að eiga rætur sínar í arfleifð frjálsra víkinga, landkönnuða og skálda. Fátt var fjær sanni og dramb er falli næst. Sagan sýnir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Áhugi á liðinni tíð er hverjum manni nauðsynlegur. Sömuleiðis eru sameiginlegar minningar forsenda þess að fólk taki höndum saman og myndi samfélög, myndi þjóðir. Þess vegna er sjálfsagt að á hátíðarstundum minnist fólk sögunnar, ekki síst þess sem vel gekk og hafa má til eftirbreytni. Á hinn bóginn næst aldrei einhugur í lýðræðislegu þjóðskipulagi um orsakir viðburða, hvað hafi skipt mestu máli og þar fram eftir götunum. Um þetta á fólk að takast, málefnalega og æsingalaust. Þannig miðar okkur fram á veg. Annað skiptir líka miklu máli: Fullkomin hlutlægni er ekki til. Fólk á þó samt að reyna að hafa það sem sannara reynist, svo vitnað sé í þjóðmenningararfinn. Og þess vegna brennur við að þeir sem vilja einfaldlega skilja hvers vegna svo fór sem fór hverju sinni verða ósammála valdhöfum þegar þeir reyna að nota söguna til að styðja eigin rök í málefnum líðandi stundar. Bilið á milli verður einfaldlega of mikið. Tökum dæmi: Þeir sem hafa kynnt sér sögu kreppuáranna á Íslandi til þess að skilja hana betur geta ekki verið sammála þeirri söguskoðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að þá hafi Íslendingar sýnt það göfuga fordæmi að leysa erfið úrlausnarefni í sameiningu, eins og heyra mátti í stefnuræðu hans við upphaf sumarþings. Sannara er að sjaldan hafa landsmenn verið eins sundurþykkir og í kreppunni miklu. Þar að auki var ríkið á vonarvöl þegar harðærinu linnti loks á Íslandi með erlendu hernámi og skyndigróða. Bjargráðin komu að utan.Brengluð söguskoðun Á sama hátt hljóta þeir sem hafa kynnt sér sögu Íslendinga á nítjándu öld að efast um þau orð forsætisráðherra í ávarpi sínu 17. júní að þá hafi þjóðin öll trúað því að hún ætti að vera sjálfstæð og njóta sama réttar og þau nýlendu- og herveldi sem heiminum réðu. Ekki einu sinni Jón Sigurðsson vildi rjúfa öll tengsl við Danmörku um sína daga og hér bjó ekki einhuga þjóð með einn draum og einn hag. Sé því haldið fram hverfur allur litur og allt líf úr sögunni. Einstaklingar verða aðeins hluti heildar, marserandi saman undir einum fána. Oft skiptir ólík sýn á söguna litlu sem engu máli í víðara ljósi. Almenningur getur þannig skemmt sér í sakleysi við að rökræða sannleiksgildi Íslendingasagna og fræðimenn deila gjarnan í sínum þrönga hópi um hugðarefni sem fáir aðrir hafa nokkuð álit á. En söguskoðun getur líka valdið skaða. Nú heyrist því stundum fleygt að efnahagsvanda Íslendinga megi að meira eða minna leyti rekja til útlendinga. Þannig beindi forsætisráðherra spjótum sínum að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Auðvitað var hann í fullum rétti til þess og ýmislegt má finna að framferði þeirra sem þar ráða ferðinni. En sögunni hefði alveg mátt fylgja að það voru íslensk stjórnvöld sem leituðu til þessara stofnana á sínum tíma. Það gerðist eftir stórkostlegt hrun á Íslandi. Bankar hrundu, gjaldmiðillinn líka og ríkið rambaði á barmi greiðsluþrots. Hrun var það og hrun skal það heita. Og orsakir ófaranna var einkum að finna hér á landi. Þá má meðal annars nefna brenglaða söguskoðun og blint sjálfshól. Svokallað efnahagsundur á Íslandi var rakið til meintra yfirburða Íslendinga í alþjóðaviðskiptum sem áttu síðan að eiga rætur sínar í arfleifð frjálsra víkinga, landkönnuða og skálda. Fátt var fjær sanni og dramb er falli næst. Sagan sýnir það.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun