Baráttan um söguna Guðni Th. Jóhannesson skrifar 22. júní 2013 06:00 Áhugi á liðinni tíð er hverjum manni nauðsynlegur. Sömuleiðis eru sameiginlegar minningar forsenda þess að fólk taki höndum saman og myndi samfélög, myndi þjóðir. Þess vegna er sjálfsagt að á hátíðarstundum minnist fólk sögunnar, ekki síst þess sem vel gekk og hafa má til eftirbreytni. Á hinn bóginn næst aldrei einhugur í lýðræðislegu þjóðskipulagi um orsakir viðburða, hvað hafi skipt mestu máli og þar fram eftir götunum. Um þetta á fólk að takast, málefnalega og æsingalaust. Þannig miðar okkur fram á veg. Annað skiptir líka miklu máli: Fullkomin hlutlægni er ekki til. Fólk á þó samt að reyna að hafa það sem sannara reynist, svo vitnað sé í þjóðmenningararfinn. Og þess vegna brennur við að þeir sem vilja einfaldlega skilja hvers vegna svo fór sem fór hverju sinni verða ósammála valdhöfum þegar þeir reyna að nota söguna til að styðja eigin rök í málefnum líðandi stundar. Bilið á milli verður einfaldlega of mikið. Tökum dæmi: Þeir sem hafa kynnt sér sögu kreppuáranna á Íslandi til þess að skilja hana betur geta ekki verið sammála þeirri söguskoðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að þá hafi Íslendingar sýnt það göfuga fordæmi að leysa erfið úrlausnarefni í sameiningu, eins og heyra mátti í stefnuræðu hans við upphaf sumarþings. Sannara er að sjaldan hafa landsmenn verið eins sundurþykkir og í kreppunni miklu. Þar að auki var ríkið á vonarvöl þegar harðærinu linnti loks á Íslandi með erlendu hernámi og skyndigróða. Bjargráðin komu að utan.Brengluð söguskoðun Á sama hátt hljóta þeir sem hafa kynnt sér sögu Íslendinga á nítjándu öld að efast um þau orð forsætisráðherra í ávarpi sínu 17. júní að þá hafi þjóðin öll trúað því að hún ætti að vera sjálfstæð og njóta sama réttar og þau nýlendu- og herveldi sem heiminum réðu. Ekki einu sinni Jón Sigurðsson vildi rjúfa öll tengsl við Danmörku um sína daga og hér bjó ekki einhuga þjóð með einn draum og einn hag. Sé því haldið fram hverfur allur litur og allt líf úr sögunni. Einstaklingar verða aðeins hluti heildar, marserandi saman undir einum fána. Oft skiptir ólík sýn á söguna litlu sem engu máli í víðara ljósi. Almenningur getur þannig skemmt sér í sakleysi við að rökræða sannleiksgildi Íslendingasagna og fræðimenn deila gjarnan í sínum þrönga hópi um hugðarefni sem fáir aðrir hafa nokkuð álit á. En söguskoðun getur líka valdið skaða. Nú heyrist því stundum fleygt að efnahagsvanda Íslendinga megi að meira eða minna leyti rekja til útlendinga. Þannig beindi forsætisráðherra spjótum sínum að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Auðvitað var hann í fullum rétti til þess og ýmislegt má finna að framferði þeirra sem þar ráða ferðinni. En sögunni hefði alveg mátt fylgja að það voru íslensk stjórnvöld sem leituðu til þessara stofnana á sínum tíma. Það gerðist eftir stórkostlegt hrun á Íslandi. Bankar hrundu, gjaldmiðillinn líka og ríkið rambaði á barmi greiðsluþrots. Hrun var það og hrun skal það heita. Og orsakir ófaranna var einkum að finna hér á landi. Þá má meðal annars nefna brenglaða söguskoðun og blint sjálfshól. Svokallað efnahagsundur á Íslandi var rakið til meintra yfirburða Íslendinga í alþjóðaviðskiptum sem áttu síðan að eiga rætur sínar í arfleifð frjálsra víkinga, landkönnuða og skálda. Fátt var fjær sanni og dramb er falli næst. Sagan sýnir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Áhugi á liðinni tíð er hverjum manni nauðsynlegur. Sömuleiðis eru sameiginlegar minningar forsenda þess að fólk taki höndum saman og myndi samfélög, myndi þjóðir. Þess vegna er sjálfsagt að á hátíðarstundum minnist fólk sögunnar, ekki síst þess sem vel gekk og hafa má til eftirbreytni. Á hinn bóginn næst aldrei einhugur í lýðræðislegu þjóðskipulagi um orsakir viðburða, hvað hafi skipt mestu máli og þar fram eftir götunum. Um þetta á fólk að takast, málefnalega og æsingalaust. Þannig miðar okkur fram á veg. Annað skiptir líka miklu máli: Fullkomin hlutlægni er ekki til. Fólk á þó samt að reyna að hafa það sem sannara reynist, svo vitnað sé í þjóðmenningararfinn. Og þess vegna brennur við að þeir sem vilja einfaldlega skilja hvers vegna svo fór sem fór hverju sinni verða ósammála valdhöfum þegar þeir reyna að nota söguna til að styðja eigin rök í málefnum líðandi stundar. Bilið á milli verður einfaldlega of mikið. Tökum dæmi: Þeir sem hafa kynnt sér sögu kreppuáranna á Íslandi til þess að skilja hana betur geta ekki verið sammála þeirri söguskoðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að þá hafi Íslendingar sýnt það göfuga fordæmi að leysa erfið úrlausnarefni í sameiningu, eins og heyra mátti í stefnuræðu hans við upphaf sumarþings. Sannara er að sjaldan hafa landsmenn verið eins sundurþykkir og í kreppunni miklu. Þar að auki var ríkið á vonarvöl þegar harðærinu linnti loks á Íslandi með erlendu hernámi og skyndigróða. Bjargráðin komu að utan.Brengluð söguskoðun Á sama hátt hljóta þeir sem hafa kynnt sér sögu Íslendinga á nítjándu öld að efast um þau orð forsætisráðherra í ávarpi sínu 17. júní að þá hafi þjóðin öll trúað því að hún ætti að vera sjálfstæð og njóta sama réttar og þau nýlendu- og herveldi sem heiminum réðu. Ekki einu sinni Jón Sigurðsson vildi rjúfa öll tengsl við Danmörku um sína daga og hér bjó ekki einhuga þjóð með einn draum og einn hag. Sé því haldið fram hverfur allur litur og allt líf úr sögunni. Einstaklingar verða aðeins hluti heildar, marserandi saman undir einum fána. Oft skiptir ólík sýn á söguna litlu sem engu máli í víðara ljósi. Almenningur getur þannig skemmt sér í sakleysi við að rökræða sannleiksgildi Íslendingasagna og fræðimenn deila gjarnan í sínum þrönga hópi um hugðarefni sem fáir aðrir hafa nokkuð álit á. En söguskoðun getur líka valdið skaða. Nú heyrist því stundum fleygt að efnahagsvanda Íslendinga megi að meira eða minna leyti rekja til útlendinga. Þannig beindi forsætisráðherra spjótum sínum að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Auðvitað var hann í fullum rétti til þess og ýmislegt má finna að framferði þeirra sem þar ráða ferðinni. En sögunni hefði alveg mátt fylgja að það voru íslensk stjórnvöld sem leituðu til þessara stofnana á sínum tíma. Það gerðist eftir stórkostlegt hrun á Íslandi. Bankar hrundu, gjaldmiðillinn líka og ríkið rambaði á barmi greiðsluþrots. Hrun var það og hrun skal það heita. Og orsakir ófaranna var einkum að finna hér á landi. Þá má meðal annars nefna brenglaða söguskoðun og blint sjálfshól. Svokallað efnahagsundur á Íslandi var rakið til meintra yfirburða Íslendinga í alþjóðaviðskiptum sem áttu síðan að eiga rætur sínar í arfleifð frjálsra víkinga, landkönnuða og skálda. Fátt var fjær sanni og dramb er falli næst. Sagan sýnir það.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun