Kína, Indland og Rússland? Baldur Þórhallsson skrifar 18. júní 2013 07:15 Öll ríki verða að eiga sér bandamenn til að geta blómstrað og varið hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu. Lítil ríki þurfa enn meir á bandamönnum að halda en þau stærri. Í raun eru smáríki upp á þau stærri komin. Þau þurfa á skjóli þeirra að halda í efnahagslegu og pólitísku umróti alþjóðakerfisins. Samskipti ríkja byggjast ekki á góðvildinni einni saman. Til að hægt sé að treysta á bandalagsríki er ekki nægjanlegt að byggja á sameiginlegum menningararfi eða fornu samstarfi. Samvinna ríkja þarf að byggjast á gagnkvæmum hagsmunum. Best er fyrir smáríki að formbinda samskipti sín við stærri ríki innan alþjóðastofnana. Þannig má koma í veg fyrir að stóru fiskarnir éti þá smærri. Alla 20. öldina var Ísland í skjóli ríkja sem gátu látið til sín taka í alþjóðasamfélaginu. Með formlegum hætti bundumst við þessum nágrönnum okkar tryggðaböndum. Danir sáu um framkvæmd utanríkisstefnu landsins til 1940. Þá tók við skjól Breta og síðan Bandaríkjamanna. Bandaríska skjólið tryggði ekki einungis efnahagslega uppbyggingu heldur styrkti stöðu okkur á alþjóðavettvangi. Þorskastríðin eru besta dæmið um það. Í dag er bandaríska skjólið einungis hernaðarlegs eðlis. Fyrir utan alþjóðlegan stuðning hafði danska, breska og bandaríska skjólið umdeild en umtalsverð áhrif á okkar fámenna samfélag. Hverjir eru bandamenn okkar í dag? Hvaða bandamenn áttu íslensk stjórnvöld þegar þau bresku beittu hryðjuverkalögunum? Hvaða bandamenn áttum við innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar við þurftum á neyðaraðstoð að halda? Getur verið að íslensk stjórnvöld hafi brugðist því hlutverki sínu að tryggja landinu öfluga bandamenn sem koma til aðstoðar þegar á reynir? Nú er horft til stjórnvalda í Kína, Indlandi og Rússlandi. Gott er að auka viðskipti við þessi ríki en sú spurning hlýtur að vakna hvort samskiptin við þau geti orðið kjölfestan í íslenskri utanríkisstefnu. Eru þetta okkar nýju bandalagsríki? Er raunhæft að þessi ríki verði okkar vinveittustu nágrannar á 21. öldinni? Eru þetta þau stjórnvöld sem við viljum tengjast tryggðaböndum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Öll ríki verða að eiga sér bandamenn til að geta blómstrað og varið hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu. Lítil ríki þurfa enn meir á bandamönnum að halda en þau stærri. Í raun eru smáríki upp á þau stærri komin. Þau þurfa á skjóli þeirra að halda í efnahagslegu og pólitísku umróti alþjóðakerfisins. Samskipti ríkja byggjast ekki á góðvildinni einni saman. Til að hægt sé að treysta á bandalagsríki er ekki nægjanlegt að byggja á sameiginlegum menningararfi eða fornu samstarfi. Samvinna ríkja þarf að byggjast á gagnkvæmum hagsmunum. Best er fyrir smáríki að formbinda samskipti sín við stærri ríki innan alþjóðastofnana. Þannig má koma í veg fyrir að stóru fiskarnir éti þá smærri. Alla 20. öldina var Ísland í skjóli ríkja sem gátu látið til sín taka í alþjóðasamfélaginu. Með formlegum hætti bundumst við þessum nágrönnum okkar tryggðaböndum. Danir sáu um framkvæmd utanríkisstefnu landsins til 1940. Þá tók við skjól Breta og síðan Bandaríkjamanna. Bandaríska skjólið tryggði ekki einungis efnahagslega uppbyggingu heldur styrkti stöðu okkur á alþjóðavettvangi. Þorskastríðin eru besta dæmið um það. Í dag er bandaríska skjólið einungis hernaðarlegs eðlis. Fyrir utan alþjóðlegan stuðning hafði danska, breska og bandaríska skjólið umdeild en umtalsverð áhrif á okkar fámenna samfélag. Hverjir eru bandamenn okkar í dag? Hvaða bandamenn áttu íslensk stjórnvöld þegar þau bresku beittu hryðjuverkalögunum? Hvaða bandamenn áttum við innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar við þurftum á neyðaraðstoð að halda? Getur verið að íslensk stjórnvöld hafi brugðist því hlutverki sínu að tryggja landinu öfluga bandamenn sem koma til aðstoðar þegar á reynir? Nú er horft til stjórnvalda í Kína, Indlandi og Rússlandi. Gott er að auka viðskipti við þessi ríki en sú spurning hlýtur að vakna hvort samskiptin við þau geti orðið kjölfestan í íslenskri utanríkisstefnu. Eru þetta okkar nýju bandalagsríki? Er raunhæft að þessi ríki verði okkar vinveittustu nágrannar á 21. öldinni? Eru þetta þau stjórnvöld sem við viljum tengjast tryggðaböndum?
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun