Áfram verði byggt á því sem unnist hefur Þorgils Jónsson skrifar 13. júní 2013 23:15 Utanríkisráðherra hitti stækkunarstjóra ESB á fundi í Brussel í gær þar sem tilkynnt var formlega um hlé á aðildarviðræðum. Mynd/Framkvæmdastjórn ESB Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kynnti fulltrúum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær formlega að hlé hefði verið gert á aðildarviðræðum Íslands við sambandið. Aðilar urðu sammála um að halda áfram samvinnu á mörgum sviðum og fulltrúar ESB lögðu áherslu á að byggt yrði áfram á því sem unnist hefði síðustu ár. „Persónulega var þetta ekki auðvelt fyrir mig,“ sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, við fjölmiðlamenn, aðspurður um sína skoðun á ákvörðuninni. „En ég er líka fagmaður og virði án nokkurra spurninga og vafa vilja kjörinna fulltrúa og kjósenda.“ Lagði Füle einnig áherslu á að samskipti Íslands og ESB yrðu enn efld á komandi árum, og byggt á þeim árangri sem þegar hefði náðst. „Ég útskýrði fyrir honum að þetta væri fyrst og fremst pólitísk ákvörðun sem byggði á stefnuskrám og yfirlýsingum stjórnarflokkanna,“ sagði Gunnar Bragi í samtali við fréttastofu. „Þeir sögðust mundu virða það og vilja vinna með okkur að þeim málum sem við getum nálgast saman.“ Með þessu er öll vinna stöðvuð við aðildarferlið, en samningaviðræður höfðu hafist um 27 samningskafla af 33 og var lokið í ellefu þeirra. Ekki verður heldur gengið frá samningsafstöðu Íslands í þeim fjórum samningsköflum sem eftir eru. „Það segir sig sjálft að þegar við gerum hlé þá er öll slík vinna lögð til hliðar. Það eru ákveðin vonbrigði fyrir þá en þeir virða og skilja að þetta sé lýðræðisleg ákvörðun.“ Fagnaði loftrýmisgæslu NATO-ríkjaMynd/UtanríkisráðuneytiðFyrr í dag hitti utanríkisráðherra Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO. Þeir ræddu meðal annars um stefnu og áherslur ríkisstjórnarinnar í utanríkis- og varnarmálum. Lagði ráðherra áherslu á að aðildin að NATO sé meginstoð í vörnum Íslands og fagnaði vilja bandalagsríkja til þátttöku í loftrýmisgæslu Íslands. Í ferðinni hitti ráðherra einnig utanríkisráðherra Litháens, sem tekur við formennsku í ráðherraráði ESB um næstu mánaðamót. Þá kynnti utanríkisráðherra sér einnig starfsemi EFTA og átti fund með Kristni F. Árnasyni framkvæmdastjóra. Þeir ræddu meðal annars helstu áskoranir á vettvangi EES-samningsins. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kynnti fulltrúum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær formlega að hlé hefði verið gert á aðildarviðræðum Íslands við sambandið. Aðilar urðu sammála um að halda áfram samvinnu á mörgum sviðum og fulltrúar ESB lögðu áherslu á að byggt yrði áfram á því sem unnist hefði síðustu ár. „Persónulega var þetta ekki auðvelt fyrir mig,“ sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, við fjölmiðlamenn, aðspurður um sína skoðun á ákvörðuninni. „En ég er líka fagmaður og virði án nokkurra spurninga og vafa vilja kjörinna fulltrúa og kjósenda.“ Lagði Füle einnig áherslu á að samskipti Íslands og ESB yrðu enn efld á komandi árum, og byggt á þeim árangri sem þegar hefði náðst. „Ég útskýrði fyrir honum að þetta væri fyrst og fremst pólitísk ákvörðun sem byggði á stefnuskrám og yfirlýsingum stjórnarflokkanna,“ sagði Gunnar Bragi í samtali við fréttastofu. „Þeir sögðust mundu virða það og vilja vinna með okkur að þeim málum sem við getum nálgast saman.“ Með þessu er öll vinna stöðvuð við aðildarferlið, en samningaviðræður höfðu hafist um 27 samningskafla af 33 og var lokið í ellefu þeirra. Ekki verður heldur gengið frá samningsafstöðu Íslands í þeim fjórum samningsköflum sem eftir eru. „Það segir sig sjálft að þegar við gerum hlé þá er öll slík vinna lögð til hliðar. Það eru ákveðin vonbrigði fyrir þá en þeir virða og skilja að þetta sé lýðræðisleg ákvörðun.“ Fagnaði loftrýmisgæslu NATO-ríkjaMynd/UtanríkisráðuneytiðFyrr í dag hitti utanríkisráðherra Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO. Þeir ræddu meðal annars um stefnu og áherslur ríkisstjórnarinnar í utanríkis- og varnarmálum. Lagði ráðherra áherslu á að aðildin að NATO sé meginstoð í vörnum Íslands og fagnaði vilja bandalagsríkja til þátttöku í loftrýmisgæslu Íslands. Í ferðinni hitti ráðherra einnig utanríkisráðherra Litháens, sem tekur við formennsku í ráðherraráði ESB um næstu mánaðamót. Þá kynnti utanríkisráðherra sér einnig starfsemi EFTA og átti fund með Kristni F. Árnasyni framkvæmdastjóra. Þeir ræddu meðal annars helstu áskoranir á vettvangi EES-samningsins.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira